HAMP Hampidjan Ltd

Hampiðjan – sex mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2022

Hampiðjan – sex mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2022

Lykilstærðir

Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.

  • Rekstrartekjur voru 94,8 m€ (87,6 m€).
  • EBITDA af reglulegri starfsemi var 14,6 m€ (15,7 m€).
  • Hagnaður tímabilsins nam 8,3 m€ (9,0 m€.)
  • Heildareignir voru 293,3 m€ (273,0 m€ í lok 2021).
  • Vaxtaberandi skuldir voru 111,5 m€ (95,9 m€ í lok 2021).
  • Eiginfjárhlutfall var 49,8% (52,9% í lok 2021).

Rekstur

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 94,8 m€ og hækkuðu um 8,3% frá fyrstu sex mánuðum fyrra árs.

EBITDA félagsins fer úr 15,7 m€ á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 í 14,6 m€ á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Hagnaður tímabilsins var 8,3 m€ en var 9,0 m€ fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2021.

Efnahagur

Heildareignir voru 293,3 m€ og hafa hækkað úr 273,0 m€ í árslok 2021.

Eigið fé nam 146,1 m€, en af þeirri upphæð eru 14,5 m€ hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga.

Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok tímabilsins 49,8% af heildareignum samstæðunnar en var 52,9% í árslok 2021.

Vaxtaberandi skuldir námu í lok tímbils 111,5 m€ samanborið við 95,9 m€ í ársbyrjun.

Árshlutareikningurinn er aðgengilegur á heimasíðu Hampiðjunnar hf., .

Hjörtur Erlendsson, forstjóri:

„Sala fyrrihluta þessa árs hefur verið afar góð og nam veltuaukningin 8,3% miðað við sama tímabil árið 2021. Söluaukning varð hjá nær öllum fyrirtækjum innan samstæðunnar og munar þar mest um aukna sölu hér á Íslandi í kjölfar góðrar loðnuvertíðar, sölu til fiskeldis og fiskveiða í Færeyjum og N- Noregi og til fiskveiða í Skotlandi. Á móti kemur eilítið minni sala á Írlandi og í danska bænum Thyborøn á suðurhluta Jótlands. Þannig hafa kaupin á Jackson Í Skotlandi í aðdraganda Brexit skipt miklu máli því þar eru jákvæð áhrif Brexit að koma í ljós eftir að stjórnvöld og útgerðir í Stóra Bretlandi hafa byrjað að laga sig að nýjum aðstæðum. Áhrifin í Danmörku vegna Brexit hafa reyndar orðið minni en ætlað var og sala hefur raunar aukist hjá fyrirtækjum okkar í Danmörku að fyrirtækinu Nordsøtrawl í Thyborøn undanskildu.

Þrátt fyrir aukna sölu hafa rekstraraðstæður verið afar óvenjulegar frá vorinu 2021, þegar faraldurinn byrjaði að ganga niður og eftirspurn eftir ýmsum vörum og þjónustu jókst hratt. Þeir hráefnaframleiðendur sem skipta okkur mestu máli, sérstaklega í plastefnum og stálvörum, áttu erfitt með að koma framleiðslu sinni í gang eftir mikla framleiðslulægð og því skapaðist vöntun á mörgum okkar helstu hráefnum og eftirspurn umfram framleiðslugetu ýtti hráefnisverðum upp um marga tugi prósenta. Þegar jafnvægi í þessu háu verðum virtist vera í sjónmáli þá hófust átökin í Úkraníu og aðföng og hráefnisverð hækkuðu enn frekar og í kjölfarið rauk orkuverð Í Evrópu upp úr öllu valdi. Þar sem dreifikerfi rafmagns og gass er samtengt um mest allt meginland Evrópu þá eru fá svæði í skjóli fyrir þessum orkuhækkunum og þær bíta því víða. Sem dæmi um þessa orkuverðshækkun hefur orkuverð í Litháen, þar sem grunnframleiðsla á tógum og köðlum er, hækkað um 140% fram á mitt þetta sumar. Fylgifiskur allra þessara verðhækkana er svo verðbólga sem eykur rekstrarkostnað.

Fyrirtæki Hampiðjunnar hafa því orðið fyrir kostnaðarauka á þessu ári og kostnaðarbreytingarnar í vor voru það hraðar að ekki hefur náðst að koma þeim jafnóðum út í verðlagið að fullu. Stærri veiðarfæri eru oft pöntuð með margra mánaða fyrirvara og á föstum verðum. Áhrifin af þessu má sjá í EBITDA afkomu samstæðunnar sem varð lægri en fyrir sama tímabil í fyrra. Sem hlutfall af sölu varð hún 15,4% á móti 17,9% fyrrihluta síðasta árs. Þrátt fyrir þessa lækkun í EBITDA er niðurstaða fyrri hluta ársins sú næst besta í sögu Hampiðjunnar.

Aðra afleiðingu þessa ástands má sjá í efnahagsreikningnum en þar hefur birgðaverðmæti hækkað frá áramótum um tæp 16%. Þar kemur tvennt til, hráefnisverðhækkanir hækka eðlilega birgðamat og nauðsynlegt reyndist að hækka öryggisbirgðamörk til að tryggja að framleiðslan gæti haldist stöðug þrátt fyrir ótryggar og oft seinar afhendingar hráefna. Það hefur tekist að fullu og ekkert hik hefur komið á framleiðsluna, hvorki í ár eða í fyrra. Framboð á hráefnum og efnum er orðið mun stöðugra nú í sumar og því er unnið að því að færa lagermörkin niður og stefnt er að því að minnka verðmæti á lager fram að áramótunum.

Vaxtaberandi skuldir hækka einnig töluvert frá áramótum en hækkun þeirra skýrist einkum af fjármögnun á hærri birgðastöðu og hækkun leiguskuldbindingar (IFRS 16) um tæpar 4 milljónir evra frá áramótum.

Tveimur mikilvægum fjárfestingarverkefnum fyrir fiskeldisþjónustu er nú lokið og starfsemi hafin að fullu. Hér á Íslandi er unnið að lokafrágangi fiskeldisþjónustunnar á Ísafirði en starfsemi er engu síður komin í fullan gang og hægt að veita fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum þjónustu með móttöku fiskeldiskvía, þvotti, viðgerðum, endurlitun ásamt vottun samkvæmt norskum stöðlum, en þeir eru þeir ströngustu sem unnið er eftir. Í Finnsnesi í N-Noregi var lokið við að setja upp stærstu fiskeldiskvíaþvottavél sem smíðuð hefur verið og markaði það endapunktinn á umfangsmiklu uppbyggingarverkefni sem staðið hefur yfir undanfarin 3 ár.

Starfstöðvum Hampiðjunnar, sem eru nú 45 í 15 löndum, fjölgaði um eina í vor þegar dótturfyrirtækið Voot opnaði verslun með útgerðarvörur og búnað fyrir verktaka í Ólafsvík og á haustdögum verða opnaðar tvær aðrar samskonar verslanir á Ísafirði og á Akureyri. Það hefur sýnt sig að þörf er á slíkum verslunum og fer rekstur þeirra afar vel saman með rekstri netaverkstæða bæði hér á landi sem og víða erlendis.

Einnig er aukning afkastagetu Hampidjan Baltic í Litháen vel á veg komin en þar hefur verið fjárfest í kaðlafléttivélum til að auka framleiðslugetuna í möskvaleggum fyrir flottroll um nær 60% og eru þær vélar komnar í fulla nýtingu. Fjórföldun á framleiðslugetu af höfuðlínukaplinum DynIce Data, sem nýtur sífellt meiri vinsælda, er lokið og rúmur helmingur af 17% aukingu á fléttingu á netagarni er nú komin í gagnið. Í ársbyrjun var tekið í notkun afar fullkomið 36 metra langt gufuþrýstitæki til að strekkja og hitameðhöndla nylon net sem mest eru notuð í flotroll.

Öll þessi afkastaauking er fyrir fyrirtæki innan samstæðu Hampiðjunnar og minnka því þörfina á innkaupum veiðarfæraefna frá óskyldum aðilum og styrkir þannig virðiskeðjuna sem nær alveg frá eigin þráðaframleiðslu úr aðkeyptum plastkornum til fullbúinna flottrolla, sem standa framar öðrum sambærilegum trollum hvað varðar hönnun og tæknilega útfærslu.

Framleiðsla Hampiðjunar, á eigin efnum til veiðarfæragerðar innan samstæðunnar, getur enn vaxið umtalsvert því bæði innri vöxtur og kaup á fyrirtækjum hefur verið umfram afkastagetuna og góðir hagræðingarmöguleikar því enn til staðar.

Vöruþróun undanfarinna ára á nýja einkaleyfisvarða ofurtóginu TechIce, sem er með afar mikið beygju- og hitaþol og sérstaklega hannað fyrir krana og spil, er nú að bera ávöxt og í sumar afhenti Hampiðjan Offshore fyrstu tógin. Fastlega er búist við það þetta nýja ofurtóg verði ein af aðalsöluvörum Hampiðjan Offshore í framtíðinni ásamt núverandi sölu á ofurstroffum fyrir olíuiðnað og uppsetningu á vindmyllum á hafi úti.“

Fjárhagsdagatal

Ársuppgjör fyrir árið 2022 - 9. mars 2023

Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664 3361.

Viðurkenndur ráðgjafi

Viðurkenndur ráðgjafi Hampiðjunnar á Nasdaq First North er PwC.

Viðhengi



EN
25/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hampidjan Ltd

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf. - uppgjör vegna kaupa á indverska félaginu Kohinoor

Hampiðjan hf. - uppgjör vegna kaupa á indverska félaginu Kohinoor Þann 7. febrúar í ár var tilkynnt um kaup Hampiðjunnar á 75,1% hlut í inverska félaginu Kohinoor. Áreiðanleikakönnunum, rekstrar-, skatta- og lagalegum ásamt úttekt á umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum er að fullu lokið og allir fyrirvarar vegna kaupanna eru uppfylltir og því ekkert til fyrirstöðu til að ganga frá uppgjöri vegna kaupanna. Uppgjörið var á svipuðum nótum og lagt var upp með og varð greiðslan 21,7 m€ og hefur greiðslan verið móttekin af banka seljenda. Forsendur fyrir uppgjöri verða síðan staðf...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf - Niðurstaða aðalfundar Hampiðjunnar hf.

Hampiðjan hf - Niðurstaða aðalfundar Hampiðjunnar hf. Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 21. mars 2025, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2024 samþykkt samhljóða. Sjálfkjörið var í félagsstjórn. Formaður félagsstjórnar Vilhjálmur Vilhjálmsson Meðstjórnendur Auður Kristín ÁrnadóttirKristján LoftssonLoftur Bjarni GíslasonSigrún Þorleifsdóttir Eftirfarandi tillögur stjórnar Hampiðjunnar voru samþykktar:   Tillaga um greiðslu arðs Aðalfundur Hampiðjunnar hf. samþykkir að á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði greiddar 1,10 kr. á hlut í arð til hluthafa, eð...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf. - Framboð til stjórnar

Hampiðjan hf. - Framboð til stjórnar Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 21. mars 2025. Stjórnarformaður: Vilhjálmur Vilhjálmsson Meðstjórnendur: Auður Kristín Árnadóttir Kristján Loftsson Loftur Bjarni Gíslason Sigrún Þorleifsdóttir Þar sem frambjóðendur eru jafnmargir og þeir stjórnarmenn sem á að kjósa á fundinum og samsetning stjórnar fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll er sjálfkjörið í stjórnarsætin fimm. Nánari upplýsingar um frambjóðendur liggja frammi á skrifs...

 PRESS RELEASE

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund Hampiðjunnar er haldinn verður 21. ...

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund Hampiðjunnar er haldinn verður 21. mars 2025 kl. 16:00 Dagskrá: 1.        Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina árið 2024.    2.        Staðfesting ársreiknings og ráðstöfun hagnaðar reikningsársins 2024.    3.        Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda stjórnar.    4.        Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 5.        Kosning stjórnar félagsins.          a. Kosning formanns.          b. Kosning fjögurra meðstjórnenda. 6.        Tillaga stjórnar um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd. 7.        K...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf. - Viðskipti  með eigin hluti

Hampiðjan hf. - Viðskipti  með eigin hluti Í tengslum við greiðslu kaupauka til tiltekinna lykilstarfsmanna, sem skilyrtir voru við að nýttir yrðu til kaupa á hlutum í félaginu, hefur félagið selt eigin hluti að nafnvirði kr. 1.000.000 á  genginu 113,5. Í kjölfar viðskiptanna á félagið kr. 9.436.502 eigin hluti í félaginu sem samsvarar 1,48% af heildarhlutafé félagsins.

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch