EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Útboð á ytri endurskoðun

Eik fasteignafélag hf.: Útboð á ytri endurskoðun

Eik fasteignafélag hf. óskar eftir tilboðum í ytri endurskoðun fyrir samstæðu félagsins og félög innan samstæðunnar vegna fjárhagsársins 2023.

Útboðið er opið en til að bjóðendur komi til greina sem ytri endurskoðendur Eikar fasteignafélags hf. þurfa þeir að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Endurskoðunarfyrirtæki skal hafa starfsleyfi samkvæmt 4. gr. laga nr. 94/2019 um endurskoðendur, hafa starfsstöð á Íslandi auk þess að vera aðili að alþjóðlegu tengslaneti
  • Endurskoðað skal í samræmi við Alþjóðlega endurskoðunarstaðla
  • Endurskoðunarfyrirtækið skal fylgja Alþjóðlegum gæðastaðli ISQC 1 og siðareglum gefnum út af IESBA
  • Endurskoðunarfyrirtækið skal vera óháð Eik fasteignafélagi og dótturfélögum
  • Kostur ef endurskoðunarfyrirtæki hefur formlega sjálfbærnistefnu og gefur út sjálfbærniskýrslu
  • Endurskoðunarfyrirtæki skal hafa yfir að ráða starfsfólki sem hefur næga þekkingu og reynslu til að sinna verkefninu, þ. á m. sérfræðingi í mati á virði fjárfestingareigna

Tilkynna þarf um þátttöku eigi síðar en kl. 16:00 þann 26. október 2022, með því að fylla út og undirrita tilkynningarblað og senda það á netfangið . Strax og farið hefur verið yfir tilkynningarblaðið, og meðfylgjandi gögn, verður þeim sem uppfylla framangreind skilyrði veittur aðgangur að útboðslýsingu og frekari gögnum um verkefnið, eins og við á. Undirrituð skal viðhengd trúnaðaryfirlýsing vegna útboðsgagna.

Vakin er athygli á því að fundur er fyrirhugaður með bjóðendum 1. nóvember 2022. Tilboðum skal skilað inn fyrir kl. 16:00 þann 10. nóvember 2022 og tilboð verða opnuð kl. 11:00 þann 11. nóvember 2022. Nánari upplýsingar um tímalínuna er að finna í útboðslýsingu.

Endurskoðunarnefnd Eikar fasteignafélags hf.

Viðhengi



EN
20/10/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Leiðrétting - niðurstöður aðalfundar 2025

Eik fasteignafélag hf.: Leiðrétting - niðurstöður aðalfundar 2025 Meðfylgjandi eru niðurstöður aðalfundar félagsins árið 2025 þar sem skýrt hefur verið undir lið 2. hver arður á hlut er. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025

Eik fasteignafélag hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025 Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf., sem haldinn var í dag fimmtudaginn 10. apríl 2025, kaus eftirtalda einstaklinga í stjórn félagsins: - Bjarni Kristján Þorvarðarson - Eyjólfur Árni Rafnsson - Guðrún Bergsteinsdóttir - Gunnar Þór Gíslason - Ragnheiður Harðar Harðardóttir Nýkjörin stjórn hefur haldið fund og skipt með sér verkum. Bjarni Kristján Þorvarðarson er formaður stjórnar. Á aðalfundinum voru samþykktar tillögur stjórnar eins og nánar greinir í viðhengi. Að auki fylgja með samþykktir félagsins og starfskjarastefna með þeim ...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti nákomins aðila stjórnanda

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti nákomins aðila stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Skráning á aðalfund félagsins lýkur í dag

Eik fasteignafélag hf.: Skráning á aðalfund félagsins lýkur í dag Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn kl. 14:00 á morgun, fimmtudaginn 10. apríl 2025, að Sjálandi, Ránargrund 4, 210 Garðabæ, en atkvæðagreiðslur á fundinum verða einungis rafrænar og því eru hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að taka þátt í fundinum minntir á að skrá sig tímanlega á heimasíðunni  og ekki seinna en kl. 16:00 í dag, miðvikudaginn 9. apríl 2025. Aðstoð við skráningu á aðalfundinn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á 

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Framboð í tilnefningarnefnd 2025. Skráning á a...

Eik fasteignafélag hf.: Framboð í tilnefningarnefnd 2025. Skráning á aðalfund. Eftirtalin hafa boðið sig fram í tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags hf., en framboðsfrestur rann út 5. apríl 2025: - Anton Reynir Hafdísarson - Áslaug Eva Björnsdóttir - Íris Björk Hreinsdóttir - Sigurður Ólafsson Samþykktir félagsins gera ráð fyrir að tveir nefndarmenn séu kjörnir af hluthöfum. Stjórn tilnefndi Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur að loknum aðalfundi 2024 í tilnefningarnefnd til tveggja ára. Nánari upplýsingar um frambjóðendur eru í viðhengi. Fundurinn verður haldinn kl. 14:00 fimmtudaginn 10. ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch