EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Ársreikningur 2024

Eik fasteignafélag hf.: Ársreikningur 2024

Helstu niðurstöður úr ársreikningi félagsins vegna ársins 2024 eru:

  • Rekstrartekjur námu 11.495 m.kr.
    • Þar af námu leigutekjur 9.896 m.kr.
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 7.341 m.kr.
  • Heildarhagnaður nam 6.477 m.kr.
  • Handbært fé frá rekstri nam 4.875 m.kr.
  • Bókfært virði fjárfestingareigna nam 145.471 m.kr.
  • Bókfært virði eigna til eigin nota nam 5.852 m.kr.
  • Matsbreyting fjárfestingareigna var 7.327 m.kr.
  • Handbært fé nam 3.594 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir námu 85.098 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall nam 33,7%.
  • Hagnaður á hlut var 1,9 kr.
  • Virðisútleiguhlutfall var 93,6%.
  • Vegnir verðtryggðir vextir námu 3,59%.
  • Vegnir óverðtryggðir vextir námu 7,67%.
  • Veðhlutfall (nettó vaxtaberandi skuldir / virði fasteigna, byggingarheimilda og lóða) nam 54,9%.
  • Stjórn leggur til að greiddur verði út 3.393,4 m.kr. arður.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri:

„Áskoranir í eignasafni félagsins er varðar lok stórra leigusamninga síðustu misseri hefur gefið félaginu tækifæri til að þróa fasteignir félagsins að þörfum nýrra viðskiptavina ásamt því að auka svigrúm til frekari uppbyggingar leigutekna. Markmið um uppbyggingu leigutekna hingað til hefur náðst og endurspeglast áfram í áætlun ársins 2025, sem gerir ráð fyrir um 5% raunvexti leigutekna og um 4,5% raunvexti rekstrarhagnaðar (EBITDA) leiðréttan fyrir einskiptiliðum, byggt að mestu leiti á þegar gerðum leigusamningum og nánast óbreyttu eignasafni. Fyrirséð er áframhaldandi uppbygging á þessu ári sem getur skilað félaginu á milli 540 og 570 millljónum króna á ársgrundvelli, þ.e. þegar 95% virðisútleiguhlutfalli hefur verið náð og 6.400 þróunarfermetrar hafa verið leigðir út, en þessar leigutekjur ættu að skila sér beint inn í rekstrarhagnað. Að þessu sögðu má jafnframt benda á að uppbyggingunni er hvergi nærri lokið. Auk áðurnefndra 6.400 þróunarfermetra, er félagið með um 13.000 fermetra til viðbótar í þróun, auk þess sem veruleg tækifæri felast í byggingarheimildum félagsins.“

Ársreikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir árið 2024 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 13. febrúar 2025. Félagið hefur gefið út ársskýrslu, sem hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um félagið og rekstur þess á árinu 2024 ásamt ársreikningi. Ársskýrslan er meðfylgjandi þessari tilkynningu en hana má einnig finna á heimasíðu félagsins, Sjálfbærniskýrsla félagsins er einnig aðgengileg á heimasíðu þess.

Rekstur félagsins

Þrátt fyrir að yfirtökur hafi sett svip sinn á starfsemi félagsins á árinu var reksturinn í takt við uppfærðar áætlanir félagsins. Rekstrartekjur félagsins námu 11.495 m.kr. á árinu 2024. Þar af voru leigutekjur 9.896 m.kr. Rekstrarkostnaður nam 4.154 m.kr., þar af voru einskiptiliðir um 13 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 7.341 m.kr. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 8.124 m.kr. og heildarhagnaður samstæðunnar á árinu 2024 nam 6.477 m.kr.

NOI hlutfall (þ.e. rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir leiðrétt fyrir einskiptistekjum og -kostnaðisem hlutfall af leigutekjum) nam 72,4% á árinu 2024 samanborið við 73,9% árið áður.

Efnahagur félagsins

Heildareignir félagsins námu 156.250 m.kr. þann 31. desember 2024. Þar af eru fjárfestingareignir að virði 145.471 m.kr. og eignir til eigin nota námu 5.852 m.kr. Eigið fé félagsins nam 52.661 m.kr. í lok tímabilsins og var eiginfjárhlutfall 33,7%. Á aðalfundi félagsins þann 11. apríl 2024 var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2023 að fjárhæð 2.540 m.kr. og var hann greiddur þann 30. apríl 2024.

Heildarskuldir félagsins námu 103.589 m.kr. þann 31. desember 2024. Þar af voru vaxtaberandi skuldir 85.098 m.kr. og tekjuskattsskuldbinding 14.151 m.kr. Veðhlutfall félagsins (nettó vaxtaberandi skuldir / virði fasteigna, byggingarheimilda og lóða) var 54,9%.

Eignasafn félagsins

Félagið fjárfesti mikið í núverandi fasteignum á árinu. Helstu fjárfestingar ársins voru áframhaldandi framkvæmdir á Smáratorgi 3, endurbætur og standsetningar á nýjum verslunum á Eyravegi 42 og standsetning skrifstofurýma fyrir nýja leigutaka í Kvosinni. Þá keypti félagið Réttarheiði 45 í Hveragerði, en þar er verið að byggja viðbyggingu við leikskóla.

Nánari umfjöllun um eignasafn félagsins má finna í meðfylgjandi ársskýrslu.

Tillaga um arðgreiðslu

Tillaga stjórnar er að 3.393,4 m.kr. verði greiddar í arð til hluthafa fyrir rekstrarárið samkvæmt arðgreiðslustefnu félagsins og að teknu tillitili til endurkaupa á eigin bréfum sem námu um 299 m.kr. á árinu 2024. Lagt verður til við hluthafafund að arðgreiðslan verði greidd í tveimur jöfnum greiðslum. Nánari upplýsingar um tillöguna sem lögð verður fyrir hluthafa á aðalfundi félagsins, sem fyrirhugaður er þann 10. apríl nk. verða í fundarboði aðalfundar

Horfur

Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 spáir félagið því að rekstrartekjur félagsins verði á bilinu 12.055 – 12.545 m.kr. á föstu verðlagi m.v. vísitölu neysluverðs í janúar 2025. Þar af eru leigutekjur áætlaðar á bilinu 10.375 – 10.800 m.kr. og m.v. miðgildi spárinnar væntir félagið u.þ.b. 5% raunvexti leigutekna. Þá áætlar félagið að EBITDA ársins verði á bilinu 7.620 – 7.940 m.kr.

Markmið félagsins er að í árslok 2025 verði virðisútleiguhlutfall félagsins orðið 95% ásamt því að skrifað hafi verið undir samninga um 6.400 fermetra af þróunarfermetrum til viðbótar við þá 4.600 fm. þróunarfermetra sem nú þegar hefur verið skrifað undir.  Gangi þær áætlanir eftir væntir félagið að á ársgrundvelli muni leigutekjur hækka um 540 – 570 m.kr. m.v. framangreinda spá.

Nánari umfjöllun um fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2025 sem og umfjöllun um leigutekjur þess má finna í meðfylgjandi ársskýrslu.

Rafrænn kynningarfundur

Rafrænn kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 14. febrúar 2025 klukkan 8:30. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu.

Skráning á fundinn fer fram hér:

Eftir skráningu fá þátttakendur tölvupóst með nánari upplýsingum.

Markaðsaðilar geta sent spurningar fyrir eða á fundinum á netfangið . Stjórnendur hvetja markaðsaðila að senda inn spurningar fyrir fundinn til að hægt sé að undirbúa svör, sé þess þörf. Spurningum verður svarað að kynningu lokinni.

Fjárhagsdagatal

Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:

Aðalfundur 2025                                 10. apríl 2025

Árshlutauppgjör 1. ársfjórðungs          2. maí 2025

Árshlutauppgjör 2. ársfjórðungs          15. ágúst 2025

Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs          31. október 2025

Stjórnendauppgjör og áætlun 5. febrúar 2026

Ársuppgjör 2025                                 12. mars 2026

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, , s. 590-2200

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s. 820-8980

Viðhengi



EN
13/02/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu ...

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu hlutafé í Festingu hf. Í dag hefur Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. en félagið tilkynnti þann 28. nóvember 2024 um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fasteignir Festingar á Íslandi eru um 43 þúsund fermetrar að stærð í 12 fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Ves...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár Lækkun hlutafjár Eikar fasteignafélags hf. um 21.663.435 kr. að nafnverði hefur verið skráð í fyrirtækjaskrá. Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins úr 3.423.868.435 kr. að nafnverði í 3.402.200.000 kr. að nafnverði. Lækkunin tekur eingöngu til eigin hluta félagsins sem það eignaðist á árinu 2024 með kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun á grundvelli heimildar aðalfundar sem var samþykkt á aðalfundi 11. apríl 2024. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir e...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the ...

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the first three months 2025 Condensed Interim Financial Statement of Eik fasteignafélag hf. the period 1. January to 31. March 2025 was approved by the Board of Directors and the CEO on 8th of May 2025 The main results from the Condensed Interim Financial Statements are as follows: Income from operations amounted to ISK 2,964 million Thereof, rental income amounted to ISK 2,589 million and has increased 9.5% between years. Operating profit before changes in fair value, sales gain and depreciation and amortization amount...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársin...

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025 Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 8. maí 2025. Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru: Rekstrartekjur námu 2.964 m.kr. Þar af námu leigutekjur 2.589 m.kr. og aukast um 9,5% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 1.817 m.kr.Heildarhagnaður nam 1.366 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.038 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 147.606 m.kr. Bókfært virði e...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025 Eik fasteignafélag hf. mun birta árshlutauppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 8. maí nk. Kynningarfundur verður haldinn á Vox Club á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 9. maí nk. klukkan 8:30. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:00. Fundinum verður einnig streymt á netinu og verður tengill vegna þess sendur út samhli...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch