FESTI N1 Hf

Festi hf.: Niðurstöður aðalfundar 23. mars 2020

Festi hf.: Niðurstöður aðalfundar 23. mars 2020

Kópavogur, 23. mars 2020

Aðalfundur Festi hf. var haldinn mánudaginn 23. mars 2020 klukkan 10:00 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi. Á fundinum fór fram stjórnarkjör og eftirfarandi tillögur voru samþykktar.

Samþykktar tillögur:

  1.     Fundurinn samþykkti ársreikning fyrir árið 2019.
  2.     Ákvörðun var tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2019 sem hér segir:

Arður verði greiddur til hluthafa að fjárhæð kr. 657.147.826 vegna rekstrarársins 2019 eða kr. 2,0 fyrir hverja eina krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 20. mars 2020 og arðsleysisdagur er því 23. mars 2020. Arðsréttindadagur er 24. mars 2020, sem þýðir að arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá Festi hf. hjá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar í lok dags. 24. mars 2020. Stefnt er að greiðslu arðsins 20. apríl 2020 til hluthafa. Stjórn er veitt heimild til að meta og taka ákvörðun um hvort rétt sé að fresta greiðslu arðsins eða fella hana niður, með hliðsjón af sjóðsstöðu og aðstæðum í rekstri samstæðu félagsins, til allt að 23. september 2020.

  1.     Tillaga stjórnar um að skipa Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur og Tryggva Pálsson í tilnefningarnefnd var samþykkt.
  2.     Deloitte var kosið endurskoðunarfirma félagsins fyrir árið 2020.
  3.     Ákvörðun var tekin um þóknun til stjórnarmanna, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar sem hér segir:

            Stjórnarformaður kr. 758.000 á mánuði.

            Varaformaður stjórnar kr. 568.500 á mánuði.

            Aðrir stjórnarmenn  kr. 379.000 á mánuði.

            Fulltrúar í starfskjaranefnd f kr. 58.000 á mánuði og formaður starfskjaranefndar kr. 110.000 á mánuði.

            Fulltrúar í endurskoðunarnefnd  kr. 90.000 á mánuði og formaður endurskoðunarnefndar kr. 160.000 á mánuði.

            Formaður fjárfestingaráðs fái kr. 155.000 á mánuði.

            Formaður tilnefningarnefndar fái kr. 130.000 á mánuði, nefndarmaður kr.110.000 á mánuði og fulltrúi stjórnar Festi í nefndinni fá kr. 74.000 á mánuði.

      6.   Samþykkt var tillaga stjórnar um breytingu á starfskjarastefnu félagsins.

            6. mgr. 7.gr. starfskjarastefnu hljóðar nú svo:

 „Starfskjaranefnd skal leggja árlega til við stjórn skilgreind og nákvæm árangursviðmið fyrir komandi starfsár innan þess ramma sem skilgreindur er hér að framan og skal þeim skipt í þrjú stig. Náist fyrsta stig er heimild til greiðslu allt að 33% af hámarkskaupaukagreiðslu, náist annað stig er heimild til greiðslu allt að 67% af hámarkskaupagreiðslu og náist þriðja stig er heimild til greiðslu allt að 100% af hámarkskaupaukagreiðslu.“

      7.   Samþykkt var tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum sem hér segir:

„Aðalfundur Festi hf. haldinn 23. mars 2020 samþykkir að veita stjórn félagsins heimild, á grundvelli 55. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, til að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé þess. Heimild þessi skal nýtt í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup félagsins á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum.

Við endurkaup skal hæsta leyfilega endurgjald fyrir hvern hlut ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra. Viðskipti félagsins með eigin hluti skulu tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir. Heimild þessi gildir fram að aðalfundi félagsins 2021, en þó aldrei lengur en til 21. september 2021. Aðrar eldri heimildir til kaupa á eigin hlutum falla úr gildi við samþykkt heimildar þessarar.“

      8.   Samþykkt var tillaga um heimild til stjórnar til að gefa út nýtt hlutafé til að mæta hluta kaupsamningsgreiðslna við kaup á Íslenskri Orkumiðlun ehf. svo hljóðandi:

„Aðalfundur Festi hf. haldinn 23. mars 2020 samþykkir að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út nýja hluta í félaginu allt að nafnverði kr. 3.200.000. Hluthafar falla frá forkaupsrétti að hækkuninni, en seljendum alls hlutafjár í Íslenskri orkukmiðlun ehf. til Festi hf., ef til kemur, skal veittur forkaupsréttur að hækkuninni til greiðslu á hluta kaupverðs hlutanna. Heimild stjórnar skal aðeins nýtt í tengslum við kaup Festi hf. á hlutum annarra hluthafa í Íslenski orkumiðlun ehf. en Festis sjálfs. Stjórn skal ákvarða gengi hlutanna til samræmis við gengi hluta félagsins á opinberum markaði á þeim tíma sem þeir eru gefnir út. Heimildin er veitt til sex mánaða frá aðalfundi 20. mars 2020.“

      9.   Samþykkt var tillaga stjórnar til aðalfundar um eftirfarandi breytingar á samþykktum:

            3. gr:

„Tilgangur félagsins er að eiga og reka fyrirtæki sem eru leiðandi á sínum mörkuðum, t.d. um sölu á eldsneyti og matvörum, kaup, sala og eignarhald og rekstur fasteigna, kaup, sala og eignarhald á verðbréfum, ásamt lánastarfsemi tengdri rekstrinum og öðrum skyldum rekstri.“

4. mgr. 17.gr:

„Tilnefningarnefnd skal starfa á vegum félagsins í samræmi við starfsreglur Tilnefningarnefndar sem félagsfundur samþykkir. Tilnefningarnefnd skal í störfum sínum bundin starfsreglum sínum sem staðfestar skulu af hluthafafundi. Störf Tilnefningarnefndar breyta ekki réttindum og skyldum um verklag til framboðs til stjórnar eða reglum um meðferð slíkra framboða í samræmi við aðrar málsgreinar 17. gr. samþykktanna.“

      10.   Tillögu um að aðalfundur mælti fyrir um lokun verslanna Krónunnar á frídegi verslunarmanna var vísað til stjórnar til frekari skoðunar.

Þá fór fram stjórnarkjör á fundinum og í framboði voru Guðjón Reynisson, Guðmundur Páll Gíslason, Jón Gunnar Borgþórsson, Kristín Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Már Wolfgang Mixa, Þórey G. Guðmundsdóttir og Þórður Már Jóhannesson.

Í stjórn voru kjörin Margrét Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Guðjón Reynisson, Þórey G. Guðmundsdóttir og Þórður Már Jóhannesson. Skipa þau því stjórn Festi hf. til næsta aðalfundar. Aðrir frambjóðendur en þeir sem voru kjörnir mættu ekki á aðalfundinn til að kynna sig fyrir hluthöfum. Stjórn hefur skipt með sér verkum og er Þórður Már Jóhannesson formaður stjórnar en Guðjón Reynisson varaformaður. Þá verður Þórður Már Jóhannesson fulltrúi stjórnar í Tilnefningarnefnd.

Nánari upplýsingar veitir Egger Þór Kristófersson, forstjóri Festi –

Viðhengi

EN
23/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions Please see the attached notification. Attachment

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Viðskipti stjórnenda og nákominna aðila

Festi hf.: Viðskipti stjórnenda og nákominna aðila Sjá meðfylgjandi tilkynningu. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 32

Festi hf.: Buyback program week 32 In week 32 2025, Festi purchased in total 160,000 own shares for total amount of 48,140,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price325.8.202513:21:2250.00030215.100.000326.8.202510:02:4540.00030112.040.000328.8.202510:13:5470.00030021.000.000   160.000 48.140.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions Delegated Regulation No. 2016/1052 and th...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Endurkaup vika 32

Festi hf.: Endurkaup vika 32 Í 32. viku 2025 keypti Festi alls 160.000 eigin hluti fyrir 48.140.000 kr. eins og hér segir: VikaDagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr)325.8.202513:21:2250.00030215.100.000326.8.202510:02:4540.00030112.040.000328.8.202510:13:5470.00030021.000.000   160.000 48.140.000 Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/214, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 31

Festi hf.: Buyback program week 31 In week 31 2025, Festi purchased in total 140,000 own shares for total amount of 42,700,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price3128.7.202515:06:0035.00030510.675.0003130.7.202511:37:2965.00030519.825.0003131.7.202511:26:1640.00030512.200.000   140.000 42.700.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions Delegated Regulation No. 2016/1052 and...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch