Skeljungur hf.: Finn Jakobsen ráðinn sem forstjóri P/F Magn, dótturfélags Skeljungs í Færeyjum
Stjórn P/F Magn hefur ráðið Finn Jakobsen, sem forstjóra P/F Magn, dótturfélags Skeljungs í Færeyjum.
Finn Jakobsen hefur lokið gráðu í rafmagnsverkfræði en hann hefur á síðastliðnum fjórum árum starfað sem tæknistjóri hjá P/F Magn. Þar áður starfaði Finn hjá SEV í nokkur ár, fyrst sem tæknistjóri en síðan sem rekstrarstjóri. Þá hefur Finn starfað hjá ráðgjafafyrirtæki í Danmörku á sviði rafmagnsverkfræði.
Sem forstjóri P/F Magn mun hann halda áfram að styrkja félagið á orkumarkaðnum sem og leiða það áfram í umskiptum yfir í endurnýjanlega orkugjafa, helst má þar nefna rekstur vindmyllugarðs að Flatnahaga í Færeyjum.
Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformaður P/F Magn:
“Margir hæfir umsækjendur sóttu um starf forstjóra félagsins og með það ríkir mikil ánægja innan félagsins en mikill áhugi var fyrir starfinu“
„Við teljum Finn hæfan í starfið og réttan aðila til þess að leiða félagið í komandi áskorunum og tækifærum. Sem tæknistjóri hjá P/F Magn hefur Finn átt stóran þátt í þróun grænna orkulausna fyrir félagið og þar að auki hefur hann víðtæka stjórnunarreynslu sem og mikla innsýn inn í rekstur félagins.“
Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, .
Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum og smásala. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, Kvikk og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.