SKEL Skeljungur hf.

Skeljungur hf.: Auglýsing frá tilnefningarnefnd um framboð til stjórnar Skeljungs hf.

Skeljungur hf.: Auglýsing frá tilnefningarnefnd um framboð til stjórnar Skeljungs hf.

Tilnefningarnefnd Skeljungs hf. auglýsir eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar félagsins vegna aðalfundar Skeljungs sem haldinn verður 5. mars 2020.



Hlutverk tilnefningarnefndar er að hafa ráðgefandi hlutverk við val á stjórnarmönnum og leggur nefndin tillögur þess efnis fyrir aðalfund félagsins. Markmið með skipun tilnefningarnefndar er að koma á gagnsæju og skýru fyrirkomulagi tilnefninga stjórnarmanna á aðalfundi félagsins, sem m.a. skapar hluthöfum þess forsendur fyrir upplýstri ákvarðanatöku. Hlutverk nefndarinnar er að tryggja að stjórn félagsins hafi yfir að búa breidd í hæfni, reynslu og þekkingu. Jafnframt að færni stjórnarmanna sé af þeim toga að hún nýtist félaginu og dótturfélögum þess.



Allir stjórnarmenn þurfa að fullnægja þeim skilyrðum sem fram koma í samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög nr. 2/1995, sbr. 66. gr. laganna. Starfsreglur tilnefningarnefndar, samþykktir félagsins og önnur gögn eru aðgengileg á heimasíðu Skeljungs.



Óskað er eftir að tilnefningum eða framboðum sé skilað til tilnefningarnefndar, sjá meðfylgjandi eyðublað, eigi síðar en 6. febrúar 2020 með tölvupósti á netfangið . Nefndin mun bjóða frambjóðendum að funda með sér þann 7. febrúar 2020.

Tillaga nefndarinnar að stjórn verður send út ásamt öðrum tillögum til aðalfundar þann 13. febrúar 2020. Rétt er þó að geta þess að nefndin áskilur sér rétt til þess að endurskoða tillögu sína þar til tíu dögum fyrir aðalfund. Lokafrestur til framboðs er fimm dögum fyrir aðalfund en nefndin mun ekki geta lagt mat á framboð sem berast eftir að tvær vikur eru til fundarins, sem haldinn verður þann 5. mars 2020. Upplýsingar um alla frambjóðendur verða birtar á heimasíðu félagsins eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund.

Mikilvægar dagsetningar:

6. febrúar: Tilnefningarnefnd óskar eftir að tilnefningar/framboð séu send innan þessa dags

7. febrúar: Viðtöl tilnefningarnefndar við frambjóðendur

13. febrúar: Tillaga tilnefningarnefndar send út ásamt fundarboði til aðalfundar

20. febrúar: Tilnefningarnefnd leggur ekki mat á framboð sem berast eftir kl. 16:00 þennan dag

24. febrúar: Frestur tilnefningarnefndar til að endurskoða tillögu sínar og senda út

29. febrúar: Framboðsfrestur rennur út kl. 16:00

Viðhengi

EN
30/01/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: The equity offering of Drangar hf. is comp...

SKEL fjárfestingafélag hf.: The equity offering of Drangar hf. is completed SKEL fjárfestingafélag hf. announced on 18 July 2025 that settlement regarding the purchase of share capital in Samkaup had been completed. Subsequently, Drangar hf., the parent company of Orkan, Lyfjaval and Samkaup, commenced operations. In recent weeks, the company has been presented to professional investors as an investment opportunity in connection with a share capital increase. Signed subscription commitments amounting to ISK 3.6 billion have been received, whereas the objective was to raise ISK 3 billion. A...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hlutafjárútboði Dranga hf. er lokið

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hlutafjárútboði Dranga hf. er lokið SKEL fjárfestingafélag hf. tilkynnti 18. júlí 2025 að uppgjöri vegna kaupa á hlutafé í Samkaupum væri lokið. Í kjölfarið hófu Drangar hf., móðurfélag Orkunnar, Lyfjavals og Samkaupa, starfsemi. Undanfarnar vikur hefur félagið verið kynnt fagfjárfestum sem fjárfestingakostur vegna aukningar hlutafjár. Borist hafa undirrituð áskriftarloforð að fjárhæð 3,6 milljarða króna, en markmiðið var að safna 3 milljörðum króna. Samhliða nýtti Íslandsbanki hf. kauprétt sem bankinn hafði vegna sölutryggingar og SKEL rétt til skuldbreytingar ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás signs an agreement to acquire Hrei...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás signs an agreement to acquire Hreinsitækni and HRT Þjónusta Styrkás hf., a company 45.7% owned by SKEL, has today signed an agreement to acquire all shares in Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf., and related companies. The share purchase agreement is subject to customary conditions, including the approval of the Icelandic Competition Authority. The Hreinsitækni group is a leading provider of environmental and infrastructure services for municipalities and businesses, with facilities and an equipment fleet in four regions of Iceland. The group employs ap...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás undirritar samning um kaup á Hrein...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás undirritar samning um kaup á Hreinsitækni og HRT þjónustu Styrkás hf., félag í 45,7% eigu SKEL, undirritaði í dag samning um kaup á öllu hlutafé í Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf. og tengdum félögum. Kaupsamningurinn er háður hefðbundnum fyrirvörum, þ.á m. um samþykki Samkeppniseftirlits. Samstæða Hreinsitækni er leiðandi í umhverfis- og innviðaþjónustu fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. Félagið hefur aðstöðu og tækjaflota í fjórum landshlutum og fjöldi starfsmanna er um 150 manns. Velta samstæðunnar árið 2024 nam um 5 ma.kr. og hagnaður eftir afskrift...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Results of shareholders' meeting

SKEL fjárfestingafélag hf.: Results of shareholders' meeting Attached are the results of the shareholders’ meeting of SKEL fjárfestingafélag hf., held today, Tuesday, 4 November 2025. Further information is available from Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, CEO, at Attachment

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch