FESTI N1 Hf

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2023

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2023

Helstu niðurstöður

  • Hagnaður tímabilsins nam 1.816 millj. kr. eða 21,2% af framlegð og jókst um 16,2% frá árinu áður.
  • Vörusala nam 37.334 millj. kr. samanborið við 35.146 millj. kr. árið áður og jókst um 6,2% milli ára.
  • Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 8.575 millj. kr. og jókst um 1.511 millj. kr. eða 21,4% á milli ára.
  • Framlegðarstig nam 23,0%, en það hækkar um 0,3 p.p. frá síðasta ársfjórðungi og 2,9 p.p. frá 3F 2022.
  • Laun og starfsmannakostnaður eykst um 11,2% milli ára en stöðugildum fjölgar um 86 eða 6,5% milli ára vegna opnunar nýrra verslana og kaupum á IFC á síðasta ári.
  • EBITDA nam 3.905 millj. kr. samanborið við 3.067 millj. kr. á 3F 2022, sem er hækkun um 27,3%. Ef undanskildir eru einskiptisliðir í tekjum og gjöldum sem féllu til árið áður þá er bætingin 40,2% milli ára.
  • Eigið fé nam 35.084 millj. kr. og er eiginfjárhlutfallið 36,1% í lok 3F 2023.
  • Handbært fé frá rekstri nam 3.383 millj. kr. eða 39,5% af framlegð, samanborið við 1.318 millj. kr. árið áður.
  • EBITDA spá félagsins fyrir árið 2023 er hækkuð um 600 millj. kr. og er nú 10.400 - 10.800 millj. kr.



Góð niðurstaða á þriðja ársfjórðungi 2023

Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi:

„Þriðji ársfjórðungur er stærstur í rekstri samstæðunnar hvað varðar veltu og heildarumsvif. Aðgerðir til að bæta framlegð og lækka rekstrarkostnað eru að skila árangri. Vörusalan jókst um 6,2% milli ára, framlegðin jókst um 21,4% og rekstrarhagnaður (EBITDA) jókst um um 27,3% á milli ára. Fjöldi afgreiðslna vex um 9,6%, fjöldi seldra vara um 8,9% og fjöldi seldra lítra eldsneytis eykst um 7,1% milli ára sem er í takt við þróun síðustu fjórðunga.

Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 1.511 millj. kr. á ársfjórðungnum og eykst um 21,4% milli ára. Framlegðarstigið á ársfjórðungnum nam 23,0% og hækkar um 0,3 p.p. frá síðasta ársfjórðungi og um 2,9 p.p. frá árinu áður. Framlegð í dagvöru eykst um 640 millj. kr. eða 17,7% á milli ára vegna aukinnar veltu í verslunum Krónunnar og N1. Framlegð í orkusölu hækkar um 911 millj. kr. vegna góðrar magnaukningar milli ára og jákvæðari þróunar eldsneytisverðs á fjórðungnum í samanburði við fyrra ár. Framlegð af raftækjasölu hjá ELKO stendur nánast í stað milli ára og framlegð af annarri vöru og þjónustusölu lækkar um 3,8% milli ára. Launa- og starfsmannakostnaður hækkar um 369 millj. kr. eða 11,2%  á milli ára. Stöðugildum fjölgar um 86 eða um 6,5% vegna nýrrar verslunar Krónunnar á Akureyri, nýs verkstæðis N1 í Klettagörðum og vegna Icelandic Food Company sem kom nýtt inn í samstæðuna frá síðustu áramótum. Annar rekstrarkostnaður eykst um 2,5% milli ára en mikil áhersla hefur verið lögð á lækkun alls rekstrarkostnaðar í því krefjandi rekstrarumhverfi sem nú ríkir. Sjóðstreymi félagsins er mjög sterkt og nam handbært fé frá rekstri 3.383 millj. kr. sem er aukning um 2.065 millj. kr. frá árinu áður.

Einn af lykilþáttum í árangri samstæðunnar á hverjum tíma er skilvirkur rekstur vöruhúsa Bakkans þar sem viðskiptavinir óska eftir aukinni þjónustu og sveigjanleika ásamt hagkvæmni, áreiðanleika og hraða í afgreiðslum á miklum álagstímum. Til að skerpa á framtíðarþróun og rekstri vöruhúsanna hefur Eva Guðrún Torfadóttir verið ráðin framkvæmdastjóri Bakkans en forstjóri Festi gegndi því starfi áður.  Eva Guðrún er verkfræðingur og fyrrum ráðgjafi hjá Implement Consulting Group í Danmörku og mun hefja störf  í byrjun næsta árs og tekur þá sæti í framkvæmdastjórn Festi.

Festi undirritaði kaupsamning þann 13. júlí sl. um kaup á öllu hlutafé Lyfju hf., sem rekur 45 apótek og útibú víðs vegar um landið auk vefverslunar og apps. Hjá Lyfju og dótturfélögum starfa 380 manns. Vonir standa til þess að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins til samrunans geti legið fyrir á fyrri hluta næsta árs.

Horfur í rekstrinum fram á veginn eru góðar en áframhaldandi óvissuástand ríkir í heiminum vegna stríðsátaka í Úkraínu og óróa fyrir botni Miðjarðarhafs. Miklar sveiflur á hrávörumörkuðum hafa áhrif á reksturinn, fyrir utan áframhaldandi hátt stig verðbólgu og vaxta. Krónan opnaði endurbætta verslun sína á Grandanum í lok septembermánaðar eftir u.þ.b. mánaðarlanga lokun þar sem áhersla er á að bæta upplifun viðskiptavina og auka úrval tilbúinna rétta, en þar má nú finna veitingastaðina Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere svo eitthvað sé nefnt.  Viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar og lofa góðu fyrir komandi hátíðir; hrekkjavöku og jólin. N1 hefur innleitt nýja sjálfsala á þjónustustöðvum um land allt sem og nýjar rafhleðslustöðvar til að mæta kröfum viðskiptavina um kortalausar greiðslur og einnig til að styðja við orkuskiptin.  Þetta hefur tvímælalaust aukið vörusölu á þjónustustöðvum síðustu mánuði. Einnig er vöxtur í hjólbarðaviðskiptum í gegnum N1 appið. Spennandi verður að sjá hvernig fjöldi ferðamanna þróast á næstu ársfjórðungum en engin launung er að aukningin styrkir söluna þó svo hún sé mest yfir sumartímann.  Brátt rennur upp hinn svonefndi „fimmti ársfjórðungur“, sem afsláttardagar í nóvember eru oft nefndir. Þessir dagar stækka í sölu ár frá ári og nota margir tækifærið til að versla jólagjafirnar áður en desember mánuður byrjar.  ELKO hefur frá byrjun tekið virkan þátt og sem fyrr verða gríðarmörg spennandi tilboð í boði í verslunum félagsins áður en jólahátíðin gengur í garð. Spurningin sem brennur á ELKO-teyminu á þessum tíma er hvaða raftæki verður vinsælasta jólagjöfin í ár?“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi.

Viðhengi



EN
25/10/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Managers transactions

Festi hf.: Managers transactions Please see the attached notifications.   Attachments

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Viðskipti stjórnenda

Festi hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Share option plan for employees of the Festi Group

Festi hf.: Share option plan for employees of the Festi Group In accordance with Festi’s remuneration policy, a share option plan, approved at the Company’s Annual General Meeting on March 6, 2024, is in effect based on Article 10 of the Income Tax Act No. 90/2003. The share option plan is valid for a period of three years, i.e., until May 2027, and applies to all permanent employees of the Festi Group. The objective of the plan is to align the interests of employees with the performance and long-term goals of the Company and its shareholders. Implementation of the share option plan was an...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Kaupréttaráætlun fyrir starfsfólk Festi og dótturfélaga

Festi hf.: Kaupréttaráætlun fyrir starfsfólk Festi og dótturfélaga Í samræmi við starfskjarastefnu Festi hf. er í gildi kaupréttaráætlun á grundvelli 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 6. mars 2024. Kaupréttaráætlunin gildir til þriggja ára frá, þ.e. til maí 2027, og nær til alls fastráðins starfsfólks Festi og félaga í sömu samstæðu. Markmið áætlunarinnar er að tengja hagsmuni starfsfólks við afkomu og lantímamarkmið félagsins og hluthafa þess. Tilkynnt var um framkvæmd kaupréttaráætlunarinnar í tilkynningum 24. apríl og 5. maí 2024. Samkv...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Hækkun hlutafjár vegna efnda á kaupréttarsamningum

Festi hf.: Hækkun hlutafjár vegna efnda á kaupréttarsamningum Á fyrsta nýtingartímabili samkvæmt kaupréttaráætlun fyrir starfsmenn Festi hf. (hér eftir „Festi“ eða félagið) og dótturfélaga, sem samþykkt var á aðalfundi 6. mars 2024, bárust tilkynningar um nýtingu kaupréttar sem taka til samtals 1.048.552 hluta í félaginu á genginu 187 á hvern hlut (kaupgengi aðlagað að teknu tilliti til arðgreiðslna frá gerð kaupréttarsamninga) eða fyrir heildarfjárhæð kr. 196.079.224. Í tengslum við uppgjörið hefur stjórn Festi samþykkt að nýta heimild sína samkvæmt 5. mgr. 5. gr. í samþykktum félagsins,...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch