REGINN Reginn hf

Heimar hf.: NIB veitir Heimum fjármögnun

Heimar hf.: NIB veitir Heimum fjármögnun

Heimar hf. („Heimar“ eða „félagið“) hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann („NIB“). Lánið er til 12 ára að fjárhæð 4,5 ma.kr. og er verðtryggt.

Lánið er veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmári 12, sem er ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi.

Sunnuhlíð 12 – endurbætur

Undanfarin ár hafa Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöð í nútímalega 4.830 m² heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 m² viðbyggingu. Húsnæðið hýsir nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og er eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dregur m.a. úr þörf sjúklinga fyrir að ferðast til Reykjavíkur. Húsið var tekið í fulla notkun í júní 2024 og hefur starfsemin í húsinu orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi.

Sóltún 2 – Stækkun hjúkrunarheimilis

Lánið mun einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verður aukin úr 6.870 m² í 10.360 m² og munu 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar munu hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og kemur til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og er áætlað að þeim ljúki seint á árinu 2027.

Silfursmári 12 – skrifstofuhúsnæði

Þá mun lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágreni við Smáralind. Um er að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið kemur til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki haustið 2025.

André Küüsvek, forstjóri og framkvæmdastjóri NIB:

„Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi." 



Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima: 

„Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar."

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima hf., s. 821 0001

Viðhengi



EN
05/03/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) has completed an offering of the bond series HEIMAR50 GB.  HEIMAR50 GB is a green, inflation-linked bond series secured by the company’s general security arrangement. The series matures on 20 August 2050, with principal repayments following a 30-year annuity schedule until maturity. Interest and principal payments are made quarterly, i.e. in February, May, August, and November each year. The bond carries a nominal interest rate of 2.477%, and the current outstanding nominal amount is ISK 14,420 million.  Bid...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.   Alls ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf. Enclosed is a major shareholder announcement from Omega fasteignir ehf. Attachment

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Omega fasteignum ehf. þar sem farið er yfir 10% eignarhlut í Heimum hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed The acquisition by Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") of all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”), which was initially announced on 23 April this year, has now been completed.  Gróska owns the property Gróska, located at Bjargargata 1, 102 Reykjavík, an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 square meters of floor area and a 6,200 square meter underground car park with 205 spaces, totaling approximately 2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch