EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Hreiðar Már Hermannsson ráðinn í starf forstjóra Eikar fasteignafélags

Eik fasteignafélag hf.: Hreiðar Már Hermannsson ráðinn í starf forstjóra Eikar fasteignafélags

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. Hreiðar Már tekur við starfinu í framhaldi af aðalfundi félagsins þann 10. apríl næstkomandi af Garðari Hannesi Friðjónssyni sem leitt hefur félagið og byggt upp undanfarin 22 ár.

Hreiðar Már er með B.A. gráðu í fjármálum frá London South Bank University Business School og M.Sc. gráðu í fjármálum, fjárfestingum og bankastarfsemi frá sama skóla.

Hreiðar Már hefur víðtæka reynslu af fjárfestinga- og fjármálastarfsemi. Hann kemur til Eikar frá Arion banka þar sem hann gegndi stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar á fyrirtækja og fjárfestingabankasviði.  Áður hafði Hreiðar Már starfað við útlánastarfsemi til fyrirtækja, eignastýringu og ráðgjöf í 20 ár.

Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnarformaður Eikar fasteignafélags: 

„Við erum afar ánægð með að fá Hreiðar Má til liðs við okkar öfluga félag og hlökkum til samstarfsins. Við teljum að reynsla hans og framtíðarsýn muni styrkja stöðu félagsins á markaði og styðja við áframhaldandi arðbæran vöxt og þróun þess.  Framundan eru fjölmörg tækifæri.“

Hreiðar Már Hermannsson:

„Eik er spennandi fyrirtæki, sem starfar á markaði sem mun vaxa og taka breytingum á komandi misserum. Efnahagur félagsins er fyrna sterkur auk þess sem það atvinnuhúsnæði og þeir þróunarmöguleikar sem eru nú þegar á efnahagsreikningnum eru mjög áhugaverðir. Samfélagið okkar er að breytast, þarfir atvinnulífsins eru að breytast og Eik fasteignafélag er í kjör aðstöðu til að láta þar að sér kveða. Ég þakka stjórn Eikar traustið og hlakka til að vinna með starfsmönnum og viðskiptavinum að tækifærum sem blasa við félaginu.“



EN
21/03/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Frestur til ógildingar Samkeppniseftirlitsins ...

Eik fasteignafélag hf.: Frestur til ógildingar Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa á Festingu hf. liðinn Vísað er til tilkynningar Eikar fasteignafélags hf. („Eik“ eða félagið“), dags. 23. maí 2025, um kaup félagsins á öllu hlutafé Festingar hf. („Festing“) þar sem fram kemur að kaupin væru gerð með skilyrðum, þ.m.t. um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið móttók fullnægjandi samrunatilkynningu samrunaaðila þann 28. ágúst 2025 og lok frests í fyrsta fasa voru því miðuð við 2. október 2025. Eik hefur ekki borist tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu um áframhaldandi rannsók...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Arðgreiðsla fyrir árið 2024 – seinni hluti

Eik fasteignafélag hf.: Arðgreiðsla fyrir árið 2024 – seinni hluti Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl 2025 var samþykkt að skipta arðgreiðslu félagsins fyrir árið 2024 í tvo hluta. Fyrri hluti var greiddur út 23. apríl sl. Fjárhæð seinni hluta arðgreiðslu verður u.þ.b. 1.696,7 m.kr., sem nemur 0,5000 kr. á hlut, í samræmi við samþykkt aðalfundar, enda hafa engar breytingar orðið á útgefnu hlutafé félagsins frá fundinum. Arðleysisdagur er 26. september 2025, þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með hlutabréf án réttar til arðs vegna viðkomandi hluta. Viðmiðunardagur vegna...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstök...

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstökum skilyrðum EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 PricewaterhouseCoopers ehf. („PwC“) hefur staðfest að skuldabréfaflokkarnir EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 standast öll fjárhagsleg- og tryggingarleg skilyrði skuldabréfaflokkanna miðað við dagsetninguna 30.6.2025. Sem eftirlitsaðili skuldabréfaflokkanna hefur PwC m.a. það hlutverk að kanna og staðfesta sjálfstæða útreikninga út...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn Eik fasteignafélag hf. hefur tekið upp nýtt skipurit í kjölfar skipulagsbreytinga sem gildir frá og með deginum í dag. Markmið breytinganna er að setja þjónustu við viðskiptavini í forgrunn ásamt því að einfalda og skýra boðleiðir í rekstri félagsins. Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og vera öflugur bakhjarl viðskiptavina sinna við verðmætasköpun í landinu. Þær breytingar sem gerðar eru á skipuriti félagsins eru eftirfarandi: Nýtt svið, Viðskiptavinir, sem sameinar útleigu, húsumhyggju og viðskipta...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 20...

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 2025 The Interim Consolidated Financial Statements of Eik fasteignafélag hf. for the period 1 January to 30 June 2025 were approved by the Company’s Board of Directors and CEO on 13 August 2025. The main results are as follows: Income from operations amounted to ISK 5,998 million. Thereof, rental income amounted to ISK 5,219 million an increase of 8.5% from the same period last year. Operating income before fair value changes, sales gain and depreciation and amortization amounted to 3,693 million.Total comprehensive p...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch