EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Hluthafafundur 15. september 2023

Eik fasteignafélag hf.: Hluthafafundur 15. september 2023

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til hluthafafundar í félaginu kl. 16:00 föstudaginn 15. september 2023. Fundurinn verður haldinn í salnum Sjónarhóll, Nauthól, Nauthólsvegi 106, Reykjavík.

Drög að dagskrá fundarins eru svohljóðandi:

  1. Kynning á greinargerð stjórnar vegna valfrjáls yfirtökutilboðs Regins hf.
  2. Viðfangsefni í tengslum við samrunaviðræður við Reiti fasteignafélag hf.   
  3. Önnur mál sem löglega eru fram borin.

Aðrar upplýsingar:

Hluthafi getur falið umboðsmanni að sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og skriflegt umboð, en form að umboði er aðgengilegt á heimasíðu félagsins, . Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Á hluthafafundi fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.

Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum og leggja fram ályktunartillögur ef hann gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar félagsins eigi síðar en mánudaginn 4. september 2023. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið . Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur fyrir framangreint tímamark, verða dagskrá og tillögur uppfærðar á heimasíðu félagsins eins fljótt og auðið er eftir móttöku þeirra. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar eigi síðar en föstudaginn 8. september 2023. Máls sem ekki er getið í endanlegri dagskrá hluthafafundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa en gera má um það ályktun til leiðbeiningar fyrir stjórn.

Hluthafafundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins. Hluthafafundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn og atkvæðaseðlar eftir atvikum, einnig á íslensku.

Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar hluthafafundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur stjórnar og hluthafa, eyðublöð vegna umboðs, upplýsingar um atkvæðagreiðslu, skjöl sem verða lögð fram á hluthafafundi, upplýsingar um fjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu, er (eða verður eftir því sem þau verða til) að finna á heimasíðu félagsins. Auk þess munu viðeigandi gögn liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Sóltúni 26, 105 Reykjavík, þremur vikum fyrir hluthafafundinn.

Reykjavík, 25. ágúst 2023

Stjórn Eikar fasteignafélags hf.



EN
25/08/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Frestur til ógildingar Samkeppniseftirlitsins ...

Eik fasteignafélag hf.: Frestur til ógildingar Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa á Festingu hf. liðinn Vísað er til tilkynningar Eikar fasteignafélags hf. („Eik“ eða félagið“), dags. 23. maí 2025, um kaup félagsins á öllu hlutafé Festingar hf. („Festing“) þar sem fram kemur að kaupin væru gerð með skilyrðum, þ.m.t. um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið móttók fullnægjandi samrunatilkynningu samrunaaðila þann 28. ágúst 2025 og lok frests í fyrsta fasa voru því miðuð við 2. október 2025. Eik hefur ekki borist tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu um áframhaldandi rannsók...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Arðgreiðsla fyrir árið 2024 – seinni hluti

Eik fasteignafélag hf.: Arðgreiðsla fyrir árið 2024 – seinni hluti Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl 2025 var samþykkt að skipta arðgreiðslu félagsins fyrir árið 2024 í tvo hluta. Fyrri hluti var greiddur út 23. apríl sl. Fjárhæð seinni hluta arðgreiðslu verður u.þ.b. 1.696,7 m.kr., sem nemur 0,5000 kr. á hlut, í samræmi við samþykkt aðalfundar, enda hafa engar breytingar orðið á útgefnu hlutafé félagsins frá fundinum. Arðleysisdagur er 26. september 2025, þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með hlutabréf án réttar til arðs vegna viðkomandi hluta. Viðmiðunardagur vegna...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstök...

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstökum skilyrðum EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 PricewaterhouseCoopers ehf. („PwC“) hefur staðfest að skuldabréfaflokkarnir EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 standast öll fjárhagsleg- og tryggingarleg skilyrði skuldabréfaflokkanna miðað við dagsetninguna 30.6.2025. Sem eftirlitsaðili skuldabréfaflokkanna hefur PwC m.a. það hlutverk að kanna og staðfesta sjálfstæða útreikninga út...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn Eik fasteignafélag hf. hefur tekið upp nýtt skipurit í kjölfar skipulagsbreytinga sem gildir frá og með deginum í dag. Markmið breytinganna er að setja þjónustu við viðskiptavini í forgrunn ásamt því að einfalda og skýra boðleiðir í rekstri félagsins. Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og vera öflugur bakhjarl viðskiptavina sinna við verðmætasköpun í landinu. Þær breytingar sem gerðar eru á skipuriti félagsins eru eftirfarandi: Nýtt svið, Viðskiptavinir, sem sameinar útleigu, húsumhyggju og viðskipta...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 20...

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 2025 The Interim Consolidated Financial Statements of Eik fasteignafélag hf. for the period 1 January to 30 June 2025 were approved by the Company’s Board of Directors and CEO on 13 August 2025. The main results are as follows: Income from operations amounted to ISK 5,998 million. Thereof, rental income amounted to ISK 5,219 million an increase of 8.5% from the same period last year. Operating income before fair value changes, sales gain and depreciation and amortization amounted to 3,693 million.Total comprehensive p...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch