Festi hf.: Samningur um viðskiptavakt við Arion banka
Festi hefur gert nýjan samning við Arion banka um að annast viðskiptavakt fyrir eigin reikning gegn þóknun frá félaginu. Bankinn mun samkvæmt samningnum setja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf útgefin af félaginu alla viðskiptadaga í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Iceland. Skal fjárhæð hvers tilboðs að lágmarki vera kr. 150.000 að nafnvirði á gengi sem Arion banki ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksverðbil kaup- og sölutilboða er 1,5%. Eigi Arion banki viðskipti með bréf félagsins fyrir 1.200.000 að nafnvirði eða meira í sjálfvirkri pörun innan dags, sem fer um veltubók Arion banka, falla niður skyldur um hámarksverðbil kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10,0% er Arion banka heimilt að tvöfalda hámarksverðbil milli kaup-og sölutilboða tímabundið þann daginn.
Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Kauphöll Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.
Samningurinn kemur til framkvæmda frá og með 11. mars 2020 og er ótímabundinn en uppsegjanlegur að beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.
Nánari upplýsingar veitir: Eggert Þór Kristófersson forstjóri