SKEL Skeljungur hf.

Skeljungur hf.: Fyrirvörum um fjármögnun og áreiðanleikakönnun aflétt vegna sölu á P/F Magn til Sp/f Orkufelagsins. Skeljungur hyggst fjárfesta allt að 23% af heildarsöluverði P/F Magn í Sp/f Orkufelaginu.

Skeljungur hf.: Fyrirvörum um fjármögnun og áreiðanleikakönnun aflétt vegna sölu á P/F Magn til Sp/f Orkufelagsins. Skeljungur hyggst fjárfesta allt að 23% af heildarsöluverði P/F Magn í Sp/f Orkufelaginu.

Þann 2. september sl. var tilkynnt um að Skeljungur hefði tekið ákvörðun um að ganga til einkaviðræðna við Sp/f Orkufelagið um sölu á öllu hlutafé í dótturfélagi Skeljungs í Færeyjum, P/F Magn, á grundvelli tilboðs Sp/f Orkufelagsins. 

Sp/f Orkufelagið hefur nú lýst því yfir gagnvart Skeljungi að fyrirvarar kauptilboðsins varðandi fjármögnun og áreiðanleikakönnun hafi ýmist verið uppfylltir eða að fallið sé frá þeim. Söluverð P/F Magn er óbreytt frá fyrri tilkynningu og nemur DKK 615 milljónum, eða um 12,3 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt að taka þátt í fjármögnun Sp/f Orkufélagsins, með þeim hætti að allt að 23% heildarsöluverðs í viðskiptunum verður endurfjárfest í Sp/f Orkufélaginu og með því eignast Skeljungur allt að 49% eignarhluta í Sp/f Orkufelaginu.

Samkvæmt ofangreindu eru áætluð áhrif viðskiptanna á efnahag Skeljungs þau að nettó vaxtaberandi skuldir lækka um 2,1 milljarð króna, handbært fé eykst um 7,2 milljarða og fjárfesting í Sp/f Orkufelaginu verður allt að 2,9 milljarðar króna. Eigið fé mun hækka um u.þ.b. 6 milljarða króna miðað við ofangreindar forsendur.

Framangreint er með fyrirvara um samþykki viðeigandi eftirlitsaðila og lokafrágang skjala. Áætlað er að viðskiptunum verði endanlega lokið í nóvember svo sem áður hefur verið tilkynnt um. Við lokafrágang verður nánar greint frá fjárhagslegum áhrifum og aðkomu Skeljungs að Sp/f Orkufelaginu.

Sp/f Orkufelagið er færeyskt félag með reynslumikla starfsmenn í orku- og smásölurekstri. Sp/f Orkufelagið hefur það að markmiði að verða leiðandi aðili í öllum tegundum orkurekstrar í Færeyjum.  Teitur Poulsen er stjórnarformaður Sp/f Orkufelagsins.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs,



EN
31/10/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás signs an agreement to acquire Hrei...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás signs an agreement to acquire Hreinsitækni and HRT Þjónusta Styrkás hf., a company 45.7% owned by SKEL, has today signed an agreement to acquire all shares in Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf., and related companies. The share purchase agreement is subject to customary conditions, including the approval of the Icelandic Competition Authority. The Hreinsitækni group is a leading provider of environmental and infrastructure services for municipalities and businesses, with facilities and an equipment fleet in four regions of Iceland. The group employs ap...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás undirritar samning um kaup á Hrein...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás undirritar samning um kaup á Hreinsitækni og HRT þjónustu Styrkás hf., félag í 45,7% eigu SKEL, undirritaði í dag samning um kaup á öllu hlutafé í Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf. og tengdum félögum. Kaupsamningurinn er háður hefðbundnum fyrirvörum, þ.á m. um samþykki Samkeppniseftirlits. Samstæða Hreinsitækni er leiðandi í umhverfis- og innviðaþjónustu fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. Félagið hefur aðstöðu og tækjaflota í fjórum landshlutum og fjöldi starfsmanna er um 150 manns. Velta samstæðunnar árið 2024 nam um 5 ma.kr. og hagnaður eftir afskrift...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Results of shareholders' meeting

SKEL fjárfestingafélag hf.: Results of shareholders' meeting Attached are the results of the shareholders’ meeting of SKEL fjárfestingafélag hf., held today, Tuesday, 4 November 2025. Further information is available from Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, CEO, at Attachment

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Niðurstöður hluthafafundar

SKEL fjárfestingafélag hf.: Niðurstöður hluthafafundar Meðfylgjandi eru niðurstöður hluthafafundar SKEL fjárfestingafélags hf. sem haldinn var í dag, þriðjudaginn 4. nóvember 2025. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri, . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q3 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q3 2025 Enclosed is the trading statement of Skel fjárfestingafélag hf. for the third quarter of 2025.  For further information, or to request a meeting, please contact    Attachment

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch