Eik fasteignafélag hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 050726
Eik fasteignafélag hf. hefur nú lokið stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 050726. Skuldabréfin eru með lokagjalddaga þann 5. júlí 2026 og bera fasta 2,712% verðtryggða vexti.
Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.000 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,25%. Heildarstærð flokksins verður því í kjölfar stækkunarinnar 4.180 milljónir króna.
Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þann 8. júlí næstkomandi og verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta í framhaldinu samhliða birtingu á nýrri viðbótarlýsingu vegna þessarar stækkunar.
Íslandsbanki hafði umsjón með viðskiptunum og stækkun skuldabréfaflokksins.
Nánari upplýsingar veitir:
Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s: 590-2209 / 820-8980