ISF ISFELAG HF.

Uppgjör Ísfélags hf. á öðrum ársfjórðungi og fyrri árshelmingi 2025

Uppgjör Ísfélags hf. á öðrum ársfjórðungi og fyrri árshelmingi 2025





 Frá Stefáni Friðrikssyni forstjóra: 

„Afkoma á fyrri árshelmingi markaðist af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. Hrein fjármagnsgjöld voru 20,8 m.USD, þar af voru 13,2 m.USD vegna veikingar dollars. Hins vegar hækkaði bókfært verðmæti í dóttur- og hlutdeildafélögum um 12 m.USD sökum gengisbreytinga. Svo til engin loðna var veidd á vetrarvertíðinni sem hafði einnig neikvæð áhrif á reksturinn. 

Fjárfestingar á tímabilinu voru umtalsverðar og námu þær 84,1 m.USD. Á móti seldi Ísfélagið eignir fyrir um 16,6 m.USD. Fjárfestingarnar voru fjármagnaðar með lántöku en félagið gerði lánasamning við hóp banka í byrjun árs 2025. Í maí fékk félagið afhent glæsilegt uppsjávarskip, sem hlaut nafnið Heimaey VE. Eldra skip með sama nafni var selt til Noregs. Byggð var frystigeymsla í vetur á Þórshöfn, ásamt því að lokið var við stækkun fiskimjölsverksmiðju félagsins í Vestmannaeyjum. Ennfremur tók Austur Holding, sem Ísfélagið á 29,3% hlut í, þátt í hlutafjáraukningu í laxeldisfyrirtækinu Kaldvik. 

Félagið er fjárhagslega stöndugt og fyrir hendi er geta hjá félaginu til að fjárfesta og styrkja rekstur þess til lengri tíma. 

Markaðir hafa verið góðir á tímabilinu, verð á þorski og ýsu hefur hækkað mikið milli ára og verð á frosnum makríl- og síldarafurðum hefur haldist hátt. Heildarafli skipa félagsins á fyrri helmingi ársins var 22.600 tonn samanborið við tæp 25.900 tonn á sama tímabili árið 2024. Framleiddar afurðir voru 13.200 tonn samanborið við 14.700 tonn á sama tímabili í fyrra. 

Það hafa verið vonbrigði að sjá þorskkvótann dragast stöðugt saman á milli ára, en hann hefur dregist saman um tæp 4.000 tonn frá upphafi þessa áratugar, og verður á nýju fiskveiðiári, sem hefst nú í september, aðeins rúm 10.000 tonn.  

Enn og aftur vil ég vekja athygli á og ítreka nauðsyn þess að auka hafrannsóknir. Með bættum hafrannsóknum eykst þekking okkar á lífríki hafsins og með því minnkar öll óvissa. Með því að draga úr óvissu verður hægt að ákveða leyfilegan heildarafla úr einstökum nytjastofnum á nákvæmari og betri hátt. 

Vonandi sjáum við loðnuvertíð á næsta vetri en það er mikilvægt að loðnustofninn sé sterkur, bæði fyrir þorskinn og aðra stofna sem nýta loðnuna sem fæðu, sem og okkur sem veiðum loðnu og þá markaði sem treysta á loðnuafurðir frá Íslendingum. Hætta er á að einhverjir loðnumarkaðir minnki eða hverfi alveg ef ekki veiðist loðna í vetur.  

Makrílveiðar sumarsins hafa gengið vel. Verð fyrir makríl- og aðrar uppsjávarafurðir hefur verið hátt. 

Ástæða er til að hafa áhyggjur af neikvæðu viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Mikil hækkun veiðigjalds og hvernig staðið var að verki við samningu frumvarpsins um þau og þinglega meðferð þess sýnir að  þeir sem stjórna landinu kæra sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar, minni getu til fjárfestinga og lægra skattspor til framtíðar. Þetta viðhorf kom skýrt fram í sjónvarpsviðtali við forsætisráðherra í lok júní þar sem hún sagði að þessi leiðangur snérist um 4 til 5 fjölskyldur, þ.e.a.s. málið snýst að því er virðist um menn en ekki málefni, m.ö.o. er hér verið að fara í manninn en ekki boltann eins og sagt er á íþróttamáli.“  













Helsta úr starfseminni.  

  • Félagið var rekið með tapi á fyrri helmingi ársins sem má að mestu rekja til gengisbreytinga. 
  • Nær engin loðnuveiði var í vetur. 
  • Miklar fjárfestingar. 
  • Félagið var endurfjármagnað og skuldir hækkuðu. 
  • Markaðir voru góðir fyrir afurðir félagsins. 





  • Uppsjávarafli skipanna var um 12.000 tonn. 
  • Bolfiskafli skipa félagsins var um 10.600 tonn. 
  • Framleiddar afurðir voru um 13.200 tonn. 

Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins.  

  • Rekstrartekjur á öðrum ársfjórðungi námu 38,4 m.USD og 75,7 m.USD á fyrstu 6 mánuðum ársins.  
  • Tap á rekstri nam 6,1 m.USD á öðrum ársfjórðungi og 9,7 m.USD, fyrstu 6 mánuðina.  
  • EBITDA annars ársfjórðungs var 10,3 m.USD eða 26,9%. Á fyrstu 6 mánuðum ársins var EBITDA 17,7 m.USD eða 23,4%.  
  • Heildareignir námu 843,5 m.USD í lok júní sl. og var eiginfjárhlutfallið 63,6%.  
  • Nettó vaxtaberandi skuldir voru 186,8 m.USD í lok júní sl.  

Rekstur.  

Rekstrartekjur á öðrum ársfjórðungi námu 38,4 m.USD og á fyrstu 6 mánuðum ársins 2025 námu þær 75,7 m.USD samanborið við 68,3 m.USD á fyrri árshelmingi 2024.  

Tap á rekstri annars ársfjórðungs nam 6,1 m.USD og var tap á fyrri árshelmingi ársins 2025 því 9,7 m.USD, samanborið við hagnað 0,3 m.USD á fyrri árshelmingi 2024. Tapið má að mestu rekja til gengisbreytinga.   

EBITDA framlegð á öðrum ársfjórðungi var 10,3 m.USD eða 26,9%. Á fyrri árshelmingi 2025 var EBITDA framlegðin 17,7 m.USD eða 23,4% af rekstrartekjum.   

Efnahagur.  

Heildareignir Ísfélagsins voru 843,5 m.USD í lok júní sl., þar af voru fastafjármunir 722,6 m.USD og veltufjármunir 120,9 m.USD.   

Í árslok 2024 voru heildareignir 778,1 m.USD, þar af voru fastafjármunir 682,9 m.USD og veltufjármunir 95,1 m.USD. Heildareignir hækkuðu um 65,4 m.USD á fyrri árshelmingi 2025. Rekja má hækkunina að mestu leyti til hækkunar á rekstrarfjármunum og hækkunar á skammtímaláni til tengds aðila.   

Eigið fé Ísfélagsins var 536,5 m.USD þann 30.6.2025, en var 550,7 m.USD í lok árs 2024. Eiginfjárhlutfallið var 63,6% þann 30.6.2025 en í lok árs 2024 var eiginfjárhlutfallið 70,8%.   

Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins voru 186,8 m.USD í lok júní sl. en voru í árslok 2024, 90,7 m.USD.   

Sjóðstreymi.  

Á fyrri árshelmingi 2025 var handbært fé frá rekstri 4,2 m.USD, samanborið við 30,1 m.USD á fyrri árshelmingi 2024. Fjárfestingarhreyfingar fyrstu 6 mánuði ársins voru neikvæðar um 67,5 m.USD. Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 43,7 m.USD. Lækkun á handbæru fé á fyrri árshelmingi 2025 var 14,1 m.USD að teknu tilliti til gengismunar og var handbært fé í lok tímabilsins 22,1 m.USD.  







Meginniðurstöður í íslenskum krónum á fyrri árshelmingi 2025.  

Þegar helstu niðurstöður úr rekstrarreikningi tímabilsins eru færðar yfir í íslenskar krónur á meðalgengi fyrstu 6 mánaða ársins 2025 (133,35) voru rekstrartekjur félagsins 10,1 milljarðar króna, rekstrarhagnaður 1,24 milljarðar króna, tap eftir skatta 1,29 milljarðar króna og EBITDA 2,36 milljarðar króna.   

Sé staða á efnahag félagsins þann 30. júní sl. færð í íslenskar krónur á lokagengi tímabilsins (121,33), eru heildareignir 102,3 milljarðar króna, fastafjármunir 87,7 milljarðar króna og veltufjármunir 14,7 milljarðar króna. Eigið fé í lok annars ársfjórðungs 2025 var 65,1 milljarður króna og skuldir og skuldbindingar 37,2 milljarðar króna.   

Hluthafar. 

Lokaverð hlutabréfa í lok annars ársfjórðungs var 119 kr. á hlut og var markaðsvirði félagsins þá 97,3 milljarðar króna. Fjöldi hluthafa var 3.072. 

Samþykkt árshlutareiknings. 

Árshlutareikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Ísfélagsins þann 29. ágúst 2025. Árshlutareikningur er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla um árshlutareikninga, IAS 34. Árshlutareikningurinn er kannaður af endurskoðendum félagsins. 

Kynningarfundur 29. ágúst 2025.   

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn í vefstreymi föstudaginn 29. ágúst klukkan 16:00. Streymið verður aðgengilegt á vefsíðu Ísfélagsins  . Hægt er að senda spurningar á netfangið   





Nánari upplýsingar veitir Stefán Friðriksson, forstjóri. 











Viðhengi



EN
29/08/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on ISFELAG HF.

 PRESS RELEASE

Uppgjör Ísfélags hf. á öðrum ársfjórðungi og fyrri árshelmingi 2025

Uppgjör Ísfélags hf. á öðrum ársfjórðungi og fyrri árshelmingi 2025  Frá Stefáni Friðrikssyni forstjóra:   „Afkoma á fyrri árshelmingi markaðist af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. Hrein fjármagnsgjöld voru 20,8 m.USD, þar af voru 13,2 m.USD vegna veikingar dollars. Hins vegar hækkaði bókfært verðmæti í dóttur- og hlutdeildafélögum um 12 m.USD sökum gengisbreytinga. Svo til engin loðna var veidd á vetrarvertíðinni sem hafði einnig neikvæð áhrif á reksturinn.  Fjárfestingar á tímabilinu voru umtalsverðar og námu þær 84,1 m.USD. Á móti seldi Ísfélagið eignir fyrir um 16,...

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf. birtir afkomu annars ársfjórðungs 2025 föstudaginn 29. ágú...

Ísfélag hf. birtir afkomu annars ársfjórðungs 2025 föstudaginn 29. ágúst 2025 eftir lokun markaða. Fjárfestakynning verður haldinn sama dag. Ísfélag hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á föstudaginn 29. ágúst.   Fjárfestakynning verður þann sama dag kl. 16:00 og verður hún eingöngu send út á vefstreymi. Vefstreymið má nálgast á .    Fjárfestum er velkomið að senda spurningar fyrir og á meðan á fundi stendur á netfangið .   Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Ísfélagsins, .    Upptaka verður einnig aðgengileg á fjárfestasíðunni að kynningu lok...

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf. - Viðskipti stjórnanda

Ísfélag hf. - Viðskipti stjórnanda Sjá viðhengi. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf. participation in financing of Austur Holding AS in connect...

Ísfélag hf. participation in financing of Austur Holding AS in connection with Kaldvik AS share capital increase Ísfélag hf. (the “Company”), which holds a 29.3% stake in Austur Holding AS (“Austur”), hereby announces its participation in the financing of Austur in relation to Austur’s subscription in a share capital increase of Kaldvik AS, following the approval of an extraordinary general meeting of Kaldvik AS on 19 June 2025. Kaldvik AS, listed on Nasdaq First North Growth Market and Euronext Growth in Oslo, announced on 5 June 2025 the results of a private placement of 38,011,500 new ...

 PRESS RELEASE

Þátttaka Ísfélags hf. í fjármögnun Austur Holding AS vegna hlutafjárút...

Þátttaka Ísfélags hf. í fjármögnun Austur Holding AS vegna hlutafjárútboðs Kaldvik AS Ísfélag hf. („félagið“) sem er 29,3% hluthafi í Austur Holding AS („Austur“) tilkynnir hér með um aðkomu félagsins að fjármögnun Austur vegna þátttöku Austur í hlutafjárhækkun Kaldvik AS, í kjölfar samþykktar hluthafafundar Kaldvik AS þann 19. júní 2025.  Kaldvik AS, sem er skráð á Nasdaq First North Growth Market og Euronext Growth í Osló í Noregi, tilkynnti þann 5. júní 2025 um niðurstöðu lokaðs hlutafjárútboðs vegna útgáfu 38.011.500 nýrra hluta að fjárhæð NOK 532 milljónum eða um það bil EUR 46,2 mill...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch