Eik fasteignafélag hf.: Framhald viðræðna um eignir Lambhaga
Viðræður standa enn yfir á milli Eikar fasteignafélags hf. og Klappar-eignarhaldsfélags ehf. um kaup og sölu á öllu útgefnu hlutafé í Lambhagavegi 23 ehf. og Laufskálum fasteignafélagi ehf.
Unnið er úr athugasemdum sem fram komu í áreiðanleikakönnunum og gert er ráð fyrir að tilteknar eignir verði færðar úr félögunum. Einkaréttur kaupanda til að vinna með seljanda og ráðgjöfum hans við að ná endanlegu samkomulagi um viðskiptin og klára kaupsamningsgerð er runninn út.
Frekari grein verður gerð fyrir viðskiptunum eins og við getur átt. Ráðgjafi félagsins er Arctica Finance hf. en ráðgjafi seljanda er Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka.
Nánari upplýsingar veitir:
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, , 590-2200 / 861-3027.
