EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri lætur af störfum hjá Eik fasteignafélagi

Eik fasteignafélag hf.: Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri lætur af störfum hjá Eik fasteignafélagi

Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. Garðar Hannes mun stýra félaginu áfram sem forstjóri fram yfir aðalfund félagsins sem ráðgert er að halda þann 10. apríl næstkomandi.

Garðar Hannes:

„Ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja þetta framúrskarandi félag frá upphafi þess árið 2002, allt frá því að vera eini starfsmaður þess, upp í það að félagið varð eitt af stærstu félögum á Íslandi sem og elsta skráða fasteignafélagið á aðallista kauphallar. Það er búið að vera stórkostleg reynsla að fá að stýra félaginu í gegnum lífshlaup þess, hvort sem það var í með- eða mótvindi. Á þessum tímamótum er ég afar stoltur af þeim árangri sem félagið hefur náð. Félagið hefur skilað hærri ávöxtun eiginfjár en meðaltal skráðra fasteignafélaga frá skráningu þess að teknu tilliti til arðgreiðslna sem hafa verið þær hæstu á markaðnum. Sú vegferð sem mörkuð hefur verið og félagið er nú á felur í sér áframhaldandi tækifæri bæði að teknu tilliti til aukins rekstrarhagnaðar og þróunarmöguleika, sem áætlað er að raungerist á næstu misserum.

Árangur þessi hefði ekki náðst nema vegna þess mannauðs sem félagið býr yfir í reynslumiklu og hæfu fólki. Sú starfsánægja og liðsheild sem okkur hefur auðnast að skapa er ekki sjálfsögð en er lykilatriði þegar kemur að árangri. Ánægja starfsfólks og sú gleði sem ríkir á vinnustaðnum er ég hvað stoltastur af. Ég óska félaginu, öllu því fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina, starfsfólki, stjórnarmönnum, viðskiptavinum og þeim fjárfestum sem komið hafa að félaginu áframhaldandi góðs gengis.“

Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnarformaður:

„Fyrir hönd stjórnar vil ég þakka Garðari Hannesi fyrir óeigingjarnt framlag til félagsins frá upphafi sem og fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf. Mótun félagsins, uppbygging þess og áherslur, sem Garðar Hannes hefur leitt, hefur búið til öflugt arðgreiðslufélag sem hefur náð eftirtektarverðum árangri.

Það er öllum félögum hollt að skoða endurnýjun á forystu þeirra með reglulegu millibili. Stjórn félagsins telur á þessum tímapunkti eðlilegt að endurnýjun eigi sér stað og þakkar Garðari Hannesi fyrir að breytingin sé gerð í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.“



EN
13/01/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu ...

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu hlutafé í Festingu hf. Í dag hefur Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. en félagið tilkynnti þann 28. nóvember 2024 um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fasteignir Festingar á Íslandi eru um 43 þúsund fermetrar að stærð í 12 fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Ves...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár Lækkun hlutafjár Eikar fasteignafélags hf. um 21.663.435 kr. að nafnverði hefur verið skráð í fyrirtækjaskrá. Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins úr 3.423.868.435 kr. að nafnverði í 3.402.200.000 kr. að nafnverði. Lækkunin tekur eingöngu til eigin hluta félagsins sem það eignaðist á árinu 2024 með kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun á grundvelli heimildar aðalfundar sem var samþykkt á aðalfundi 11. apríl 2024. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir e...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the ...

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the first three months 2025 Condensed Interim Financial Statement of Eik fasteignafélag hf. the period 1. January to 31. March 2025 was approved by the Board of Directors and the CEO on 8th of May 2025 The main results from the Condensed Interim Financial Statements are as follows: Income from operations amounted to ISK 2,964 million Thereof, rental income amounted to ISK 2,589 million and has increased 9.5% between years. Operating profit before changes in fair value, sales gain and depreciation and amortization amount...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársin...

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025 Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 8. maí 2025. Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru: Rekstrartekjur námu 2.964 m.kr. Þar af námu leigutekjur 2.589 m.kr. og aukast um 9,5% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 1.817 m.kr.Heildarhagnaður nam 1.366 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.038 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 147.606 m.kr. Bókfært virði e...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch