Reginn hf. - Könnun og staðfesting staðfestingaraðila á fjárhagslegum kvöðum
PwC er staðfestingaraðili vegna REG250948, almenns tryggingafyrirkomulags og sértæks tryggingafyrirkomulags vegna Smáralindar. Hlutverk hans er m.a. að kanna og staðfesta útreikninga útgefanda í skýrslu um fjárhagslegar kvaðir.
PwC hefur nú framkvæmt könnun á útreikningum útgefanda á fjárhagslegum kvöðum skuldabréfaflokksins REG250948, almenna tryggingafyrirkomulagsins og sértæks tryggingafyrirkomulags vegna Smáralindar.
Niðurstaða könnunar PwC staðfestir að skuldabréfaflokkurinn REG250948, almenna tryggingafyrirkomulagið og sértækt tryggingafyrirkomulag vegna Smáralindar standist allar fjárhagslegar kvaðir þann 31.12.2020.
Frekari niðurstöður kannana eru í meðfylgjandi viðhengjum.
Nánari upplýsingar veitir:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – – S: 512 8900 / 899 6262
Viðhengi