EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrstu sex mánuði ársins 2022

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrstu sex mánuði ársins 2022

  • Rekstrartekjur námu 4.691 m.kr.
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 3.075 m.kr.
  • Heildarhagnaður nam 5.754 m.kr.
  • Handbært fé frá rekstri nam 1.927 m.kr.
  • Bókfært virði fjárfestingareigna nam 115.611 m.kr.  
  • Bókfært virði eigna til eigin nota nam 4.156 m.kr. í lok tímabilsins.
  • Matsbreyting fjárfestingareigna var 7.981 m.kr.
  • Handbært fé nam 1.143 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir námu 67.147 m.kr. í lok tímabilsins.
  • Eiginfjárhlutfall nam 33,8%.
  • Hagnaður á hlut var 1,68 kr.
  • Virðisútleiguhlutfall var 94,5% í lok tímabilsins
  • Vegnir verðtryggðir vextir námu 3,03% í lok tímabilsins.
  • Vegnir óverðtryggðir vextir námu 5,74% í lok tímabilsins.

Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2022 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 25. ágúst 2022.

Meðfylgjandi er árshlutaskýrsla sem inniheldur árshlutareikning vegna fyrstu sex mánaða ársins ásamt ítarlegri upplýsingum um rekstur félagsins en fram koma í tilkynningunni.

Rekstur félagsins

Rekstur félagsins gekk vel á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 og var afkoman í takt við áætlanir stjórnenda félagsins. Rekstrartekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 námu 4.691 m.kr. Þar af voru leigutekjur 4.070 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 3.075 m.kr. og jókst um tæplega 14% á milli ára. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 7.196 m.kr. og heildarhagnaður samstæðunnar á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 nam 5.754 m.kr.

NOI hlutfall (þ.e. rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir sem hlutfall af leigutekjum) nam 73,9% á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 samanborið við 71,4% fyrir sama tímabil 2021.

Fjárfestingareignir félagsins eru metnar á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og stuðst er m.a. við núvirt framtíðarsjóðstreymi einstakra eigna. Breytingar á gangvirði eru færðar undir matsbreytingu fjárfestingareigna sem voru um 7.981 m.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins.

Efnahagur félagsins

Heildareignir félagsins námu 122.946 m.kr. þann 30. júní 2022. Þar af eru fjárfestingareignir að virði 115.611 m.kr. sem skiptast í fjárfestingareignir í útleigu að fjárhæð 111.970 m.kr., leigueignir 2.493 m.kr., fjárfestingareignir í þróun 709 m.kr., byggingarréttir og lóðir 448 m.kr. og fyrirframgreidd gatnagerðargjöld að fjárhæð 13 m.kr. Eignir til eigin nota námu 4.156 m.kr. og fasteignir í þróun 668 m.kr. Eigið fé félagsins nam 41.497 m.kr. í lok júní 2022 og var eiginfjárhlutfall 33,8%. Á aðalfundi félagsins þann 5. apríl 2022 var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2021 að fjárhæð 1.740 m.kr. sem var greiddur þann 28. apríl 2022.

Heildarskuldir félagsins námu 81.449 m.kr. þann 30. júní 2022, þar af voru vaxtaberandi skuldir 67.147 m.kr. og tekjuskattsskuldbinding 10.122 m.kr. 

Virðisútleiguhlutfall

Virðisútleiguhlutfall félagsins var 94,5% í lok tímabilsins en var 94,2% um áramótin.

Horfur

Verðbólga hefur verið mikil á fyrstu sex mánuðum ársins og eru spár um áframhaldandi háa verðbólgu út árið. Miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í september gerir félagið ráð fyrir að EBITDA ársins verði á bilinu 6.320-6.580 m.kr. á föstu verðlagi út árið.

Áhrif COVID-19

Áhrif COVID-19 á rekstur félagsins fara hratt dvínandi og voru lítil á öðrum ársfjórðungi. Félagið væntir þess að áhrifin verði minni á seinni helmingi þessa árs en þeim fyrri miðað við óbreytta stöðu faraldursins og telur að áhrifin hafi verið neikvæð um 40 - 45 m.kr. á EBITDA á fyrri helmingi ársins. Þá eru áhrif COVID-19 á virði fjárfestingareigna félagsins að mestu leyti horfin.

Eignasafn félagsins

Félagið fékk hluta af fasteigninni við Sóltún 24 afhentan í febrúar en eignin deilir lóð og bílakjallara með fasteign félagsins við Sóltún 26. Þá fékk félagið um 503 fm. iðnaðarrými í Skeifunni 5 afhent í júní og á nú helming eignarinnar. Einnig keypti félagið og fékk afhent í júní 145 fm. veitingarými í Pósthússtræti 2 og á alla eignina eftir kaupin. Félagið undirritaði samning um sölu á 500 fm. iðnaðarrými á Hjalteyrargötu 4 á Akureyri og verður eignin afhent þann 1. október næstkomandi. Bókfærður söluhagnaður verður um 74 m.kr. á þriðja ársfjórðungi. Þá hefur félagið fengið samþykkt kauptilboð í rúmlega 1.300 fm. lagerhúsnæði við Smiðshöfða 9 en unnið er að afléttingu fyrirvara.

Eins og fram kom í ársreikningi félagsins fyrir árið 2021 þá hefur leigutaki félagsins, sem leigir Höfðasel 2 og 4 á Akranesi, tilkynnt um nýtingu kaupréttar á eignunum og verða þær afhentar þann 30. september 2022. Söluverð er tengt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og verður bókfærður söluhagnaður í uppgjöri þriðja ársfjórðungs sem nemur mun á bókfærðu verði og söluverði. M.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í september 2022 nemur munurinn um það bil 285 m.kr.

Félagið vinnur að gerð kaupsamnings vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á fasteignafélögunum Lambhagavegur 23 ehf. og Laufskálar fasteignafélag ehf. og mun birta upplýsingar í Kauphöll þegar niðurstöður liggja fyrir.

Fasteignir innan samstæðunnar eru yfir 110 talsins og telja tæplega 314 þúsund útleigufermetra í rúmlega 600 leigueiningum. Heildarfjöldi leigutaka er yfir 400. Helstu fasteignir félagsins á höfuðborgarsvæðinu eru Borgartún 21 og 21a, Borgartún 26, Suðurlandsbraut 8 og 10, Mýrargata 2-16, Pósthússtræti 2 (Hótel 1919), Smáratorg 3 (Turninn), Smáratorg 1, Álfheimar 74 (Nýi Glæsibær), Grjótháls 1-3 og Austurstræti 5, 6, 7 og 17. Helsta fasteign félagsins utan höfuðborgarsvæðisins er Glerártorg. Stærstu leigutakar félagsins eru Húsasmiðjan, Flugleiðahótel, Ríkiseignir, Landsbankinn, Sýn, Össur, Míla, Deloitte, Síminn og VÍS.

Stærsti hluti fasteignasafns félagsins er skrifstofuhúsnæði eða 43%. Næst koma verslunarhúsnæði 25%, lagerhúsnæði 14%, hótel 7%, heilsutengt húsnæði 7% og veitinga- og skemmtistaðir 3%. Um 93% fasteigna félagsins eru á höfuðborgarsvæðinu, þar af 38% á fjármála- og viðskiptasvæði Reykjavíkur (aðallega innan póstnúmera 105 og 108), 17% í miðbæ Reykjavíkur og 19% í Smáranum - Mjódd. 7% eignasafnsins er á landsbyggðinni, þar af rúmlega 6% á Akureyri.

Kynningarfundur

Opinn kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 26. ágúst 2022 klukkan 8:30 í fundarsalnum Hlíðaberg á Hótel Kea, Akureyri. Boðið verður upp á léttan morgunmat frá kl 8:00. Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Fundurinn verður einnig á rafrænu formi.

Skráning á rafræna fundinn fer fram hér:

Eftir skráningu fá þátttakendur tölvupóst með nánari upplýsingum.

Breytt fjárhagsdagatal 2022

Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:

Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs 2022                                   27. október 2022

Stjórnendauppgjör 2022 og áætlun 2023                             6. febrúar 2023

Ársuppgjör 2022                                                                    28. febrúar 2023

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Vakin er athygli á breyttri dagsetningu ársuppgjörs 2022.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, , s. 590-2200

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s. 820-8980

Viðhengi



EN
25/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 20...

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 2025 The Interim Consolidated Financial Statements of Eik fasteignafélag hf. for the period 1 January to 30 June 2025 were approved by the Company’s Board of Directors and CEO on 13 August 2025. The main results are as follows: Income from operations amounted to ISK 5,998 million. Thereof, rental income amounted to ISK 5,219 million an increase of 8.5% from the same period last year. Operating income before fair value changes, sales gain and depreciation and amortization amounted to 3,693 million.Total comprehensive p...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins...

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 13. ágúst 2025. Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru: Rekstrartekjur námu 5.998 m.kr. Þar af námu leigutekjur 5.219 m.kr. og aukast um 8,5% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 3.693 m.kr.Heildarhagnaður nam 3.379 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.943 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 151.523 m.kr.Bókfært virði eig...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025...

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025 þann 13. ágúst - Kynningarfundur 14. ágúst Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 eftir lokun markaða miðvikudaginn 13. ágúst n.k. Kynningarfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins við Smáratorg 3, 18. hæð, 14. ágúst n.k. klukkan 8:30. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:00. Fundinum verður einnig streymt á netinu...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu ...

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu hlutafé í Festingu hf. Í dag hefur Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. en félagið tilkynnti þann 28. nóvember 2024 um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fasteignir Festingar á Íslandi eru um 43 þúsund fermetrar að stærð í 12 fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Ves...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch