EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Hluthafafundur 15. september 2023

Eik fasteignafélag hf.: Hluthafafundur 15. september 2023

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til hluthafafundar í félaginu kl. 16:00 föstudaginn 15. september 2023. Fundurinn verður haldinn í salnum Sjónarhóll, Nauthól, Nauthólsvegi 106, Reykjavík.

Drög að dagskrá fundarins eru svohljóðandi:

  1. Kynning á greinargerð stjórnar vegna valfrjáls yfirtökutilboðs Regins hf.
  2. Viðfangsefni í tengslum við samrunaviðræður við Reiti fasteignafélag hf.   
  3. Önnur mál sem löglega eru fram borin.

Aðrar upplýsingar:

Hluthafi getur falið umboðsmanni að sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og skriflegt umboð, en form að umboði er aðgengilegt á heimasíðu félagsins, . Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Á hluthafafundi fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.

Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum og leggja fram ályktunartillögur ef hann gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar félagsins eigi síðar en mánudaginn 4. september 2023. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið . Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur fyrir framangreint tímamark, verða dagskrá og tillögur uppfærðar á heimasíðu félagsins eins fljótt og auðið er eftir móttöku þeirra. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar eigi síðar en föstudaginn 8. september 2023. Máls sem ekki er getið í endanlegri dagskrá hluthafafundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa en gera má um það ályktun til leiðbeiningar fyrir stjórn.

Hluthafafundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins. Hluthafafundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn og atkvæðaseðlar eftir atvikum, einnig á íslensku.

Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar hluthafafundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur stjórnar og hluthafa, eyðublöð vegna umboðs, upplýsingar um atkvæðagreiðslu, skjöl sem verða lögð fram á hluthafafundi, upplýsingar um fjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu, er (eða verður eftir því sem þau verða til) að finna á heimasíðu félagsins. Auk þess munu viðeigandi gögn liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Sóltúni 26, 105 Reykjavík, þremur vikum fyrir hluthafafundinn.

Reykjavík, 25. ágúst 2023

Stjórn Eikar fasteignafélags hf.



EN
25/08/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025...

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025 þann 13. ágúst - Kynningarfundur 14. ágúst Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 eftir lokun markaða miðvikudaginn 13. ágúst n.k. Kynningarfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins við Smáratorg 3, 18. hæð, 14. ágúst n.k. klukkan 8:30. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:00. Fundinum verður einnig streymt á netinu...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu ...

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu hlutafé í Festingu hf. Í dag hefur Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. en félagið tilkynnti þann 28. nóvember 2024 um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fasteignir Festingar á Íslandi eru um 43 þúsund fermetrar að stærð í 12 fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Ves...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár Lækkun hlutafjár Eikar fasteignafélags hf. um 21.663.435 kr. að nafnverði hefur verið skráð í fyrirtækjaskrá. Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins úr 3.423.868.435 kr. að nafnverði í 3.402.200.000 kr. að nafnverði. Lækkunin tekur eingöngu til eigin hluta félagsins sem það eignaðist á árinu 2024 með kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun á grundvelli heimildar aðalfundar sem var samþykkt á aðalfundi 11. apríl 2024. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir e...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the ...

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the first three months 2025 Condensed Interim Financial Statement of Eik fasteignafélag hf. the period 1. January to 31. March 2025 was approved by the Board of Directors and the CEO on 8th of May 2025 The main results from the Condensed Interim Financial Statements are as follows: Income from operations amounted to ISK 2,964 million Thereof, rental income amounted to ISK 2,589 million and has increased 9.5% between years. Operating profit before changes in fair value, sales gain and depreciation and amortization amount...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch