SIMINN Siminn HF

Síminn hf. – Lækkun hlutafjár

Síminn hf. – Lækkun hlutafjár

Á aðalfundi Símans hf. þann 9. mars 2023 voru samþykktar tvær tillögur stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins. Samanlagt lækkar hlutafé um kr. 1.625.000.000 að nafnverði og er hlutafé eftir breytinguna kr. 2.775.000.000.

Fyrri tillagan snýr að lækkun hlutafjár vegna eigin hluta. Lækkunin nemur kr. 185.000.000 að nafnverði og tekur til eigin hluta sem félagið hefur eignast með kaupum á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlunum. Beiðni hefur verið send á Nasdaq og mun lækkunin verða framkvæmd föstudaginn 17. mars 2023. Verður hlutaféð þá samtals kr. 4.215.000.000 eftir fyrri lækkunina.

Seinni tillagan snýr að lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa. Lækkunin nemur kr. 1.440.000.000 að nafnverði. Lækkunarfjárhæðin sem er umfram nafnverð, eða kr. 14.260.000.000 mun verða færð til lækkunar á óráðstöfuðu eigin fé. Samtals verða því kr. 15.700.000.000 greiddar til hluthafa hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra miðað við skráningu í hlutaskrá í lok dags fimmtudaginn 30. mars 2023. Síðasti viðskiptadagur með réttindum til útgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár er því þriðjudagurinn 28. mars 2023. Verður hlutaféð þá samtals kr. 2.775.000.000 eftir seinni lækkunina. Lögboðnar forsendur fyrir útgreiðslunni hafa nú verið uppfylltar og verður framkvæmd hennar eftirfarandi:

  • Ex-dagur -1: 28. mars 2023
  • Réttindaleysisdagur (Ex-dagur): 29. mars 2023
  • Viðmiðunardagur: 30. mars 2023
  • Lækkunardagur/greiðsludagur: 31. mars 2023



Hér á eftir fara nánari upplýsingar varðandi dagsetningar sem tilgreindar eru í framkvæmd lækkunar hlutafjár.

Ex-dagur - 1* - Síðasti viðskiptadagur

  • Síðasti viðskiptadagur með bréfin ef núverandi hluthafi hyggst selja fyrir framkvæmd lækkunar.
  • Kaupandi bréfanna mun fá bréfin afhend fyrir framkvæmd lækkunar og fá greiddar krónur til samræmis við ákvörðun hluthafafundar.

Réttindaleysisdagur (Ex-dagur)*

  • Bréf hluthafa sem selur bréf sín á þessum degi eða seinna munu lækka og fær hluthafi greiddar krónur til samræmis við ákvörðun hluthafafundar.
  • Seljandi verður að hafa í huga þann möguleika að bréf sem hann selur verða lækkuð fyrir afhendingu bréfa sem getur orðið til þess að viðkomandi haldi ekki á þeim fjölda bréfa sem hann skuli afhenda.
  • Bréf kaupanda sem kaupir bréf í Símanum á þessum degi eða seinna munu ekki lækka og þar af leiðandi fær kaupandi ekki greitt.

Viðmiðunardagur

  • Hlutafjáreign þeirra hluthafa sem skráðir eru í hluthafaskrá félagsins í lok þessa dags mun lækka til samræmis við ákvörðun hluthafafundar.

Lækkunardagur/Greiðsludagur

  • Útgefið nafnvirði hlutafjár í Símanum mun lækka um kr. 1.440.000.000 að nafnvirði að morgni lækkunardags.
  • Þeir hluthafar sem eiga bréf í lok viðmiðunardags fá greiddar krónur til samræmis við áður útgefna tilkynningu um niðurstöður hluthafafundar.

*Hér er miðað við að viðskipti séu gerð upp m.v. T+2 regluna.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving fjárfestatengill Símans í netfangi .





EN
15/03/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 34. viku 2025 keypti Síminn hf. 1.000.000 eigin hluti að kaupverði 13.400.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti22.8.202512:061.000.00013,4013.400.00097.980.521  1.000.000 13.400.00097.980.521 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 21. ágúst 2025. Endurkaup núna samkvæmt áætluninni munu að hámarki nema 500 milljónum króna. Endurkaupaáætlunin er í gildi í 18 mán...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Síminn hf. - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Símans hf. sem haldinn var þann 13. mars 2025 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 247.500.000 að nafnverði, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnar...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Afkoma annars ársfjórðungs 2025

Síminn hf. - Afkoma annars ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr rekstri á 2F 2025 Tekjur á öðrum ársfjórðungi (2F) 2025 námu 7.196 m.kr. samanborið við 6.871 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 4,7%. Tekjur af farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust um 2,5% milli tímabila. Tekjur af auglýsingamiðlun námu 604 m.kr. samanborið við 535 m.kr. á sama tíma í fyrra, aukning um 12,9%.Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.924 m.kr. á 2F 2025 og hækkaði um 198 m.kr. eða 11,5% frá sama tímabili fyrra árs. EBITDA hlutfallið er 26,7% á 2F 2025 en var 25,1%...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025 Financial highlights Q2 2025 Revenues in Q2 2025 amounted to ISK 7,196 million, up from ISK 6,871 million Q2 2024, an increase of 4.7%. Revenue from mobile, data transmission, and television services grew by 2.5% year-on-year. Advertising revenues amounted to ISK 604 million compared with ISK 535 million in the same period last year, an increase of 12.9%.EBITDA amounted to ISK 1,924 million in Q2 2025, up by ISK 198 million or 11.5% from Q2 2024. EBITDA margin improved to 26.7% from 25.1% in the prior year. EBIT rose to ISK 931 million, a...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um 6. júní sl. er nú lokið. Í 33. viku 2025 keypti Síminn hf. 1.638.059 eigin hluti að kaupverði 21.949.991 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti11.8.202509:521.000.00013,4013.400.00096.342.46212.8.202510:27638.05913,408.549.99196.980.521  1.638.059 21.949.99196.980.521 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 6. júní...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch