SKEL Skeljungur hf.

SKEL fjárfestingafélag hf.: Kaup á öllu hlutafé í Kletti - sölu og þjónustu ehf. og Klettagörðum 8-10 ehf.

SKEL fjárfestingafélag hf.: Kaup á öllu hlutafé í Kletti - sölu og þjónustu ehf. og Klettagörðum 8-10 ehf.

Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu SKEL fjárfestingafélags hf., hefur f.h. eignarhaldsfélags,  gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu ehf. („Klettur“) .

Samhliða hefur SKEL fjárfestingafélag hf. samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf. („Klettagarðar“), félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts.

Klettur – sala og þjónusta ehf.

Klettur er öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki á sviði vinnuvéla, vörubíla, hópbifreiða, tækja, skipavéla, varaaflsstöðva og hjólbarða. Klettur er umboðsaðili Scania og Caterpillar á Íslandi auk ýmissa annarra sterkra framleiðenda. Klettur rekur farsæl þjónustuverkstæði í Reykjavík og á Akureyri. Þar að auki starfrækir félagið hjólbarðaverkstæði undir nafni Kletts ásamt því að eiga vörumerkið Sólningu. Áætluð velta félagsins árið 2022 er 8.200 m.kr. og EBITDA 405 m.kr.

Knútur Grétar Hauksson, núverandi forstjóri og stærsti eigandi Kletts, hefur samþykkt að verða stjórnarformaður félagsins. Þá hefur náðst samkomulag við lykilstarfsmenn um kaup á 4% hlut í eignarhaldsfélaginu.  Kristján Már Atlason mun taka við sem forstjóri Kletts.

Heildarvirði (e. enterprise value) Kletts samkvæmt kaupsamningi nemur 2.300 m.kr. og verður leiðrétt með hliðsjón af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs.

Kaupin verða fjármögnuð með 600-700 m.kr. hækkun á hlutafé Skeljungs ehf. sem  SKEL fjárfestingarfélag hf. leggur til. Kaupin eru að öðru leyti fjármögnuð með nýjum lánum og yfirtöku eldri lána.

Klettagarðar 8-10 ehf.

Klettagarðar eiga fasteignirnar Klettagarða 8-10, Reykjavík, Suðurhraun 2, Garðabæ og Hjalteyrargötu 8, Akureyri. Áætlaðar leigutekjur af framangreindum fasteignum á ársgrundvelli eru 147 m.kr.

Heildarvirði (e. enterprise value) Klettagarða samkvæmt kaupsamningi nemur 1.500 m.kr. sem verður leiðrétt með hliðsjón af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Kaupin eru fullfjármögnuð með reiðufé og yfirtöku eldri lána.

Fyrirsvarsmenn:

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs: „Með kaupunum á Kletti styrkjum við til muna vöru- og þjónustuframboð samstæðunnar. Klettur verður rekið sem sjálfstætt félag. Kaupin falla vel að þeirri stefnu að byggja upp enn öflugra þjónustufyrirtæki við íslenskt atvinnulíf. Við trúum því að með kaupunum geti samstæðan sótt á nýja markaði og tekið virkan þátt í beinni uppbyggingu innviða hérlendis næstu árin. Verði af viðskiptunum er reiknað með því að velta Skeljungs árið 2023, að Kletti meðtöldum, verði 70 milljarðar og áætlanir beggja félaga gefa fyrirheit um EBITDA í kringum 1300-1500 milljónir.“

Knútur G. Hauksson, forstjóri Kletts: „Á undanförum árum höfum við ásamt okkar frábæra starfsfólki og traustu birgjum byggt upp öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki. Við teljum að sú framtíðarsýn og frekari uppbyggingaráform sem tilvonandi kaupendur hafa kynnt fyrir okkur falli vel að núverandi stefnu félagsins og muni skapa því enn sterkari stöðu á þeim spennandi tímum sem framundan eru. Við höfum því fulla trú á að þetta sé frábært skref inn í framtíðina fyrir starfsmenn okkar og birgja, en ekki síður okkar tryggu viðskiptavini sem áfram geta treyst á gott vöruframboð og yfirburða þjónustu þeim til hagsbóta.“

Fyrirvarar:

Framangreind viðskipti eru háð hefðbundnum fyrirvörum, meðal annars samþykki helstu birgja Kletts – sölu og þjónustu ehf. sem og Samkeppniseftirlitsins. Upplýst verður þegar og ef skilyrði viðskiptanna verða uppfyllt.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðgjafi seljanda í viðskiptunum. LEX lögmannsstofa var ráðgjafi SKEL. 

Nánari upplýsingar veitir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs ehf. ()



EN
07/10/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Sa...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Samkaup Reference is made to the press releases dated May 22, June 3, June 16, and July 15, 2025, announcing that certain conditions in the share purchase agreement had been fulfilled concerning Orkan IS ehf.’s (“Orkan”) acquisition of share capital in Samkaup hf. (“Samkaup”). Today, the companies Samkaup and Atlaga ehf. (formerly Heimkaup) were formally merged. Concurrently, the settlement of Orkan’s share purchase agreement with the former shareholders of Samkaup was finalized. The shareholders of Samkaup received 582,548...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lo...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lokið Vísað er til fréttatilkynninga dags. 22. maí, 3. júní, 16. júní og 15. júlí 2025 þar sem kom fram að tiltekin skilyrði samkvæmt kaupsamningi hefðu verið uppfyllt vegna kaupa Orkunnar IS ehf. („Orkan“), á hlutafé í Samkaupum hf. („Samkaup“). Í dag voru félögin Samkaup og Atlaga ehf. (áður Heimkaup) sameinuð lögformlega Þá fór fram uppgjör á kaupsamningi Orkunnar við fyrrum hluthafa Samkaupa. Hluthafar Samkaupa fengu afhenta 582.548.510 hluti í Dröngum hf. ("Drangar") eða því sem nemur 28,7% hlutafjár, gegn afhendingu 9...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: The Competition Authority approves the mer...

SKEL fjárfestingafélag hf.: The Competition Authority approves the merger of Orkan and Samkaup Reference is made to press releases dated May 22, June 3, and June 16, 2025, which stated that certain conditions under the share purchase agreement had been fulfilled in relation to Orkan IS ehf.’s (“Orkan”) acquisition of shares in Samkaup hf. (“Samkaup”). The remaining condition for the transaction was that the Icelandic Competition Authority approved that the transaction does not constitute a merger that should be annulled or made subject to conditions under Article 17 of the Competition Act ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Ork...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Orkunnar og Samkaupa Vísað er til fréttatilkynninga dags. 22. maí, 3. júní og 16. júní 2025 þar sem sagði að tiltekin skilyrði samkvæmt kaupsamningi hefðu verið uppfyllt vegna kaupa Orkunnar IS ehf. („Orkan“), á hlutafé í Samkaupum hf. („Samkaup“). Eftirstandandi skilyrði vegna kaupanna var að Samkeppniseftirlitið samþykkti að í viðskiptunum felist ekki samruni sem beri að ógilda eða setja skilyrði fyrir samkvæmt 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samkeppniseftirlitið hefur nú lokið rannsókn. En það leit til upplýsinga í ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Underwriting of subscription for new share...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Underwriting of subscription for new share capital in the Orkan and Samkaup group Reference is made to the press release dated 3 June 2025, which stated that certain conditions under the purchase agreement had been fulfilled regarding the acquisition by Orkan IS ehf. (“Orkan”) of all shares held by Kaupfélag Suðurnesja (“KSK”) in Samkaup, with a nominal value of ISK 221,386,719, corresponding to 51.3% of the share capital in Samkaup. The announcement also stated that Orkan had signed purchase agreements with other shareholders of Samkaup for the acquisition of a...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch