KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Úthlutun kauprétta

Kvika banki hf.: Úthlutun kauprétta

Á grundvelli heimildar aðalfundar Kviku banka hf., sem haldinn var þann 31. mars 2022, hefur stjórn bankans samþykkt að veita fjórum starfsmönnum samstæðu bankans kauprétti að samtals 5.058.621 hlutum í félaginu og hefur nú verið gengið frá samningum þar að lútandi.

Kaupréttunum er úthlutað sem frestuðum hluta ráðningarkaupauka sem voru veittir á bilinu desember 2022 til apríl 2023. Kaupréttirnir eru veittir í því skyni að samtvinna hagsmuni félagsins og viðkomandi starfsmanna til lengri tíma. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við starfskjarastefnu og kaupaukakerfi félagsins, lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 sem og reglur Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands nr. 388/2016 um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:

  • Innlausnarverð kaupréttanna er kr. 20,107 á hlut sem jafngildir vegnu meðalgengi í viðskiptum með hluti í félaginu á Nasdaq OMX Iceland síðustu tíu viðskiptadaga fyrir undirritun kaupréttarsamninga, ávaxtað með 7,5% ársvöxtum yfir tímabilið, og skal kaupverðið m.a. leiðrétt fyrir arðgreiðslum sem kunna að vera ákveðnar á ávinnslutíma kaupréttanna.
  • Ávinnslutími kaupréttanna er 36 mánuðir frá útgáfudegi kaupaukanna. Að þeim tíma loknum er á næstu þremur mánuðum heimilt að nýta kaupréttina. Komi hins vegar til samruna þar sem félaginu er slitið eða þess að breyting verði á yfirráðum félagsins, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, ávinnast allir útistandandi kaupréttir þegar við þær aðstæður.
  • Almennt skulu kaupréttir falla niður ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið fyrir lok ávinnslutíma.
  • Framkvæmdastjórar samstæðunnar skuldbinda sig til þess að halda, allt til starfsloka, hlutum sem að markaðsverði samsvara hagnaði eftir skatta af nýttum kauprétti þar til verðmæti hluta í eigu kaupréttarhafa samsvarar sem nemur sex mánaða launum.
  • Virði kaupréttanna var ákvarðað af óháðum sérfræðingi og rúmast verðmætin innan þeirra laga og reglna sem um kaupauka fjármálafyrirtækja gilda.
  • Í ákveðnum tilfellum er félaginu heimilt að afturkalla kauprétti í heild eða að hluta í samræmi við reglur Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Heildarkostnaður vegna kaupréttarsamninga sem hér er tilkynnt um er áætlaður 14.670.000 kr. byggt á reiknilíkani Black-Scholes. Heildarfjöldi útgefinna kauprétta samkvæmt framangreindri útgáfu nemur um 0,11% hlutafjár í félaginu.

Upplýsingar um viðskipti stjórnenda með framangreinda kauprétti eru í viðhengi.

Viðhengi



EN
21/09/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika Banki hf. Announces results of its tender offer for certain outs...

Kvika Banki hf. Announces results of its tender offer for certain outstanding SEK and NOK Notes NOT FOR DISTRIBUTION, DIRECTLY OR INDIRECTLY, IN OR INTO ANY JURISDICTION WHERE THE DISTRIBUTION OR PUBLICATION OF THIS PRESS RELEASE WOULD BE UNLAWFUL Kvika Banki hf. ("Kvika" or the "Issuer") today announces the results of its tender offer announced on 6 October 2025 concerning its outstanding SEK 566,000,000 2023/2026 Senior Unsecured FRN with ISIN XS2620969043 (the “SEK Notes”) and NOK 750,000,000 2023/2026 Senior Unsecured FRN with ISIN XS2620969639 (the “NOK Notes”), together (the “Notes”)...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Niðurstaða tilboðs Kviku banka hf. á endurkaupum skul...

Kvika banki hf.: Niðurstaða tilboðs Kviku banka hf. á endurkaupum skuldabréfa í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 EKKI TIL ÚTGÁFU, BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR, Í EÐA INN Í HVERRI ÞEIRRI LÖGSÖGU ÞAR SEM HIÐ SAMA TELDIST BROT Á LÖGUM VIÐKOMANDI LÖGSÖGU.  Kvika banki hf. („Kvika“ eða „útgefandinn“) tilkynnir í dag um niðurstöðu endurkaupatilboðs til eigenda skuldabréfaútgáfu bankans í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 („skuldabréfin“). Endurkaupatilboðið var birt þann 6. október 2025 með þeim skilmálum sem finna mátti í tilkynningu endurkaupatilboðsins (e. tender i...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Kvika Banki hf. announces tender offer for certain ou...

Kvika banki hf.: Kvika Banki hf. announces tender offer for certain outstanding SEK and NOK Notes for up to a combined total nominal amount of 750 million NOT FOR DISTRIBUTION, DIRECTLY OR INDIRECTLY, IN OR INTO ANY JURISDICTION WHERE THE DISTRIBUTION OR PUBLICATION OF THIS PRESS RELEASE WOULD BE UNLAWFUL Kvika Banki hf. ("Kvika" or the "Issuer") is offering holders of its outstanding SEK and NOK denominated notes maturing in May 2026, at set out below (the "Notes"), to participate in a tender offer whereby the Issuer will repurchase Notes for cash up to a combined total nominal amount of ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Tilboð um endurkaup til eigenda skuldabréfa útgefnum ...

Kvika banki hf.: Tilboð um endurkaup til eigenda skuldabréfa útgefnum af Kviku banka hf. í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026. EKKI TIL ÚTGÁFU, BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR, Í EÐA INN Í HVERRI ÞEIRRI LÖGSÖGU ÞAR SEM HIÐ SAMA TELDIST BROT Á LÖGUM VIÐKOMANDI LÖGSÖGU. Kvika banki hf. („Kvika“ eða „útgefandinn“) tilkynnir í dag um endurkaupatilboð til eigenda skuldabréfaútgáfu bankans í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 („skuldabréfin“). Eigendum býðst að taka þátt í útboði með tilboðsfyrirkomulagi þar sem útgefandi býðst til þess að kaupa til baka skuldabréfin fyrir s...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025 At a board meeting on 13 August 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the second quarter and first six months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q2 2025) Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,439 million in Q2 2025, compared to ISK 777 million in Q2 2024, an increase of ISK 662 million or 85.2%.Profit before tax amounted to ISK 2,025 million, compared to ISK 1,189 million in Q2 2024, ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch