EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Arðgreiðsla fyrir árið 2024 – seinni hluti

Eik fasteignafélag hf.: Arðgreiðsla fyrir árið 2024 – seinni hluti

Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl 2025 var samþykkt að skipta arðgreiðslu félagsins fyrir árið 2024 í tvo hluta. Fyrri hluti var greiddur út 23. apríl sl.

Fjárhæð seinni hluta arðgreiðslu verður u.þ.b. 1.696,7 m.kr., sem nemur 0,5000 kr. á hlut, í samræmi við samþykkt aðalfundar, enda hafa engar breytingar orðið á útgefnu hlutafé félagsins frá fundinum.

Arðleysisdagur er 26. september 2025, þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með hlutabréf án réttar til arðs vegna viðkomandi hluta. Viðmiðunardagur vegna seinni greiðslunnar verður 29. september 2025. Skráðir hluthafar félagsins í lok viðmiðunardags eiga rétt til arðs.

Greitt verður í íslenskum krónum. Útborgunardagur vegna seinni greiðslunnar verður 8. október 2025. Eigin hlutir félagsins njóta ekki arðsréttar.

Frekari upplýsingar veitir:

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s. 820-8980



EN
19/09/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Interim Financial Statement for the First Nine...

Eik fasteignafélag hf.: Interim Financial Statement for the First Nine Months of 2025 The condensed interim financial statements of Eik fasteignafélag hf. for the period from 1 January to 30 September 2025 were approved by the Board of Directors and CEO on 29 October 2025. The main results from the Condensed Interim Financial Statements are as follows: Income from operations amounted to ISK 9,296 million Thereof, rental income amounted to ISK 7,980 million and has increased 8.9% between years. Operating profit before changes in fair value, sales gain and depreciation and amortization amo...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins...

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 29. október 2025. Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru: Rekstrartekjur námu 9.296 m.kr. Þar af námu leigutekjur 7.980 m.kr. og aukast um 8,9% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 5.833 m.kr.Heildarhagnaður nam 3.804 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 3.749 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 152.811 m.kr.Bókfært virð...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu níu mánaða ársins 2025...

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu níu mánaða ársins 2025 þann 29. október - Kynningarfundur 30. október Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 eftir lokun markaða miðvikudaginn 29. október nk. Kynningarfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins að Smáratorgi 3, 18. hæð, 30. október nk. klukkan 8:30. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:00. Fundinum verður einnig streymt á ...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 150536

Eik fasteignafélag hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 150536 Eik fasteignafélag hf. hefur lokið stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 150536. Bréfið er verðtryggt jafngreiðslubréf sem ber 3,8% nafnvexti og eru greiðslur tvisvar á ári. Lokagjalddagi bréfsins er 15. maí 2036. Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 4,12%. Heildarstærð flokksins verður því í kjölfar stækkunarinnar 8.500 milljónir króna en hámarksstærð flokksins er 10.000 milljónir króna. Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þann 24. október næstkomandi. Arctica Finance hf. hafði umsjón með ...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til ...

Eik fasteignafélag hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast frekar vegna kaupa Eikar á Festingu hf. Vísað er til tilkynningar Eikar fasteignafélags hf. („Eik“ eða „félagið“), dags. 3. október sl., um að frestur til ógildingar Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa á Festingu hf. væri liðinn. Félaginu hefur í dag borist ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2025 þar sem fram kemur að Samkeppniseftirlitið telji hvorki ástæðu til þess að aðhafast vegna samrunans né rannsaka hann frekar og ljúki því meðferð málsins á fyrsta fasa. Nánari upplýsingar veitir: Hreiðar Má...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch