SKEL Skeljungur hf.

SKEL fjárfestingafélag hf.: Úthlutun kauprétta

SKEL fjárfestingafélag hf.: Úthlutun kauprétta

Stjórn SKEL hefur ákveðið að veita tilteknum starfsmönnum félagsins kauprétti að allt að 10.801.254 hlutum í félaginu.

Kaupréttarsamningarnir eru veittir í því skyni að samtvinna hagsmuni félagsins og starfsmanna til lengri tíma. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttaráætlun og starfskjarastefnu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 7. mars 2024, þar sem hluthafafundur samþykkti að veita stjórn heimild til að úthluta kaupréttum starfsmanna félagsins, annarra en þeirra lykilstjórnenda er fengu úthlutaða kauprétti á grundvelli kaupréttaráætlunar sem samþykkt var á aðalfundi félagsins hinn 10. mars 2022.

  • Nýtingarverð kaupréttanna er kr. 16,956 á hlut, sem er vegið meðalverð í viðskiptum með hluti í félaginu á Nasdaq Iceland tíu heila viðskiptadaga fyrir útgáfu kauprétta. Verðið leiðréttist (til lækkunar) fyrir framtíðararðgreiðslum og samsvarandi úthlutun til hluthafa og leiðréttist (til hækkunar) með árlegum vöxtum sem nema 3% ofan á áhættulausa vexti frá útgáfudegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil.
  • Ávinnslutími er þrjú ár frá úthlutun og hefst nýtingartímabil þegar í stað að honum loknum en þá er unnt að nýta 1/3 af kauprétti, ári eftir það er unnt að nýta 1/3 af kauprétti og ári eftir það 1/3 af kauprétti.
  • Greitt skal fyrir kaupréttarhlutina með reiðufé þegar og ef þeir verða nýttir.
  • Ákveðið hlutfall af kaupréttarhlutum, 15% innleysts hagnaðar kaupréttarhafa, ef um hagnað verður að ræða, að frádregnum öllum sköttum og öðrum skyldugreiðslum í formi hlutafjár í félaginu, skal geyma til starfsloka.
  • Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið.

Í kjölfar úthlutunar kaupréttanna nemur heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem SKEL hefur veitt lykilstarfsmönnum sínum 107.602.943 hlutum eða um 5,73 % hlutafjár í félaginu.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL. ()





EN
20/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Interim financial summary H1 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Interim financial summary H1 2025 Attached is an announcement, investor presentation and financial summary of SKEL for the first half of 2025. An open presentation will be held on 15 August, 08:30 am, at Parliament Hotel, Þorvaldsstræti 2-6, 101 Reykjavík (entrance via the old Nasa building). At the meeting, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, CEO, and Magnús Ingi Einarsson, CFO, will present the results and highlights of the Company’s operations. For further information, please contact Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, . Attachments ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Árshlutauppgjör 1H 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Árshlutauppgjör 1H 2025 Meðfylgjandi er fréttatilkynning, fjárfestakynning og árshlutareikningur SKEL vegna fyrri árshelmings 2025. Opinn kynningarfundur verður haldinn 15. ágúst, kl. 08:30 á Parliament Hótelinu við Þorvaldsstræti 2-6, 101 Reykjavík. Gengið er inn um innganginn að gamla Nasa. Á fundinum munu Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri og Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri kynna afkomuna og helstu þætti úr rekstrinum. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, . Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Sa...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Samkaup Reference is made to the press releases dated May 22, June 3, June 16, and July 15, 2025, announcing that certain conditions in the share purchase agreement had been fulfilled concerning Orkan IS ehf.’s (“Orkan”) acquisition of share capital in Samkaup hf. (“Samkaup”). Today, the companies Samkaup and Atlaga ehf. (formerly Heimkaup) were formally merged. Concurrently, the settlement of Orkan’s share purchase agreement with the former shareholders of Samkaup was finalized. The shareholders of Samkaup received 582,548...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lo...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lokið Vísað er til fréttatilkynninga dags. 22. maí, 3. júní, 16. júní og 15. júlí 2025 þar sem kom fram að tiltekin skilyrði samkvæmt kaupsamningi hefðu verið uppfyllt vegna kaupa Orkunnar IS ehf. („Orkan“), á hlutafé í Samkaupum hf. („Samkaup“). Í dag voru félögin Samkaup og Atlaga ehf. (áður Heimkaup) sameinuð lögformlega Þá fór fram uppgjör á kaupsamningi Orkunnar við fyrrum hluthafa Samkaupa. Hluthafar Samkaupa fengu afhenta 582.548.510 hluti í Dröngum hf. ("Drangar") eða því sem nemur 28,7% hlutafjár, gegn afhendingu 9...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: The Competition Authority approves the mer...

SKEL fjárfestingafélag hf.: The Competition Authority approves the merger of Orkan and Samkaup Reference is made to press releases dated May 22, June 3, and June 16, 2025, which stated that certain conditions under the share purchase agreement had been fulfilled in relation to Orkan IS ehf.’s (“Orkan”) acquisition of shares in Samkaup hf. (“Samkaup”). The remaining condition for the transaction was that the Icelandic Competition Authority approved that the transaction does not constitute a merger that should be annulled or made subject to conditions under Article 17 of the Competition Act ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch