ISF ISFELAG HF.

Ísfélag hf.: Fyrsti ársfjórðungur 2024

Ísfélag hf.: Fyrsti ársfjórðungur 2024



Helsta úr starfseminni. 

  • Markaðir voru góðir fyrir afurðir félagsins. 
  • Heildarafli skipanna var rúmlega 10,7 þúsund tonn. 
  • Bolfiskafli skipa félagsins var um 6 þúsund tonn. 
  • Framleiddar afurðir voru um 8,5 þúsund tonn á tímabilinu. 

Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins. 

  • Rekstrartekjur tímabilsins námu 37,1 m.USD. 
  • Tap á rekstri tímabilsins nam 1,2 m.USD. 
  • EBITDA var 6,1 m.USD eða 16,3% á tímabilinu.  
  • Heildareignir námu 782,4 m.USD 31.03.24 og eiginfjárhlutfall er 70%. 

Rekstur. 

Í árshlutareikningi Ísfélags hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2024 eru samanburðartölur í rekstri og sjóðstreymi fyrri árshelmingur 2023, þar sem ekki var gerður árshlutareikningur fyrir fyrsta ársfjórðung 2023. 

Tekjur á fyrsta ársfjórðungi 2024 námu 37,1 m.USD samanborið við 82,2 m.USD á fyrri árshelmingi 2023. Loðnubrestur á vetrarvertíð 2024 hafði mikil áhrif til tekjulækkunar.  

Tap á rekstri var 1,2 m.USD á fyrsta ársfjórðungi 2024, samanborið við hagnað 17,9 m.USD á fyrri árshelmingi 2023. Sama á við um rekstrarniðurstöðu og tekjur, þ.e. ástæðan er fyrst og fremst að ekki var veidd loðna á vetrarvertíð 2024.  

EBITDA framlegð á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 6,1 m.USD eða 16,3% af rekstrartekjum.  

Efnahagur. 

Heildareignir Ísfélagsins voru 782,4 m.USD þann 31.03.2024, þar af voru fastafjármunir 657,4 m.USD og veltufjármunir 125 m.USD.  

Í árslok 2023 voru heildareignir 804,4 m.USD, þar af voru fastafjármunir 663,4 m.USD og veltufjármunir 141 m.USD. Heildareignir lækkuðu um 22 m.USD á fyrsta ársfjórðungi 2024. Rekja má lækkunina að mestu til til minnkunar birgða, lækkunar á handbæru fé og á eignarhlutum í dóttur- og hlutdeildarfélögum.  

Eigið fé Ísfélagsins var 547,9 m.USD þann 31.3.2024, en var 554,2 m.USD í lok árs 2023. Eiginfjárhlutfallið var 70% þann 31.03.2024 en í lok árs 2023 var eiginfjárhlutfallið 68,9%.  

Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins voru 87 m.USD 31.03.2024 en voru í árslok 2023, 98,5 m.USD.  

Sjóðstreymi. 

Á fyrsta ársfjórðungi 2024 var handbært fé frá rekstri 11,4 m.USD, samanborið við 8 m.USD á fyrri árshelmingi 2023. Fjárfestingarhreyfingar á fyrsta ársfjórðungi voru neikvæðar um 1,5 m.USD. Fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar um 13,5 m.USD. Lækkun á handbæru fé á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 3,5 m.USD og var handbært fé í lok tímabilsins 39,9 m.USD. 

Meginniðurstöður í íslenskum krónum á fyrsta ársfjórðungi 2024. 

Þegar helstu niðurstöður úr rekstrarreikningi tímabilsins eru færðar yfir í íslenskar krónur á meðalgengi fyrsta ársfjórðungs 2024 (137,27) voru rekstrartekjur félagsins 5,1 milljarðar króna, rekstrarhagnaður 331 milljónir króna og EBITDA 831 milljónir króna og tap eftir skatta 159 milljónir króna.  

Sé efnahagur félagsins í lok fyrsta ársfjórðungs 2024, færður í íslenskar krónur á lokagengi tímabilsins (138,59), eru heildareignir 108,4 milljarðar króna, fastafjármunir 91,1 milljarðar króna og veltufjármunir 17,3 milljarðar króna. Eigið fé í lok fyrsta ársfjórðungs 2024 var 75,9 milljarðar króna og skuldir og skuldbindingar 32,5 milljarðar króna.  

Kynningarfundur 31. maí 2024.  

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn á vefstreymi föstudaginn 31. maí klukkan 16:00. Streymið verður aðgengilegt á vefsíðu Ísfélagsins  . Hægt er að senda spurningar á netfangið  

Frá Stefáni Friðrikssyni forstjóra 

Veturinn var okkur erfiður í rekstrinum fyrst og fremst vegna þess að loðnan lét ekki sjá sig. Það munar um minna fyrir Ísfélagið sem er með um það bil 20% af loðnukvótanum. Við vonum samt að nægilegt magn loðnu hafi gengið til hrygningar. Þá vil ég einnig nefna að magn yngri loðnu sem mældist í loðnuleiðangri Hafró, sem fram fór sl. haust, gefur góð fyrirheit um að það verði úthlutað loðnukvóta á næstu vetrarvertíð. 

Frystitogarinn okkar, Sólberg ÓF, þurfti í vetur að fara tvær veiðiferðir í Barentshafið í stað einnar vegna þess að veiðar þar hafa dregist verulega saman enda þorskgengd minni en á undanförnum árum og meira þarf að hafa fyrir veiðunum. 

Birgðir eru talsverðar í uppsjávarafurðum en verð á mörkuðum er ágætt. 

Góð eftirspurn er eftir afurðum félagsins og verð helstu bolfiskafurða sem félagið framleiðir hefur hækkað. Sala á uppsjávarafurðum hefur einnig verið góð og væntingar eru um að loðnuhrognabirgðir félagsins seljist að mestu á árinu.  

Félagið er fjárhagslega sterkt og við getum haldið ótrauð áfram í fjárfestingum og endurbótum sem styrkja reksturinn til lengri tíma.  

í þessu sambandi vil ég nefna að félagið hefur hafið byggingu á 2.000 m2 frystigeymslu á Þórshöfn, sem við vonumst til að taka í notkun eftir ár, verið er að leggja lokahönd á smíði ísfisktogarans Sigurbjargar ÁR í Tyrklandi. Stækkun á fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum stendur yfir en áætlað er að afköstin fari úr 900 tonnum í 1.200 tonn á sólarhring þegar verksmiðjan er keyrð á fullum afköstum. Í síðasta mánuði var skoska uppsjávarskipið Pathway keypt en það verður afhent í maí á næsta ári. Skipið er mjög öflugt og burðarmikið og með kaupunum á því heldur félagið áfram á þeirri braut að vera í fararbroddi þegar kemur að veiðum uppsjávarfisks og góðri aflameðhöndlun. Skipið er ekki hugsað sem viðbót við flota félagsins og verður því annað skip selt í staðinn.  

Kjarasamningar hafa verið gerðir við flestalla starfsmenn félagsins og það er ánægjulegt að það hafi gerst án harðra átaka á borð við vinnustöðvanir. Samningar við sjómenn eru til engri tíma en áður hefur þekkst.  

Á undanförnum misserum hefur ýmiss rekstrarkostnaður hækkað og nýir kostnaðarliðir bæst við.  Orkuverð hefur farið hækkandi og á meðan félagið undirbýr að fara í miklar fjárfestingar við að rafvæða fiskimjölsverksmiðjuna í Vestmannaeyjum þá eru sumir kollegar okkar, sem hafa nýtt raforku í rekstrinum undanfarin ár, að endurnýja búnað til að nota olíu sem orkugjafa vegna þess að hvorki er fyrir hendi í landinu næg raforka né flutningsgeta á henni.  

Fyrr í þessari viku var tekin ákvörðun um að loka bolfiskvinnslu félagsins í Þorlákshöfn. Sú ákvörðun var ekki auðveld en fyrir liggur að bolfiskvinnslur félagsins í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn ráða vel við þann bolfiskkvóta sem unninn er á vegum félagsins í landi. 

Ég vil þakka starfsmönnum okkar í Þorlákshöfn fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. 

Félagið gaf fyrr í þessum mánuði út sína þriðju ársskýrslu. Í skýrslunni er varpað ljósi á starfsemi félagsins í efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegur þáttum. Í skýrslunni má finna ófjárhagslega upplýsingar um starfsemi félagsins og umfang ásamt tölulegum staðreyndum og umhverfisbókhaldi. Skýrsluna má nálgast á heimasíðu félagsins.  

Fjárhagsdagatal 

Birting uppgjörs Q2 2024 – 30. ágúst 2024 

Birting uppgjörs Q3 2024 – 29. nóvember 2024 

Ársuppgjör 2024 – 19. Mars 2025 

Nánari upplýsingar 

Stefán Friðriksson, forstjóri 

Viðhengi



EN
31/05/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on ISFELAG HF.

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf. - Viðskipti stjórnanda

Ísfélag hf. - Viðskipti stjórnanda Sjá viðhengi. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf. participation in financing of Austur Holding AS in connect...

Ísfélag hf. participation in financing of Austur Holding AS in connection with Kaldvik AS share capital increase Ísfélag hf. (the “Company”), which holds a 29.3% stake in Austur Holding AS (“Austur”), hereby announces its participation in the financing of Austur in relation to Austur’s subscription in a share capital increase of Kaldvik AS, following the approval of an extraordinary general meeting of Kaldvik AS on 19 June 2025. Kaldvik AS, listed on Nasdaq First North Growth Market and Euronext Growth in Oslo, announced on 5 June 2025 the results of a private placement of 38,011,500 new ...

 PRESS RELEASE

Þátttaka Ísfélags hf. í fjármögnun Austur Holding AS vegna hlutafjárút...

Þátttaka Ísfélags hf. í fjármögnun Austur Holding AS vegna hlutafjárútboðs Kaldvik AS Ísfélag hf. („félagið“) sem er 29,3% hluthafi í Austur Holding AS („Austur“) tilkynnir hér með um aðkomu félagsins að fjármögnun Austur vegna þátttöku Austur í hlutafjárhækkun Kaldvik AS, í kjölfar samþykktar hluthafafundar Kaldvik AS þann 19. júní 2025.  Kaldvik AS, sem er skráð á Nasdaq First North Growth Market og Euronext Growth í Osló í Noregi, tilkynnti þann 5. júní 2025 um niðurstöðu lokaðs hlutafjárútboðs vegna útgáfu 38.011.500 nýrra hluta að fjárhæð NOK 532 milljónum eða um það bil EUR 46,2 mill...

 PRESS RELEASE

Uppgjör Ísfélags hf. á fyrsta ársfjórðungi 2025

Uppgjör Ísfélags hf. á fyrsta ársfjórðungi 2025 Frá Stefáni Friðrikssyni forstjóra.  Fyrsti ársfjórðungur ársins 2025 bar þess merki að afli skipa félagsins í loðnu var einungis tæp 1.200 tonn sem öll fóru í frystingu. Þetta er annað árið í röð þar sem loðnuvertíðin bregst og það hefur mikil áhrif á rekstur félagsins, starfsmenn þess og samfélögin sem félagið starfar í. Aflabrögð í bolfiski á fyrsta ársfjórðungi voru í lakari kantinum. Verð hefur verið gott og sala afurða hefur gengið vel. Veiðar frystitogarans Sólbergs ÓF gengu vel.   Við fengum afhent glæsilegt uppsjávarskip í maí, sem...

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf. birtir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2025 þriðjudaginn 27. ma...

Ísfélag hf. birtir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2025 þriðjudaginn 27. maí eftir lokun markaða. Ísfélag hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á þriðjudaginn 27. maí.  Fjárfestum er velkomið að senda spurningar á netfangið .  Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Ísfélagsins, .   Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Jóhann Árnason í síma 488-1109 eða á . 

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch