FESTI N1 Hf

Festi hf.: Endurkaupaáætlun

Festi hf.: Endurkaupaáætlun

Á aðalfundi Festi hf. sem haldinn var þann 21. mars 2019 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup félagsins á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum.

Stjórn Festi hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlunin mun hefjast þann 3. mars nk. Endurkaupin munu að hámarki nema 5.000.000 hlutum eða 1,5% af útgefnum hlutum í félaginu. Félagið á í dag 1.000.000 eigin hluti. Áætlunin er í gildi til 23. mars 2020, eða fram að aðalfundi félagsins 2020.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í höndum Íslenskra fjárfesta hf. og verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik.

Kaupin verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags verða að hámarki 539.469 hlutir sem jafngildir 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins í Kauphöll Nasdaq Iceland í febrúar 2020. Endurgjald fyrir keypta hluti skal vera jafnt hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í hlutabréf félagsins sem liggur inni í Kauphöllinni þegar kauptilboðið er sett fram.

Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir.

Nánari upplýsingar veitir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi hf., ( )

EN
02/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 34

Festi hf.: Buyback program week 34 In week 34 2025, Festi purchased in total 165,000 own shares for total amount of 49,305,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price3419.8.202514:26:2175.00029922.425.0003420.8.202511:30:5730.0002988.940.0003421.8.202511:09:5630.0002988.940.0003422.8.202514:52:0030.0003009.000.000   165.000 49.305.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions Del...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Endurkaup vika 34

Festi hf.: Endurkaup vika 34 Í 34. viku 2025 keypti Festi alls 165.000 eigin hluti fyrir 49.305.000 kr. eins og hér segir: VikaDagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr)3419.8.202514:26:2175.00029922.425.0003420.8.202511:30:5730.0002988.940.0003421.8.202511:09:5630.0002988.940.0003422.8.202514:52:0030.0003009.000.000   165.000 49.305.000 Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/214, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög ...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 33

Festi hf.: Buyback program week 33 In week 33 2025, Festi purchased in total 170,000 own shares for total amount of 50,990,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price3312.8.202510:19:1465.00030019.500.0003313.8.202515:28:2740.00030312.120.0003314.8.202513:49:0035.00029810.430.0003315.8.202510:48:1930.0002988.940.000   170.000 50.990.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions D...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Endurkaup vika 33

Festi hf.: Endurkaup vika 33 Í 33. viku 2025 keypti Festi alls 170.000 eigin hluti fyrir 50.990.000 kr. eins og hér segir: VikaDagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr)3312.8.202510:19:1465.00030019.500.0003313.8.202515:28:2740.00030312.120.0003314.8.202513:49:0035.00029810.430.0003315.8.202510:48:1930.0002988.940.000   170.000 50.990.000 Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/214, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lö...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions Please see the attached notification. Attachment

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch