SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Tekjuvöxtur og áfram góð afkoma

Síminn hf. - Tekjuvöxtur og áfram góð afkoma

Helstu niðurstöður úr rekstri á 2F 2021

  • Tekjur á öðrum ársfjórðungi (2F) 2021 námu 6.352 m.kr. samanborið við 6.214 m.kr. á sama tímabili 2020 og hækka því um 138 m.kr. eða 2,2%.
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA nam 2.557 m.kr. á 2F 2021 samanborið við 1.800 m.kr. á sama tímabili 2020 og hækkar því um 757 m.kr. eða 42,1% frá sama tímabili í fyrra. Sé tekið tillit til 500 m.kr. stjórnvaldssektar á 2F 2020 var EBITDA tímabilsins 2.300 m.kr. EBITDA hlutfallið er 40,3% fyrir annan ársfjórðung 2021 en var 29,0% á sama tímabili 2020. Rekstrarhagnaður EBIT nam 1.126 m.kr. á 2F 2021 samanborið við 335 m.kr. á sama tímabili 2020.
  • Hagnaður á 2F 2021 nam 618 m.kr. samanborið við 83 m.kr. á sama tímabili 2020.

  • Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 2.717 m.kr. á 2F 2021 en var 2.905 m.kr. á sama tímabili 2020. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 2.424 m.kr. á 2F 2021 en var 2.481 m.kr. á sama tímabili 2020.

  • Vaxtaberandi skuldir að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 32,9 ma.kr. í lok 2F 2021 en voru 21,5 ma.kr. í árslok 2020. Hreinar vaxtaberandi skuldir að leiguskuldbindingum meðtöldum voru 25,9 ma.kr. í lok 2F 2021 samanborið við 20,8 ma.kr. í árslok 2020.

  • Hrein fjármagnsgjöld námu 315 m.kr. á 2F 2021 en voru 185 m.kr. á sama tímabili 2020. Fjármagnsgjöld námu 349 m.kr., fjármunatekjur voru 57 m.kr. og gengistap nam 23 m.kr.

  • Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 44,7% í lok 2F 2021 og eigið fé 31,1 ma.kr.

Orri Hauksson, forstjóri:

„Við erum sátt við niðurstöðu ársfjórðungsins, sem var talsvert betri en á sama tíma í fyrra. Tekjur, EBITDA, EBIT og sjóðstreymi aukast milli ára. Stór hluti aukningarinnar kemur til vegna sérstakra atburða á öðrum ársfjórðungi í fyrra, en Síminn hlaut þá sekt af hálfu Samkeppniseftirlitsins auk þess sem umtalsverður uppsagnarkostnaður kom til. Sé leiðrétt fyrir þessum þáttum er þó áfram jákvæð þróun í öllum undirliggjandi rekstrarþáttum.

Starfsemi ársfjórðungsins litaðist einnig af mörgum aðgerðum, sem ekki komu nema að hluta fram í uppgjörstölum. Úrvinnslu nýrrar fjármögnunar og breyttrar verkaskiptingar innan samstæðu lauk á tímabilinu. Þannig greiddum við upp fyrri lán, skiluðum umtalverðu fé út til hluthafa og gáfum í fyrsta sinn út víxlaflokk, sem skráður er á markaði. Rekstur farsímadreifikerfis og IP nets var endanlega færður frá Símanum til Mílu, í samræmi við fyrri áætlanir og tilkynningar.

Í maí náðist stór áfangi þegar 100.000 heimili gátu tengst ljósleiðara Mílu. Þannig fækkar þeim heimilum landsins jafnt og þétt sem ekki hafa aðgang að ljósleiðara heim í hús. Þó eru enn fjölmargir þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni, þar sem uppbyggingar er þörf. Verður þeim sinnt eins rösklega og regluumgjörð fjárfestinganna gefur tilefni til.

Rekstraröryggi fjarskipta er mikilvægt um allan heim, en þarfnast meiri athygli á Íslandi en víða annars staðar. Flestir muna að veturinn 2019-2020 setti rafmagnsleysi vegna óveðurs fjarskipti úr skorðum á stórum svæðum landsins. Í öðrum ársfjórðungi 2021 rann hraun yfir stofnljósleiðara við Nátthaga, en öllum fjarskiptum var komið á nýjan streng sem liggur sunnar, meðfram Suðurstrandarvegi. Blessunarlega varð engin óeðlileg truflun á fjarskiptum við þessa breytingu. Í sumar var sett upp ný 200 gígabita stofntenging þvert yfir landið á nýrri hálendisleið. Einnig er verið að uppfæra bylgjulengdarkerfi á stofnneti Mílu, en kerfi þetta er ein mikilvægasta grunnstoð fjarskipta í landinu. Sama markmiðið er að baki allra þessara verkefna, að varðveita og treysta í sessi öryggi fjarskipta landsins.

Áfram eru framtíðarmöguleikar Mílu sem sjálfstæðs félags til skoðunar, undir handleiðslu fjárfestingarbankans Lazard og Íslandsbanka. Eins og tilkynnt var um í apríl síðastliðnum koma eigendabreytingar á félaginu til greina, en ekkert hefur enn verið ákveðið í þeim efnum. Innlendir og erlendir fjárfestingarsjóðir hafa sýnt félaginu áhuga og verður rætt nánar við valda aðila í framhaldinu. Veturinn verður því nýttur til að ljúka stefnumörkun um félagið.

Gagnvart viðskiptavinum Símans hafa náðst nokkrir mikilvægir áfangar. Uppfærsla og uppbygging Mílu á 5G sendum fyrir Símann gengur í samræmi við áætlanir og verður opnað á almenna umferð á 5G kerfinu í haust. Síminn veitir nú internetþjónustu um öll fastlínunet landsins, eftir að samningur við Gagnaveitu Reykjavíkur komst í virkni á dögunum. Sjónvarpsþjónusta Símans var gerð enn sveigjanlegri en fyrr. Í nokkur ár hefur verið hægt að kaupa áskriftarþjónustu Símans í sjónvarpi yfir öll net landsins, hvort sem er fastlínu eða farsímakerfi. Breytingin nú er að ekki þarf að nýta myndlykil frekar en fólk vill. Hluti viðskiptavina færði sér þá breytingu í nyt um leið og hægt var, en flestir vilja enn sem komið er nýta sama fyrirkomulag og verið hefur. Reynslan sýnir að notkunarbreytingar af þessu tagi taka nokkur ár, þegar boðið er upp á nýja möguleika en ekki er verið að leggja um leið af notkun fyrri tækni.

Þá glöddumst við yfir því á öðrum ársfjórðungi að ná að framlengja sýningarrétt Símans að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og nær rétturinn nú til vorsins 2025. Afhending erlends sjónvarpsefnis til sjónvarpsáhorfenda um allan heim tekur miklum breytingum um þessar mundir og fer í meiri mæli fram með beinum hætti yfir internetið um sjónvarpsöpp framleiðendanna sjálfra. Niðurstaðan varðandi enska boltann veitir því góðan grunn fyrir sjónvarpsþjónustu okkar næstu árin. Samningar sem við höfum við erlend kvikmyndaver og aukin íslensk framleiðsla munu auk þess veita þessari mikilvægu þjónustu okkar styrka umgjörð.“

Kynningarfundur 1. september 2021

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 1. september 2021 kl. 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Fjárfestar og markaðsaðilar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Á fundinum munu Orri Hauksson forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Símans

Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í netstreymi á vefslóðinni:



Þeir sem vilja bera upp spurningar geta sent þær á og verður þeim svarað í lok fundarins.

Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550 6003 ( )

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, s. 550 6003 ( )

Viðhengi



EN
31/08/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 43. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 55.000.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti20.10.202509:481.000.00013,6013.600.000110.019.22322.10.202509:481.000.00013,7513.750.000111.019.22323.10.202511:051.000.00013,7013.700.000112.019.22324.10.202510:091.000.00013,9513.950.000113.019.223  4.000.000 55.000.000113.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kaup...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Síminn kaupir Greiðslumiðlun Íslands

Síminn hf. - Síminn kaupir Greiðslumiðlun Íslands Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. („GMÍ“). Með kaupunum styrkir Síminn starfsemi sína enn frekar á sviði fjártækni, sem er ört vaxandi stoð í rekstrinum. Heildarvirði (enterprise value) GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna. Kaupin verða fjármögnuð með handbæru fé en endanlegt kaupverð til greiðslu tekur meðal annars mið af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Viðskiptin eru háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ver...

 PRESS RELEASE

Correction: Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025

Correction: Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025 In the English version of the announcement titled ‘Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025’, the title should have read ‘Síminn hf. - Results for the third quarter of 2025’. The content of the announcement remains unchanged. Financial highlights Q3 2025 Revenue in the third quarter (Q3) of 2025 amounted to ISK 7,062 million, compared with ISK 6,955 million in the same period of 2024, an increase of 1.5%. Revenue from telco and TV services decreased by 1.1% year-on-year. Advertising revenue amounted to ISK 609 milli...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025 Financial highlights Q3 2025 Revenue in the third quarter (Q3) of 2025 amounted to ISK 7,062 million, compared with ISK 6,955 million in the same period of 2024, an increase of 1.5%. Revenue from telco and TV services decreased by 1.1% year-on-year. Advertising revenue amounted to ISK 609 million compared with ISK 540 million in the same period last year, an increase of 12.8%.EBITDA for Q3 2025 amounted to ISK 1,848 million, a decrease of ISK 67 million or 3.5% compared with the same period in 2024. The EBITDA margin was 26.2% in Q3 2025,...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Afkoma þriðja ársfjórðungs 2025

Síminn hf. - Afkoma þriðja ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr rekstri á 3F 2025 Tekjur á þriðja ársfjórðungi (3F) 2025 námu 7.062 m.kr. samanborið við 6.955 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 1,5%. Tekjur af fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu lækkuðu samtals um 1,1% milli tímabila. Tekjur af auglýsingamiðlun námu 609 m.kr. samanborið við 540 m.kr. á sama tíma í fyrra sem samsvarar aukningu um 12,8%.Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.848 m.kr. á 3F 2025 og lækkaði um 67 m.kr. eða 3,5% frá sama tímabili fyrra árs. EBITDA hlutfallið er 26,2% á 3F 2025 ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch