EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrstu sex mánuði ársins 2022

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrstu sex mánuði ársins 2022

  • Rekstrartekjur námu 4.691 m.kr.
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 3.075 m.kr.
  • Heildarhagnaður nam 5.754 m.kr.
  • Handbært fé frá rekstri nam 1.927 m.kr.
  • Bókfært virði fjárfestingareigna nam 115.611 m.kr.  
  • Bókfært virði eigna til eigin nota nam 4.156 m.kr. í lok tímabilsins.
  • Matsbreyting fjárfestingareigna var 7.981 m.kr.
  • Handbært fé nam 1.143 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir námu 67.147 m.kr. í lok tímabilsins.
  • Eiginfjárhlutfall nam 33,8%.
  • Hagnaður á hlut var 1,68 kr.
  • Virðisútleiguhlutfall var 94,5% í lok tímabilsins
  • Vegnir verðtryggðir vextir námu 3,03% í lok tímabilsins.
  • Vegnir óverðtryggðir vextir námu 5,74% í lok tímabilsins.

Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2022 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 25. ágúst 2022.

Meðfylgjandi er árshlutaskýrsla sem inniheldur árshlutareikning vegna fyrstu sex mánaða ársins ásamt ítarlegri upplýsingum um rekstur félagsins en fram koma í tilkynningunni.

Rekstur félagsins

Rekstur félagsins gekk vel á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 og var afkoman í takt við áætlanir stjórnenda félagsins. Rekstrartekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 námu 4.691 m.kr. Þar af voru leigutekjur 4.070 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 3.075 m.kr. og jókst um tæplega 14% á milli ára. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 7.196 m.kr. og heildarhagnaður samstæðunnar á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 nam 5.754 m.kr.

NOI hlutfall (þ.e. rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir sem hlutfall af leigutekjum) nam 73,9% á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 samanborið við 71,4% fyrir sama tímabil 2021.

Fjárfestingareignir félagsins eru metnar á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og stuðst er m.a. við núvirt framtíðarsjóðstreymi einstakra eigna. Breytingar á gangvirði eru færðar undir matsbreytingu fjárfestingareigna sem voru um 7.981 m.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins.

Efnahagur félagsins

Heildareignir félagsins námu 122.946 m.kr. þann 30. júní 2022. Þar af eru fjárfestingareignir að virði 115.611 m.kr. sem skiptast í fjárfestingareignir í útleigu að fjárhæð 111.970 m.kr., leigueignir 2.493 m.kr., fjárfestingareignir í þróun 709 m.kr., byggingarréttir og lóðir 448 m.kr. og fyrirframgreidd gatnagerðargjöld að fjárhæð 13 m.kr. Eignir til eigin nota námu 4.156 m.kr. og fasteignir í þróun 668 m.kr. Eigið fé félagsins nam 41.497 m.kr. í lok júní 2022 og var eiginfjárhlutfall 33,8%. Á aðalfundi félagsins þann 5. apríl 2022 var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2021 að fjárhæð 1.740 m.kr. sem var greiddur þann 28. apríl 2022.

Heildarskuldir félagsins námu 81.449 m.kr. þann 30. júní 2022, þar af voru vaxtaberandi skuldir 67.147 m.kr. og tekjuskattsskuldbinding 10.122 m.kr. 

Virðisútleiguhlutfall

Virðisútleiguhlutfall félagsins var 94,5% í lok tímabilsins en var 94,2% um áramótin.

Horfur

Verðbólga hefur verið mikil á fyrstu sex mánuðum ársins og eru spár um áframhaldandi háa verðbólgu út árið. Miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í september gerir félagið ráð fyrir að EBITDA ársins verði á bilinu 6.320-6.580 m.kr. á föstu verðlagi út árið.

Áhrif COVID-19

Áhrif COVID-19 á rekstur félagsins fara hratt dvínandi og voru lítil á öðrum ársfjórðungi. Félagið væntir þess að áhrifin verði minni á seinni helmingi þessa árs en þeim fyrri miðað við óbreytta stöðu faraldursins og telur að áhrifin hafi verið neikvæð um 40 - 45 m.kr. á EBITDA á fyrri helmingi ársins. Þá eru áhrif COVID-19 á virði fjárfestingareigna félagsins að mestu leyti horfin.

Eignasafn félagsins

Félagið fékk hluta af fasteigninni við Sóltún 24 afhentan í febrúar en eignin deilir lóð og bílakjallara með fasteign félagsins við Sóltún 26. Þá fékk félagið um 503 fm. iðnaðarrými í Skeifunni 5 afhent í júní og á nú helming eignarinnar. Einnig keypti félagið og fékk afhent í júní 145 fm. veitingarými í Pósthússtræti 2 og á alla eignina eftir kaupin. Félagið undirritaði samning um sölu á 500 fm. iðnaðarrými á Hjalteyrargötu 4 á Akureyri og verður eignin afhent þann 1. október næstkomandi. Bókfærður söluhagnaður verður um 74 m.kr. á þriðja ársfjórðungi. Þá hefur félagið fengið samþykkt kauptilboð í rúmlega 1.300 fm. lagerhúsnæði við Smiðshöfða 9 en unnið er að afléttingu fyrirvara.

Eins og fram kom í ársreikningi félagsins fyrir árið 2021 þá hefur leigutaki félagsins, sem leigir Höfðasel 2 og 4 á Akranesi, tilkynnt um nýtingu kaupréttar á eignunum og verða þær afhentar þann 30. september 2022. Söluverð er tengt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og verður bókfærður söluhagnaður í uppgjöri þriðja ársfjórðungs sem nemur mun á bókfærðu verði og söluverði. M.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í september 2022 nemur munurinn um það bil 285 m.kr.

Félagið vinnur að gerð kaupsamnings vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á fasteignafélögunum Lambhagavegur 23 ehf. og Laufskálar fasteignafélag ehf. og mun birta upplýsingar í Kauphöll þegar niðurstöður liggja fyrir.

Fasteignir innan samstæðunnar eru yfir 110 talsins og telja tæplega 314 þúsund útleigufermetra í rúmlega 600 leigueiningum. Heildarfjöldi leigutaka er yfir 400. Helstu fasteignir félagsins á höfuðborgarsvæðinu eru Borgartún 21 og 21a, Borgartún 26, Suðurlandsbraut 8 og 10, Mýrargata 2-16, Pósthússtræti 2 (Hótel 1919), Smáratorg 3 (Turninn), Smáratorg 1, Álfheimar 74 (Nýi Glæsibær), Grjótháls 1-3 og Austurstræti 5, 6, 7 og 17. Helsta fasteign félagsins utan höfuðborgarsvæðisins er Glerártorg. Stærstu leigutakar félagsins eru Húsasmiðjan, Flugleiðahótel, Ríkiseignir, Landsbankinn, Sýn, Össur, Míla, Deloitte, Síminn og VÍS.

Stærsti hluti fasteignasafns félagsins er skrifstofuhúsnæði eða 43%. Næst koma verslunarhúsnæði 25%, lagerhúsnæði 14%, hótel 7%, heilsutengt húsnæði 7% og veitinga- og skemmtistaðir 3%. Um 93% fasteigna félagsins eru á höfuðborgarsvæðinu, þar af 38% á fjármála- og viðskiptasvæði Reykjavíkur (aðallega innan póstnúmera 105 og 108), 17% í miðbæ Reykjavíkur og 19% í Smáranum - Mjódd. 7% eignasafnsins er á landsbyggðinni, þar af rúmlega 6% á Akureyri.

Kynningarfundur

Opinn kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 26. ágúst 2022 klukkan 8:30 í fundarsalnum Hlíðaberg á Hótel Kea, Akureyri. Boðið verður upp á léttan morgunmat frá kl 8:00. Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Fundurinn verður einnig á rafrænu formi.

Skráning á rafræna fundinn fer fram hér:

Eftir skráningu fá þátttakendur tölvupóst með nánari upplýsingum.

Breytt fjárhagsdagatal 2022

Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:

Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs 2022                                   27. október 2022

Stjórnendauppgjör 2022 og áætlun 2023                             6. febrúar 2023

Ársuppgjör 2022                                                                    28. febrúar 2023

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Vakin er athygli á breyttri dagsetningu ársuppgjörs 2022.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, , s. 590-2200

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s. 820-8980

Viðhengi



EN
25/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Kviku...

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Kviku banka Eik fasteignafélag hf. (Eik) hefur endurnýjað samning sinn við Kviku banka hf. (Kvika) um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland (Kauphöllin). Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf Eikar í því skyni að markaðsverð skapist á þeim og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. Kaup- og sölutilboð skulu vera að lágmarki 1.000.000 hlutir að nafnvirði á gengi sem Kvika ákveður hverju sinni. Tilboðin skulu lögð fram í tveimur hlutum. Annars ...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Arion...

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Arion banka Eik fasteignafélag hf. (Eik) hefur endurnýjað samning sinn við Arion banka hf. (Arion) um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland (Kauphöll). Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf Eikar í því skyni að markaðsverð skapist á þeim og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. Kaup- og sölutilboð skulu vera að lágmarki 1.000.000 hlutir að nafnvirði á gengi sem Arion ákveður hverju sinni. Tilboðin skulu lögð fram í tveimur hlutum. Annars ve...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Fjárhagsdagatal 2026

Eik fasteignafélag hf.: Fjárhagsdagatal 2026 Eik fasteignafélag hf. stefnir að birtingu árs- og árshlutauppgjöra ásamt aðalfundi á eftirfarandi dagsetningum: 5. febrúar 2026 – Stjórnendauppgjör 2025 og áætlun 2026 12. mars 2026 – Ársuppgjör, ársskýrsla og sjálfbærniskýrsla 2025 16. apríl 2026 – Aðalfundur 2026 7. maí 2026 – 1. ársfjórðungur 2026 18. ágúst 2026 – 2. ársfjórðungur 2026 5. nóvember 2026 – 3. ársfjórðungur 2026 4. febrúar 2027 – Stjórnendauppgjör 2026 og áætlun 2027 5. mars 2027 – Ársuppgjör, ársskýrsla og sjálfbærniskýrsla 2026 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér ...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf: Skráning skuldabréfaflokksins EIK 150536

Eik fasteignafélag hf: Skráning skuldabréfaflokksins EIK 150536 Eik fasteignafélag hf. hefur birt lýsingu dagsetta 27. nóvember 2025. Lýsingin samanstendur af tveimur aðskildum skjölum, útgefandalýsingu og verðbréfalýsingu, og er birt í tengslum við umsókn útgefanda um að skuldabréf í flokknum EIK 150536 verði tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland. Lýsingin hefur verið staðfest af fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. BBA Fjeldco og Arctica Finance höfðu umsjón með því ferli að fá lýsinguna staðfesta hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og töku skuldabréfaflokksins til viðskipta. Lýsing...

Eik Fasteignafelag hf: 1 director

A director at Eik Fasteignafelag hf bought 16,184,400 shares at 13.743ISK and the significance rating of the trade was 100/100. Is that information sufficient for you to make an investment decision? This report gives details of those trades and adds context and analysis to them such that you can judge whether these trading decisions are ones worth following. Included in the report is a detailed share price chart which plots discretionary trades by all the company's directors over the last two ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch