EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024

Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2024 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 31. október 2024.

Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru:

  • Rekstrartekjur námu 8.514 m.kr.
    • Þar af námu leigutekjur 7.328 m.kr.
  • EBITDA nam 5.537 m.kr.
  • Heildarhagnaður nam 3.326 m.kr.
  • Handbært fé frá rekstri nam 3.551 m.kr.
  • Bókfært virði fjárfestingareigna nam 139.957 m.kr.
  • Bókfært virði eigna til eigin nota nam 5.893 m.kr.
  • Matsbreyting fjárfestingareigna var 4.345 m.kr.
  • Handbært fé nam 1.683 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir námu 82.567 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall nam 33,2%.
  • Hagnaður á hlut var 0,97 kr.
  • Virðisútleiguhlutfall var 93,6%.
  • Vegnir verðtryggðir vextir fjármögnunar námu 3,55%.
  • Vegnir óverðtryggðir vextir fjármögnunar námu 7,67%.

Meðfylgjandi er árshlutaskýrsla sem inniheldur árshlutareikning vegna fyrstu níu mánaða ársins 2024 ásamt ítarlegri upplýsingum um rekstur félagsins en fram koma í tilkynningunni.

Rekstur félagsins

Rekstur félagsins var í góðum takti við uppfærðar áætlanir félagsins. Rekstrartekjur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 námu 8.514 m.kr. Þar af voru leigutekjur 7.328 m.kr. Rekstrarkostnaður nam 2.935 m.kr. og virðisrýrnun viðskiptakrafna 42 m.kr.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 5.537 m.kr. samanborið við 5.766 m.kr. á sama tímabili árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 4.157 m.kr. og heildarhagnaður samstæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 3.326 m.kr.

NOI hlutfall (þ.e. rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir sem hlutfall af leigutekjum) nam 73,4% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 samanborið við 74,6% fyrir sama tímabil 2023 þegar leiðrétt hefur verið fyrir jákvæðri virðisrýrnun viðskiptakrafna árið 2023.

Fjárfestingareignir félagsins eru metnar á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og stuðst er m.a. við núvirt framtíðarsjóðstreymi einstakra eigna. Breytingar á gangvirði eru færðar undir matsbreytingu fjárfestingareigna sem var um 4.345 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins. Stærstu liðirnir til hækkunar á virði fjárfestingareigna eru verðbólga, nýir leigusamningar og lægri ávöxtunarkrafa á arðsemi eigin fjár. Stærstu liðir til lækkunar er hækkun á fjármagnskjörum og hækkun á fasteignamati.

Efnahagur félagsins

Heildareignir félagsins námu 150.146 m.kr. þann 30. september 2024. Þar af eru fjárfestingareignir að virði 139.957 m.kr. sem skiptast í fjárfestingareignir í útleigu að fjárhæð 129.040 m.kr., fjárfestingareignir í þróun 4.687 m.kr., byggingarheimildir og lóðir 3.666 m.kr., fyrirframgreidd gatnagerðargjöld 13 m.kr og leigueignir að fjárhæð 2.550 m.kr. Eignir til eigin nota námu 5.893 m.kr. og fasteignir í þróun 1.092 m.kr. Eigið fé félagsins nam 49.809 m.kr. í lok tímabilsins og var eiginfjárhlutfall 33,2%. Á aðalfundi félagsins þann 11. apríl 2024 var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2023 að fjárhæð 2.540 m.kr. og var hann greiddur þann 30. apríl 2024 til hluthafa.

Heildarskuldir félagsins námu 100.337 m.kr. þann 30. september 2024. Þar af voru vaxtaberandi skuldir 82.567 m.kr. og tekjuskattsskuldbinding 13.335 m.kr. Veðhlutfall félagsins, þ.e. nettó staða vaxtaberandi skulda á móti virði fasteigna, byggingarheimilda og lóða var 56,1%.

Á þriðja ársfjórðungi gaf félagið út nýjan skuldabréfaflokk, EIK 050734, að fjárhæð 5 ma.kr. á 3,95% verðtryggðum vöxtum. Þá greiddi félagið upp  skuldabréfaflokk með auðkennið, EIK 24 1, en sá flokkur var óverðtryggður að stærð 3 ma.kr.

Á fyrri helmingi ársins hafði félagið endurfjármagnað um 8,8 ma. kr. af óverðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum og tekið ný verðtryggð lán fyrir um 10,8 ma.kr. á breytilegum vöxtum og gefið út 1,3 ma.kr. skuldabréf á föstum vöxtum. Hlutfall verðtryggðra lána félagsins í lok tímabilsins nam rúmlega 97%.

Virðisútleiguhlutfall

Virðisútleiguhlutfall félagsins var 93,6% við lok tímabilsins og var óbreytt á milli ársfjórðunga.

Í upphafi árs gerði félagið ráð fyrir að virðisútleiguhlutfall í lok þriðja ársfjórðungs yrði 92,8% og því hefur útleiga gengið betur en gert var ráð fyrir. Þar að auki hefur félagið leigt út rúmlega þriðjung af þeim þróunarfermetrum sem félagið áætlar að verði orðnir tekjuberandi í lok árs 2025. Þar sem þessir fermetrar voru flokkaðir sem þróunarfermetrar hafa þeir lítil áhrif á virðisútleiguhlutfallið þar sem þróunarfermetrar teljast ekki til útleiguhæfra eininga á meðan þróun á sér stað. Þegar þróunarfermetrar færast undir virðisútleiguhlutfall samhliða leigu þá fjölgar útleiguhæfum fermetrum um jafn marga fermetra og útleigðir fermetrar og því hefur sú hreyfing lítil áhrif á virðisútleiguhlutfallið.

Horfur

Félagið væntir þess að EBITDA ársins verði á bilinu 7.295 – 7.515 m.kr. á föstu verðlagi út árið miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í nóvember 2024.

Yfirtökutilboð

Hluthöfum Eikar barst yfirtökutilboð frá Langasjó ehf. þann 20. september 2024 þar sem myndast hafði tilboðsskylda vegna þess að tilboðsgjafi og aðilar sem teljast vera í samstarfi við hann á grundvelli laga um yfirtökur nr. 108/2007 höfðu eignast meira en 30% atkvæðisréttar í Eik. Voru niðurstöður yfirtökutilboðsins birtar þann 18. október sl. og fer Langisjór og samstarfsaðilar með 1.106.529.154 hluti í Eik eða sem samsvarar 32,32% af hlutafé félagsins. 

Rafrænn kynningarfundur

Rafrænn kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 1. nóvember 2024 klukkan 8:30. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu.

Skráning á fundinn fer fram hér:

Eftir skráningu fá þátttakendur tölvupóst með nánari upplýsingum.

Markaðsaðilar geta sent spurningar fyrir eða á fundinum á netfangið . Stjórnendur hvetja markaðsaðila að senda inn spurningar fyrir fundinn til að hægt sé að undirbúa svör, sé þess þörf. Spurningum verður svarað að kynningu lokinni.

Fjárhagsdagatal

Stefnt er að birtingu ársuppgjörs á neðangreindri dagsetningu:



Ársuppgjör 2024                                 13. febrúar 2025

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, , s. 590-2200

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s. 820-8980

Viðhengi



EN
31/10/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstök...

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstökum skilyrðum EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 PricewaterhouseCoopers ehf. („PwC“) hefur staðfest að skuldabréfaflokkarnir EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 standast öll fjárhagsleg- og tryggingarleg skilyrði skuldabréfaflokkanna miðað við dagsetninguna 30.6.2025. Sem eftirlitsaðili skuldabréfaflokkanna hefur PwC m.a. það hlutverk að kanna og staðfesta sjálfstæða útreikninga út...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn Eik fasteignafélag hf. hefur tekið upp nýtt skipurit í kjölfar skipulagsbreytinga sem gildir frá og með deginum í dag. Markmið breytinganna er að setja þjónustu við viðskiptavini í forgrunn ásamt því að einfalda og skýra boðleiðir í rekstri félagsins. Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og vera öflugur bakhjarl viðskiptavina sinna við verðmætasköpun í landinu. Þær breytingar sem gerðar eru á skipuriti félagsins eru eftirfarandi: Nýtt svið, Viðskiptavinir, sem sameinar útleigu, húsumhyggju og viðskipta...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 20...

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 2025 The Interim Consolidated Financial Statements of Eik fasteignafélag hf. for the period 1 January to 30 June 2025 were approved by the Company’s Board of Directors and CEO on 13 August 2025. The main results are as follows: Income from operations amounted to ISK 5,998 million. Thereof, rental income amounted to ISK 5,219 million an increase of 8.5% from the same period last year. Operating income before fair value changes, sales gain and depreciation and amortization amounted to 3,693 million.Total comprehensive p...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins...

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 13. ágúst 2025. Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru: Rekstrartekjur námu 5.998 m.kr. Þar af námu leigutekjur 5.219 m.kr. og aukast um 8,5% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 3.693 m.kr.Heildarhagnaður nam 3.379 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.943 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 151.523 m.kr.Bókfært virði eig...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025...

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025 þann 13. ágúst - Kynningarfundur 14. ágúst Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 eftir lokun markaða miðvikudaginn 13. ágúst n.k. Kynningarfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins við Smáratorg 3, 18. hæð, 14. ágúst n.k. klukkan 8:30. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:00. Fundinum verður einnig streymt á netinu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch