EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Eik fasteignafélag hf.: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. veitti þann 11. apríl 2024 stjórn félagsins heimild til þess að kaupa eigin hluti sem nemur allt að 10% af heildarhlutafé félagsins, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur á grundvelli framangreindrar heimildar, sbr. kauphallartilkynningu félagsins þann 15. ágúst 2024, tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Eikar fasteignafélags er 3.423.863.435 hlutir og eru 8.800.000 hlutir í eigu félagsins við upphaf endurkaupaáætlunarinnar.

Endurkaupin nú munu að hámarki nema 300 milljónum króna að kaupverði og mun áætlunin vera í gildi þar til framangreindu viðmiði er náð, en þó aldrei lengur en til 31. janúar 2025. Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 1.361.284 hlutir sem jafngildir 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands í október 2024.

Arctica Finance hf. mun framkvæma endurkaupaáætlunina fyrir hönd félagsins. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram. 

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s. 820-8980



EN
28/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstök...

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstökum skilyrðum EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 PricewaterhouseCoopers ehf. („PwC“) hefur staðfest að skuldabréfaflokkarnir EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 standast öll fjárhagsleg- og tryggingarleg skilyrði skuldabréfaflokkanna miðað við dagsetninguna 30.6.2025. Sem eftirlitsaðili skuldabréfaflokkanna hefur PwC m.a. það hlutverk að kanna og staðfesta sjálfstæða útreikninga út...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn Eik fasteignafélag hf. hefur tekið upp nýtt skipurit í kjölfar skipulagsbreytinga sem gildir frá og með deginum í dag. Markmið breytinganna er að setja þjónustu við viðskiptavini í forgrunn ásamt því að einfalda og skýra boðleiðir í rekstri félagsins. Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og vera öflugur bakhjarl viðskiptavina sinna við verðmætasköpun í landinu. Þær breytingar sem gerðar eru á skipuriti félagsins eru eftirfarandi: Nýtt svið, Viðskiptavinir, sem sameinar útleigu, húsumhyggju og viðskipta...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 20...

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 2025 The Interim Consolidated Financial Statements of Eik fasteignafélag hf. for the period 1 January to 30 June 2025 were approved by the Company’s Board of Directors and CEO on 13 August 2025. The main results are as follows: Income from operations amounted to ISK 5,998 million. Thereof, rental income amounted to ISK 5,219 million an increase of 8.5% from the same period last year. Operating income before fair value changes, sales gain and depreciation and amortization amounted to 3,693 million.Total comprehensive p...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins...

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 13. ágúst 2025. Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru: Rekstrartekjur námu 5.998 m.kr. Þar af námu leigutekjur 5.219 m.kr. og aukast um 8,5% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 3.693 m.kr.Heildarhagnaður nam 3.379 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.943 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 151.523 m.kr.Bókfært virði eig...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025...

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025 þann 13. ágúst - Kynningarfundur 14. ágúst Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 eftir lokun markaða miðvikudaginn 13. ágúst n.k. Kynningarfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins við Smáratorg 3, 18. hæð, 14. ágúst n.k. klukkan 8:30. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:00. Fundinum verður einnig streymt á netinu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch