Festi hf.: Endurkaupaáætlun vika 12
Í 12. viku 2020 keypti Festi alls 329.655 hluti eins og hér segir:
Vika | Dagsetn. | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð | Kaupverð | Keyptir hlutir alls |
12 | 16.3.2020 | 10:05 | 329.655,00 | 99 | 32.635.845,00 | 4.645.407,00 |
Er um að ræða tilkynningu um kaup Festi á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun sem var tilkynnt um 2. mars 2020 í tilkynningu til Nasdaq OMX Iceland.
Fyrir kaupin átti Festi 4.315.752 hluti eða 1,31% af útgefnu hlutafé. Festi á í dag 4.645.407 hluti sem samsvarar 1,41% af hlutafé félagsins og er endurkaupum lokið.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka II við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.
Nánari upplýsingar veitir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi hf., ()