EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025

Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 8. maí 2025.

Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru:

  • Rekstrartekjur námu 2.964 m.kr.
    • Þar af námu leigutekjur 2.589 m.kr. og aukast um 9,5% á milli ára.
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 1.817 m.kr.
  • Heildarhagnaður nam 1.366 m.kr.
  • Handbært fé frá rekstri nam 1.038 m.kr.
  • Bókfært virði fjárfestingareigna nam 147.606 m.kr.
  • Bókfært virði eigna til eigin nota nam 5.816 m.kr.
  • Matsbreyting fjárfestingareigna var 1.532 m.kr.
  • Handbært fé nam 5.444 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir námu 87.336 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall nam 33,6%.
  • Hagnaður á hlut var 0,4 kr.
  • Virðisútleiguhlutfall var 94,3%.
  • Vegnir verðtryggðir vextir námu 3,50%.
  • Vegnir óverðtryggðir vextir námu 7,67%.
  • Veðhlutfall (nettó vaxtaberandi skuldir / virði fasteigna, byggingarheimilda og lóða) nam 54,6%.

Meðfylgjandi er árshlutaskýrsla sem inniheldur árshlutareikning vegna fyrstu þriggja mánaða ársins ásamt ítarlegri upplýsingum um rekstur félagsins en fram koma í tilkynningunni.

Nýr forstjóri

Hreiðar Már Hermannsson tók við sem forstjóri félagsins af Garðari Hannesi Friðjónssyni í kjölfar aðalfundar þann 10. apríl síðastliðinn.

Rekstur félagsins

Sterkur vöxtur var í tekjum og EBITDA félagsins á fyrstu þremur mánuðum ársins og var reksturinn í takt við áætlun. Rekstrartekjur félagsins námu 2.964 m.kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 og jukust um 9,4% m.v. sama tímabil 2024. Þar af voru leigutekjur 2.589 m.kr. og var raunvöxtur um 4,7% á milli ára. Rekstrarkostnaður nam 1.147 m.kr.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 1.817 m.kr. samanborið við 1.700 m.kr. á sama tímabili árið áður og jókst um 6,9%. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 1.708 m.kr. og heildarhagnaður samstæðunnar á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 nam 1.366 m.kr.

NOI hlutfall (þ.e. rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir sem hlutfall af leigutekjum) nam 69,6% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 samanborið við 71,0% fyrir sama tímabil 2024.

Efnahagur félagsins

Heildareignir félagsins námu 160.890 m.kr. þann 31. mars 2025. Þar af eru fjárfestingareignir að virði 147.606 m.kr. og eignir til eigin nota námu 5.816 m.kr. Eigið fé félagsins nam 54.027 m.kr. í lok tímabilsins og var eiginfjárhlutfall 33,6%. Á aðalfundi félagsins þann 10. apríl 2025 var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2024 að fjárhæð um 3.393,4 m.kr. sem samþykkt var að greiddur yrði í tveimur greiðslum. Fyrri greiðslan að fjárhæð 1.696,7 m.kr. var greidd til hluthafa þann 23. apríl 2025 og seinni greiðslan að sömu fjárhæð verður greidd 8. október 2025. Staða eiginfjár þann 31. mars 2025 tekur ekki tillit til þeirra skuldbindinga.

Heildarskuldir félagsins námu 106.863 m.kr. þann 31. mars 2025. Þar af voru vaxtaberandi skuldir 87.336 m.kr. og tekjuskattsskuldbinding 14.492 m.kr. Veðhlutfall félagsins, þ.e. nettó staða vaxtaberandi skulda á móti virði fasteigna og byggingarheimilda var 54,6%. Félagið gaf út nýjan skuldabréfaflokk, EIK 150536, í byrjun febrúar. Flokkurinn ber 3,8% verðtryggða vexti og var selt fyrir 4.000 m.kr. í byrjun febrúar og 2.000 m.kr. í lok febrúar í þeim flokki. Heildarstærð flokksins eftir stækkun var því 6.000 m.kr. en hámarksstærð hans er 10.000 m.kr. Hluti af fjármögnuninni var nýttur í að greiða inn á óhagstæðari bankafjármögnun. Hlutfall verðtryggðra lána var tæplega 97,3% við lok fyrsta ársfjórðungs 2025.

Eignasafn félagsins

Félagið seldi Rauðarárstíg 27 í lok febrúar síðastliðinn og afhenti eignina við sömu tímamót. Fasteignin hafði að mestu leyti verið tóm síðan leigutaki fór úr eigninni síðastliðið sumar. Söluhagnaður fasteignarinnar nam um 42 m.kr.

Glerártorg á Akureyri hafði verið í óskuldbindandi tilboðsferli frá árslokum 2024, en í byrjun mars 2025 var tilkynnt að því tilboðsferli væri lokið þar sem ferlið skilaði ekki ásættanlegum árangri fyrir félagið. Mikil tækifæri liggja í eigninni og lóðinni í kring og mun félagið halda áfram að gera torgið að höfuðstað verslunar og þjónustu á Norðurlandi með frekari uppbyggingu ásamt fyrirhugaðri íbúðabyggð sem styður við svæðið.

Viðræður um kaup á Festingu hf. miðar áfram og ætla má að niðurstaða í því ferli fáist á öðrum ársfjórðungi. Gangi kaupin eftir stækkar fasteignasafn Eikar um rúmlega 43 þúsund fermetra.

Virðisútleiguhlutfall

Útleiga félagsins gekk vel á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 0,7% stig frá ármótum og var 94,3% í lok fjórðungsins.

Félagið skrifaði undir leigusamninga við nýja og núverandi leigutaka fyrir tæplega 6.700 fm. Þar má helst nefna leigusamning um alla 2. hæð Skeifunnar 8, stækkun leigutaka í Holtasmára 1, leigusamninga fyrir um 700 fm. í Smáratorgi 3 og um 500 fm. í Kvosinni. Þá fékk félagið tæplega 4.600 fm. til baka úr leigu í fjórðungnum.

Óbreyttar horfur

Horfur félagsins fyrir árið 2025 eru óbreyttar frá því sem birt var þann 5. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 spáir félagið því að rekstrartekjur félagsins verði á bilinu 12.055 – 12.545 m.kr. á föstu verðlagi m.v. vísitölu neysluverðs í janúar 2025. Þar af eru leigutekjur áætlaðar á bilinu 10.375 – 10.800 m.kr. og m.v. miðgildi spárinnar væntir félagið u.þ.b. 5% raunvexti leigutekna. Þá áætlar félagið að EBITDA ársins verði á bilinu 7.620 – 7.940 m.kr.

Markmið félagsins er að í árslok 2025 verði virðisútleiguhlutfall félagsins orðið 95% ásamt því að skrifað hafi verið undir samninga um 6.400 fermetra af þróunarfermetrum til viðbótar við þá 4.600 fm. þróunarfermetra sem nú þegar hefur verið skrifað undir. Gangi þær áætlanir eftir væntir félagið að á ársgrundvelli muni leigutekjur m.v. núverandi eignasafn hækka um 540 – 570 m.kr. m.v. framangreinda spá.

Skrifstofur félagsins flytjast í Turninn, Smáratorgi 3

Á næstu vikum mun félagið flytja skrifstofur sínar í Turninn, Smáratorgi 3. 

Kynningarfundur

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn föstudaginn 9. maí 2025 klukkan 8:30 á VOX Club á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Boðið verður upp á léttan morgunmat frá kl. 8.00. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu.

Fundinum verður einnig streymt á netinu og fer skráning á rafræna fundinn fram hér:

Eftir skráningu fá þátttakendur tölvupóst með nánari upplýsingum.

Markaðsaðilar geta sent spurningar fyrir fundinn á netfangið . Spurningum verður svarað að kynningu lokinni.

Breytt fjárhagsdagatal

Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:

Árshlutauppgjör 2. ársfjórðungs                     13. ágúst 2025

Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs                     29. október 2025

Stjórnendauppgjör 2025 og áætlun 2026       5. febrúar 2026

Ársuppgjör 2025                                             12. mars 2026

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Vakin er athygli á breyttum dagsetningum árshlutauppgjöra.

Nánari upplýsingar veita:

Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri, , s. 856-5907

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s. 820-8980

Viðhengi



EN
08/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the ...

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the first three months 2025 Condensed Interim Financial Statement of Eik fasteignafélag hf. the period 1. January to 31. March 2025 was approved by the Board of Directors and the CEO on 8th of May 2025 The main results from the Condensed Interim Financial Statements are as follows: Income from operations amounted to ISK 2,964 million Thereof, rental income amounted to ISK 2,589 million and has increased 9.5% between years. Operating profit before changes in fair value, sales gain and depreciation and amortization amount...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársin...

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025 Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 8. maí 2025. Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru: Rekstrartekjur námu 2.964 m.kr. Þar af námu leigutekjur 2.589 m.kr. og aukast um 9,5% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 1.817 m.kr.Heildarhagnaður nam 1.366 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.038 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 147.606 m.kr. Bókfært virði e...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025 Eik fasteignafélag hf. mun birta árshlutauppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 8. maí nk. Kynningarfundur verður haldinn á Vox Club á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 9. maí nk. klukkan 8:30. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:00. Fundinum verður einnig streymt á netinu og verður tengill vegna þess sendur út samhli...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Leiðrétting - niðurstöður aðalfundar 2025

Eik fasteignafélag hf.: Leiðrétting - niðurstöður aðalfundar 2025 Meðfylgjandi eru niðurstöður aðalfundar félagsins árið 2025 þar sem skýrt hefur verið undir lið 2. hver arður á hlut er. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025

Eik fasteignafélag hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025 Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf., sem haldinn var í dag fimmtudaginn 10. apríl 2025, kaus eftirtalda einstaklinga í stjórn félagsins: - Bjarni Kristján Þorvarðarson - Eyjólfur Árni Rafnsson - Guðrún Bergsteinsdóttir - Gunnar Þór Gíslason - Ragnheiður Harðar Harðardóttir Nýkjörin stjórn hefur haldið fund og skipt með sér verkum. Bjarni Kristján Þorvarðarson er formaður stjórnar. Á aðalfundinum voru samþykktar tillögur stjórnar eins og nánar greinir í viðhengi. Að auki fylgja með samþykktir félagsins og starfskjarastefna með þeim ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch