HAMP Hampidjan Ltd

Hampiðjan – Ársreikningur 2019

Hampiðjan – Ársreikningur 2019

Lykilstærðir

Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.

             

  • Rekstrartekjur voru 161.8 m€ (152,9m€).
  • EBITDA af reglulegri starfsemi var 24,0 m€ (20,5 m€).  
  • Hagnaður tímabilsins nam 13,4 m€ (11,6  m€.)
  • Heildareignir voru 228,4 m€ (213,4 m€ í lok 2018).
  • Vaxtaberandi skuldir voru 81,8 m€ (73,9  m€ í lok 2018).
  • Eiginfjárhlutfall var 52,3% (51,5% í lok 2018).
  • Meðalfjöldi starfsmanna á árinu var 1.126 en var 1.099  árið þar á undan.

Rekstur

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 161,8 m€ og jukust um 6% frá fyrra ári.  

EBITDA félagsins hækkaði um 17,2% á milli ára eða úr 20,5  m€ á árinu 2018 í 24,0 m€ á árinu 2019. EBITDA ársins án áhrifa af innleiðingu IFRS 16 nam 22,8 m€.

Hagnaður ársins var 13,4 m€ en var 11,6 m€ á árinu 2018 og nemur hækkun á hagnaði samstæðunnar því um 16% á milli ára. Áhrif IFRS 16 á hagnað samstæðunnar eru óveruleg.

Efnahagur

Heildareignir voru 228,4 m€  og hafa hækkað úr 213,4 m€ frá árslokum 2018. Hækkun á heildareignum vegna innleiðingar IFRS 16 nemur tæpum 6,8 m€.

Eigið fé nam 119,4 m€, en af þeirri upphæð eru 12,0 m€ hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. 

Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok tímabilsins 52,3% af heildareignum samstæðunnar samanborið við 51,5% í árslok 2018.

Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 81,8 m€ samanborið við 73,9 m€ í ársbyrjun. Hluti vaxtaberandi skulda í árslok vegna upptöku IFRS nemur tæpum 7,0 m€.    

Helstu tölur í íslenskum krónum

Miðað við meðalgengi krónunnar gagnvart evru á árinu 2019 þá er velta samstæðunnar um 22,2 milljarðar,  EBITDA 3,3 milljarðar og hagnaður 1,8 milljarðar.  Miðað við gengi krónunnar gagnvart evru í lok árs 2019 þá eru heildareignir 31,0 milljarðar, skuldir 14,8 milljarðar og eigið fé 16,2 milljarðar.

Aðalfundur

Aðalfundur Hampiðjunnar verður haldinn föstudaginn 27. mars 2020 í fundarsal félagsins að Skarfagörðum 4 í Reykjavík og hefst fundurinn klukkan 16:00.

Tillaga stjórnar um arðgreiðslu

Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2020 vegna rekstrarársins 2019 verði greidd 1,15 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 563 milljónir ISK.  Arðurinn verði greiddur í viku 23.  Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 27. mars 2020, þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum 31. mars.  Arðleysisdagurinn er 30. mars.

Samþykkt ársreiknings

Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Hampiðjunnar hf. þann 12. mars 2020. Ársreikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS – International Financial Reporting Standards) og hefur verið endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.

Ársreikningurinn er aðgengilegur á heimasíðu Hampiðjunnar hf.,  .

Hjörtur Erlendsson, forstjóri:

”Árið 2019 var hagstætt fyrir samstæðu Hampiðjunnar og jókst salan frá árinu á undan um tæp 6%.  Aukningin er bæði tilkomin vegna innri og ytri vaxtar og þannig skiluðu kaupin á Tor-Net í Las Palmas árið 2018 um 19% söluaukningarinnar á síðasta ári en 81% má rekja til innri vaxtar. 

Samlegðaráhrif vegna kaupa á fyrirtækjum undanfarin ár skilaði sér á liðnu ári eins og áætlað var og EBITDA hlutfallið hækkaði úr 13,4% í 14,8%.   Enn er umtalsverða samlegð að sækja innan samstæðunnar og markvisst verður unnið að því að nýta þá möguleika í ár og á komandi árum.

Efnahagsreikningurinn hækkaði um 7% á milli ára og þar er fyrst og fremst um að ræða fjárfestingar í byggingum og framleiðslutækjum ásamt innleiðingu á nýjum reikningsskilastaðli. 

Starfsmönnum Hampiðjunnar fjölgaði áfram á síðasta ári og voru þeir að meðaltali 1.126  talsins en árið á undan var starfsmannafjöldinn 1.099.  Af þessum fjölda eru einungis 76 starfsmenn á Íslandi og fækkaði þeim um 6 frá fyrra ári.

Í byrjun þessa árs var tekið í notkun nýtt og afar tæknilega fullkomið netaverkstæði í Neskaupstað fyrir botntroll, flottroll og nætur og þetta nýja netaverkstæði mun gera okkur kleift að sinna fiskiskipaflotanum á Austfjörðum með miklum sóma ásamt þeim erlendu skipum sem landa afla af og til fyrir austan.

Í Færeyjum hefur verið unnið að því að stækka fiskeldisþjónustuna í Norðskála og á næstu vikum verður tekin í notkun nýr 1.500 m2 vinnusalur með öflugum vélbúnaði til sinna viðhaldi á fiskeldiskvíum ásamt bættri aðstöðu fyrir starfsmenn.

Í N-Noregi hefur einnig verið unnið að stækkun fiskeldisþjónustunnar í Finnsnes og Målselv og þar er verið að útbúa tvær byggingar sem eru samtals um 4.500 m2 fyrir viðhald og viðgerðir á fiskeldiskvíum.

Einnig hefur verið byggt í Danmörku við netaverkstæðið í Strandby á Jótlandi og þar er risin 1.200 m2 viðbótarbygging sem stækkar netaverkstæðið umtalsvert og eykur lagerpláss.

Nýfjárfestingar í framleiðslutækjum í framleiðslueiningu samstæðunnar Hampidjan Baltic í Litháen, til að mæta aukinni efnisþörf fyrirtækja samstæðunnar í veiðarfæraefnum, hafa gengið vel og eru á lokastigi.  Fjárfest var í mjög tæknilega fullkominni þráðaframleiðslulínu til að framleiða polyethylenþræði til viðbótar við þær þráðavélar sem fyrir eru ásamt fleiri fléttivélum til að framleiða netagarn ásamt netahnýtingavélum.  Einnig hefur kaðlafléttivélum fyrir ofurtóg verið fjölgað ásamt vélum og búnaði til að framleiða hnútalaust net fyrir fiskeldi.

Fyrir nokkrum vikum var gengið frá kaupum á tveim fyrirtækjum í Skotlandi, Jackson Trawl og Jackson Offshore. Með þeim kaupum fær samstæðan sterka stöðu í Bretlandi og tryggir stöðu sína óháð því hvernig samningar um fiskveiðiréttindi fara milli Bretlands og Evrópubandalagsins.

Stöðug vöruþróun er og hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi Hampiðjunnar og á síðasta ári kynntum við fjölmargar nýjungar í köðlum og netum úr ofurefnum og sem eru mun hagkvæmari í notkun fyrir sjávarútveginn.

Einnig kynntum við á síðasta ári nýjasta vöruþróunarverkefnið okkar en það er ljósleiðarakapall með þrem ljósleiðurum með nær ótakmarkaðri flutningsgetu.  Kapallinn sem ber nafnið DynIce Optical Data er fyrst og fremst ætlaður fyrir gagnaflutning frá trolli upp í brú og opnar hann fyrir möguleika á lifandi myndum frá trollinu ásamt tengingum við ýmsa nema og fjölgeislamæla.  Það er trú okkar að þessi hátæknikapall muni gjörbreyta veiðitækni framtíðarinnar og styrkja enn frekar stöðu Hampiðjunnar sem leiðandi veiðarfæraframleiðanda á heimsvísu.”

Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664 3361.

Viðurkenndur ráðgjafi

Viðurkenndur ráðgjafi Hampiðjunnar á Nasdaq First North er PwC.

Viðhengi

EN
12/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hampidjan Ltd

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf. - uppgjör vegna kaupa á indverska félaginu Kohinoor

Hampiðjan hf. - uppgjör vegna kaupa á indverska félaginu Kohinoor Þann 7. febrúar í ár var tilkynnt um kaup Hampiðjunnar á 75,1% hlut í inverska félaginu Kohinoor. Áreiðanleikakönnunum, rekstrar-, skatta- og lagalegum ásamt úttekt á umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum er að fullu lokið og allir fyrirvarar vegna kaupanna eru uppfylltir og því ekkert til fyrirstöðu til að ganga frá uppgjöri vegna kaupanna. Uppgjörið var á svipuðum nótum og lagt var upp með og varð greiðslan 21,7 m€ og hefur greiðslan verið móttekin af banka seljenda. Forsendur fyrir uppgjöri verða síðan staðf...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf - Niðurstaða aðalfundar Hampiðjunnar hf.

Hampiðjan hf - Niðurstaða aðalfundar Hampiðjunnar hf. Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 21. mars 2025, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2024 samþykkt samhljóða. Sjálfkjörið var í félagsstjórn. Formaður félagsstjórnar Vilhjálmur Vilhjálmsson Meðstjórnendur Auður Kristín ÁrnadóttirKristján LoftssonLoftur Bjarni GíslasonSigrún Þorleifsdóttir Eftirfarandi tillögur stjórnar Hampiðjunnar voru samþykktar:   Tillaga um greiðslu arðs Aðalfundur Hampiðjunnar hf. samþykkir að á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði greiddar 1,10 kr. á hlut í arð til hluthafa, eð...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf. - Framboð til stjórnar

Hampiðjan hf. - Framboð til stjórnar Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 21. mars 2025. Stjórnarformaður: Vilhjálmur Vilhjálmsson Meðstjórnendur: Auður Kristín Árnadóttir Kristján Loftsson Loftur Bjarni Gíslason Sigrún Þorleifsdóttir Þar sem frambjóðendur eru jafnmargir og þeir stjórnarmenn sem á að kjósa á fundinum og samsetning stjórnar fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll er sjálfkjörið í stjórnarsætin fimm. Nánari upplýsingar um frambjóðendur liggja frammi á skrifs...

 PRESS RELEASE

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund Hampiðjunnar er haldinn verður 21. ...

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund Hampiðjunnar er haldinn verður 21. mars 2025 kl. 16:00 Dagskrá: 1.        Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina árið 2024.    2.        Staðfesting ársreiknings og ráðstöfun hagnaðar reikningsársins 2024.    3.        Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda stjórnar.    4.        Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 5.        Kosning stjórnar félagsins.          a. Kosning formanns.          b. Kosning fjögurra meðstjórnenda. 6.        Tillaga stjórnar um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd. 7.        K...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf. - Viðskipti  með eigin hluti

Hampiðjan hf. - Viðskipti  með eigin hluti Í tengslum við greiðslu kaupauka til tiltekinna lykilstarfsmanna, sem skilyrtir voru við að nýttir yrðu til kaupa á hlutum í félaginu, hefur félagið selt eigin hluti að nafnvirði kr. 1.000.000 á  genginu 113,5. Í kjölfar viðskiptanna á félagið kr. 9.436.502 eigin hluti í félaginu sem samsvarar 1,48% af heildarhlutafé félagsins.

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch