HAMP Hampidjan Ltd

Hampiðjan sameinar alla starfsemi sína í fiskeldi undir nafninu ELDI

Hampiðjan sameinar alla starfsemi sína í fiskeldi undir nafninu ELDI

Sala til og þjónusta við fiskeldi hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi Hampiðjunnar undanfarin ár. Með kaupunum á Vonin í Færeyjum árið 2016 varð fiskeldið mikilvægur þáttur í rekstri samstæðunnar og með kaupunum á Mørenot 2023 óx mikilvægi fiskeldisins enn frekar. Haustið 2024 kom Fiizk Protection inn í samstæðuna en það fyrirtæki hannar og framleiðir lúsapils til að verjast ágangi laxalúsar.

Salan til fiskeldis varð um 27% af heildartekjum Hampiðjusamstæðunnar á árinu 2024 eða um 86 m€. Á fyrstu þrem ársfjórðungum þessa árs er salan orðin 88 m€ og verður að öllum líkindum nálægt 113 m€ á þessu ári.

Kaupin á indverska fyrirtækinu Kohinoor fyrr í ár er síðan lykilþáttur í framleiðslu á búnaði til fiskeldis og þar vegur þyngst hagkvæm framleiðsla á fiskeldispokum sem er afar mannaflafrek framleiðsla.

Nú er komið að því að sameina starfsemi sem tengist fiskeldinu í eitt alþjóðlegt félag og það félag hefur fengið nafnið ELDI. Höfuðstöðvar ELDI verða í Noregi og móðurfélagið verður ELDI Holding. Umfangsmesta starfsemin er eðlilega í Noregi sem er stærsta laxeldisland heims. Innan ELDI verða 7 dótturfyrirtæki sem eru í Kanada, á Íslandi, í Færeyjum, Noregi, Skotlandi og Spáni. Til viðbótar eru nýstofnað fyrirtæki í Síle og tvö önnur er verða stofnuð á næstu vikum í Óman og Sádi Arabíu. Það verða því 10 fyrirtæki sem mynda ELDI á næstu misserum.   ELDI er alfarið í eigu Hampiðjunnar, bæði beint og gegnum dótturfyrirtækin Vónin í Færeyjum og Mørenot í Noregi. Öll fyrirtækin innan ELDI munu fá það fornafn og seinni hluti nafnsins verður landsnafn viðkomandi fyrirtækis og dæmi um það er ELDI Iceland, ELDI Canada, ELDI Norway o.s.frv.

Framkvæmdastjóri ELDI verður Thomas Berg Myrvold en hann var framkvæmdastjóri Mørenot Aquaculture þegar Hampiðjan eignaðist Mørenotsamstæðuna. Stjórnarformaður ELDI verður Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar hf.

Ekkert annað fyrirtæki, sem sinnir þjónustu við fiskeldi, hefur jafnmargar þjónustustöðvar og ELDI en þær eru til samans 14 talsins og þar er sinnt þvottum á fiskeldispokum, viðgerðum, íburði gróðurvarnarefna og vottunum samkvæmt norska staðlinum NS 9415.

Starfsmannafjöldi ELDI á heimsvísu verður rúmlega 500 manns en heildarfjöldi starfsmanna Hampiðjunnar er nú um 2.700.

Stofnun eins félags sem sinnir fiskeldinu hefur í för með sér töluverðar breytingar innan Hampiðjusamstæðunnar því þótt mörg af þeim fyrirtækjum þar sem ELDI hefur starfsemi starfi nú undir nöfnum Hampiðjunnar, Mørenot, Fiizk og Vónin.

Í þremur fyrirtækjum sem hafa bæði sinnt fiskeldi og veiðarfæraþjónustu verður fiskeldishlutinn skilin frá annari starfsemi. Þannig verður fiskeldisþjónusta Hampiðjan Ísland á Ísafirði sett í sér félag undir nafninu ELDI Iceland.

Í Færeyjum hefur fiskeldisþjónustan verið í Norðskála, sem er ein af þrem starfstöðvum Vónin í Færeyjum, en hinar tvær eru í Þórshöfn þar sem unnið er að botntrollum og hin í Fuglafirði þar sem unnið er með flottroll. Starfsemin í Norðskála verður framvegis í sér félagi nefnt ELDI Faroes.

Vonin Refa í Noregi hefur einnig verið með blandaðan rekstur og þar verður fiskeldishlutinn skilinn frá veiðarfærahlutanum og sameinaður við Mørenot Aquaculture undir nafninu ELDI Norway.

Starfsemi innan Hampiðjusamstæðunnar sem tengist fiskeldi verður því skýrt aðskilin frá hinum tveimur meginstarfsþáttunum sem eru veiðarfæri og útsjávariðnaður.

Hagræðingin sem fylgir þessari endurskipulagninu fyrir fiskeldisþjónustuna er umtalsverð því nú er hægt að samræma allt markaðsstarf, vöruþróun, þjónustuframboð og framleiðslu með skýrri stefnumótun og efla þar með samtakamáttinn í fiskeldishlutanum.

Mest af fiskeldispokunum verður framleitt hjá Kohinoor á Indlandi en þær pantanir sem verður að afgreiða með skömmum fyrirvara verða sem fyrr framleiðsludeild hjá Vonin Lithuania í Litháen. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að sameina skjóta afgreiðslu þegar mikið liggur við og afar hagkvæma framleiðslu á Indlandi hjá Kohinoor.

Eins og komið hefur fram áður þá hefur verið unnið markvisst að hagræðingu framleiðslunnar fyrir fiskeldið í Evrópu undanfarið ár og er lokun fyrirtækjanna Mørenot Denmark og Poldan í Póllandi fyrr á þessu ári nátengd stofnun ELDI. Framleiðslu hnútalausra neta í Noregi verður hætt í byrjun næsta árs og flutt til Kohinoor og sama má segja um samskonar framleiðslu á hnútalausu neti í Hampidjan Baltic í Litháen til að ná fram enn frekari hagræðingu og vinnulaunasparnaði.

Með sameiningu starfseminnar og stofnun ELDI verður til eitt stærsta fyrirtækið í þjónustu við fiskeldið í heiminum í dag og vaxtarmöguleikarnir á þeim grunni eru miklir, bæði við N-Atlantshaf og víða í heiminum þar sem fiskeldi fer hratt vaxandi. Mikil áhersla hefur verið lögð á vöruþróun innan fiskeldisins frá kaupum Hampiðjunnar á Mørenot og afrakstur þess mátti sjá á fiskeldissýningunni AquaNor í Noregi sl. sumar en þar voru kynntar nýungar sem vöktu mikla athygli fiskeldisfyrirtækja. Þá má einnig nefna að básinn var valinn besti básinn á þessari stærstu fiskeldissýningu sem haldin er í heiminum.

Kynningarmyndband um ELDI er hér:

Um stofun ELDI segir Thomas Berg Myrvold, framkvæmdastjóri ELDI eftirfarandi:

”Sameiningin gerir okkur kleift að sameina styrkleika okkar innan Hampiðjunnar, deila þekkingu á skilvirkari hátt, hámarka framleiðsluhagkvæmni og kynna skýrt skipulag fyrir markaðnum. Fiskeldisiðnaðurinn er í tíma mikillar þróunar, knúinn áfram af þörfinni fyrir snjallari lausnir, meiri sjálfbærni og öruggari starfsemi. Með ELDI stefnum við að því að vera í fararbroddi þessara breytinga.“

Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar og stjórnarformaður ELDI bætir við:

„Tækifærin í fiskeldi eru mikil því þörfin fyrir fiskeldisafurðir hefur aldrei verið meiri og fer vaxandi, ekki bara í laxi heldur einnig öðrum fisktegundum víða um heim. Með stofnun ELDI erum við að sameina þá getu sem þarf til að takast á við þessar áskoranir á markvissan hátt og með skýrri stefnumótun. Markmið okkar er að vera drifkraftur í þróun greinarinnar og vaxa áfram á þeirri sterku undirstöðu sem við höfum í dag: meiri nálægðar við viðskiptavini en aðrir hafa, áratuga þekkingu og reynslu af framleiðslu fiskeldisbúnaðar, fyrirtækjamenningu Hampiðjunnar þar sem stöðug vöruþróun er í öndvegi og þeirrar framleiðsluhagkvæmni sem við erum að byggja upp á Indlandi.“

Starfsemi ELDI hefst formlega þann 1. janúar 2026.

Nánari upplýsingar gefur Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar hf. í síma 664 3361



EN
08/12/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hampidjan Ltd

 PRESS RELEASE

Hampiðjan sameinar alla starfsemi sína í fiskeldi undir nafninu ELDI

Hampiðjan sameinar alla starfsemi sína í fiskeldi undir nafninu ELDI Sala til og þjónusta við fiskeldi hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi Hampiðjunnar undanfarin ár. Með kaupunum á Vonin í Færeyjum árið 2016 varð fiskeldið mikilvægur þáttur í rekstri samstæðunnar og með kaupunum á Mørenot 2023 óx mikilvægi fiskeldisins enn frekar. Haustið 2024 kom Fiizk Protection inn í samstæðuna en það fyrirtæki hannar og framleiðir lúsapils til að verjast ágangi laxalúsar. Salan til fiskeldis varð um 27% af heildartekjum Hampiðjusamstæðunnar á árinu 2024 eða um 86 m€. Á fyrstu þrem ársfjórðungum þes...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan – níu mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2025

Hampiðjan – níu mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2025 Lykilstærðir  Allar fjárhæðir í evrum og leiðréttar samanburðartölur í sviga. Rekstrartekjur ársfjórðungsins voru 92,9 m€ (75,0 m€)EBITDA af reglulegri starfsemi á ársfjórðungnum var 8,8 m€ (9,0 m€)Hagnaður ársfjórðungsins nam 1,0 m€ (1,1 m€.)Rekstrartekjur fyrstu 9 mánuðina voru 277,6 m€ (233,2 m€).EBITDA af reglulegri starfsemi var 33,0 m€ (28,7 m€).EBITDA leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði vegna kaupa á Kohinoor nam 33,5 m€.   Hagnaður af áframhaldandi starfsemi tímabilsins nam 8,5 m€ (9,2 m€).Heildareignir voru 541,3 ...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf. – Kynningarfundur fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025...

Hampiðjan hf. – Kynningarfundur fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 fimmtudaginn 20. nóvember. Hampiðjan hf. mun birta uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 20. nóvember. Fjárfestakynning verður haldin sama dag, klukkan 16:15 í höfuðstöðvum félagsins að Skarfagörðum 4. Kynningunni verður jafnframt streymt og verður vefstreymið aðgengilegt á heimasíðu félagsins fyrir fundinn. Fjárfestum er velkomið að senda spurningar á meðan á fundi stendur á netfangið Árshlutareikningurinn verður aðgengilegur á heimasíðu Hampiðjunnar. Upptaka af kynningunni verður e...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan – sex mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2025

Hampiðjan – sex mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2025 Lykilstærðir  Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga. Rekstrartekjur voru 184,8 m€ (158,2 m€).EBITDA af reglulegri starfsemi á ársfjórðungnum var 24,2 m€ (19,7 m€).EBITDA leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði vegna kaupa á Kohinoor nam 24,7 m€.   Hagnaður af áframhaldandi starfsemi tímabilsins nam 7,0 m€ (7,7 m€).Heildareignir voru 539,6 m€ (509,5 m€ í lok 2024).Vaxtaberandi skuldir voru 212,6 m€ (178,6 m€ í lok 2024).Handbært fé var 31,6 m€ (41,4 m€ í lok 2024).Eiginfjárhlutfall var 50,0% (53,6% í lok 2024). R...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan – samandreginn þriggja mánaða árshlutareikningur samstæðu Ha...

Hampiðjan – samandreginn þriggja mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2025 Lykilstærðir  Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga. Rekstrartekjur ársfjórðungsins voru 91,9 m€ (78,3 m€).EBITDA af reglulegri starfsemi á ársfjórðungnum var 11,2 m€ (8,3 m€).Hagnaður tímabilsins nam 2,8 m€ (2,7 m€).Heildareignir voru 551,9 m€ (509,5 m€ í lok 2024).Vaxtaberandi skuldir voru 184,3 m€ (178,6 m€ í lok 2024).Handbært fé var 38,8 m€ (41,4 m€ í lok 2024).Eiginfjárhlutfall var 49,6% (53,6% í lok 2024). Rekstur Rekstrartekjur samstæðunnar voru 91,9 m€ og hækkuðu um 17,4% frá...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch