Eik fasteignafélag hf.: Breyting á stjórn fyrirséð – tilnefningarnefnd kallar eftir framboðum
Í tengslum við undirbúning aðalfundar 2021 hefur tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags hf. hitt alla sitjandi stjórnarmenn.
Arna Harðardóttir upplýsti nefndina um að hún hyggst ekki bjóða sig fram í stjórn félagsins.
Tilnefningarnefnd minnir á að nefndin ráðgerir að fjalla aðeins um tillögur hluthafa og framboð til stjórnar sem berast fyrir lok dags 4. febrúar 2021.