FLY PLAY HF

Correction: Fly Play hf.: 62 þúsund farþegar, 77% sætanýting og sölumet slegið í janúar

Correction: Fly Play hf.: 62 þúsund farþegar, 77% sætanýting og sölumet slegið í janúar

62 þúsund farþegar, 77% sætanýting og sölumet slegið í janúar

PLAY flutti 61.798 farþega í janúar sem er fimmfalt á við farþegafjölda á sama tíma á síðasta ári. Sætanýting var 76,8%. Þessar tölur eru mjög ásættanlegar fyrir janúarmánuð í fluggeiranum og ótvíræður vitnisburður um skilvirkt leiðakerfi og góðan árangur í sölu- og markaðsmálum.

Flugferðir til Tenerife nutu sérstaklega mikilla vinsælda í mánuðinum með meira en 90% sætanýtingu. Sætanýting til Parísar var svipað góð.

31% af farþegum PLAY í janúar ferðuðust frá Íslandi, 37% til Íslands og 32% voru tengifarþegar.

Bókunarstaða í janúar var feiknasterk og sölumet var slegið í mánuðinum.

Stundvísi PLAY í janúar var 84,3% sem er mjög góður árangur í ljósi krefjandi veðuraðstæðna á Íslandi í mánuðinum.

Frábærar viðtökur í Kanada

PLAY hóf miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada þann 10. janúar síðastliðinn. Viðtökurnar fóru verulega fram úr væntingum og miðasalan fór sérstaklega vel af stað. Óhætt að segja að þessi viðbót við leiðakerfið hafi verið rökrétt næsta skref. Áætlunarflug til Toronto hefst þann 22. júní en flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. Þetta er fimmti áfangastaður PLAY í Norður-Ameríku. Boðið verður upp á frábærar tengingar við 15 áfangastaði PLAY í Evrópu.

„Farþegatölurnar í janúar voru góðar og nýtingin vel ásættanleg þrátt fyrir að eftirspurn sé almennt með lægsta móti í janúar. Við nýttum sveigjanleika leiðakerfisins og aðlöguðum tíðni flugleggja til að lágmarka kostnað á þessum lágannatíma í flugrekstri. Bókunarstaðan í janúar var feiknasterk sem er til marks um gott ár fram undan. Við verðum með næstum því 77% meira framboð í sumar miðað við síðasta sumar og fáum fjórar nýjar flugvélar. Þá bjóðum við 200 nýja starfsmenn velkomna um borð en það er sannur heiður að fá að fylgjast með PLAY teyminu stækka og styrkjast,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri.  

Viðhengi



EN
07/02/2023

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafund...

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Hjálagt er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Fly Play hf. 15. ágúst næstkomandi.   Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Business plan on track by focusing on leisure routes, profit-driven network planning, and securing long-term ACMI agreements. Strong operations in Q2, with higher TRASK and lower adjusted CASK, though adverse FX movements and maintenance delay costs impacted results. Cash at the end of Q2 stood at USD 11.9 million, including restricted cash. PLAY has secured subscription commitments totalling USD 20 million (ISK 2.4 billion), expected to be finalised by mid-August, strengthening the company’s financial p...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Innleiðing nýs viðskiptalíkans er á áætlun þar sem lögð er áhersla á sólarlandaáfangastaði, arðbærar flugleiðir og langtíma leiguverkefni fyrir hluta flotans. Heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (TRASK) voru hærri og kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) sömuleiðis lægri á örðum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Það náðist þrátt fyrir neikvæð gengisáhrif og tafa vegna viðhalds á einni af þotum félagsins. Handbært fé í lok annars ársfjórðungs nam 11,9 milljón...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network PLAY carried 124,587 passengers in July 2025, compared to 187,835 passengers in July 2024. The decrease in passenger numbers year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor reached 90.3%, a notable improvement from 88.4% in July 2024. This reflects strong demand and efficient capacity management, particularly impressive giv...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch