SKEL Skeljungur hf.

Skeljungur hf.: Hagræðingar og skipulagsbreytingar hjá Skeljungi

Skeljungur hf.: Hagræðingar og skipulagsbreytingar hjá Skeljungi

Stjórn Skeljungs hf. samþykkti í dag nýtt skipurit félagsins að tillögu forstjóra. Markmið skipulagsbreytinganna er að einfalda starfsemina, stytta boðleiðir og hagræða í rekstri. Auk þess er verið að bregðast við því rekstrarumhverfi sem félagið býr við.

Helstu breytingarnar eru þær að verkefni munu færast til á milli sviða sem leiðir til þess að stöðugildum hjá félaginu fækkar um 20 og taka breytingarnar til allra sviða félagsins.

Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 100 m. kr. og verður hann gjaldfærður á fyrsta fjórðungi ársins.

Engin breyting er gerð á aðilum í framkvæmdastjórn en eftirfarandi eru meginbreytingar á verkefnum milli sviða samkvæmt hinu nýja skipuriti:

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, mun taka við dreifingu eldsneytis, sem áður tilheyrði rekstrarsviði, ásamt því að sinna áfram sölu til fyrirtækja í sjávarútvegi, flugi og landi, ásamt vörusölu og þjónustuveri.

Már Erlingsson verður framkvæmdastjóri innkaupa og birgðahalds í stað framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.

Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, mun taka við verkefnum framkvæmdadeildar, ásamt því að sinna áfram þjónustustöðvum Orkunnar, Kvikk, 10-11 og Extra.

Gróa Björg Baldvinsdóttir, sem áður leiddi lögfræðisvið ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn, mun verða framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála. Mannauður og menning, gæða- öryggis- og umhverfismál sem áður tilheyrðu fjármálasviði færast til

Gróu, sem og stjórnarhættir og stefna.

Ólafur Þór Jóhannesson mun áfram leiða fjármálasvið en undir því sviði tilheyra móttaka, reikningshald og upplýsingatækni. Auk þess mun Ólafur Þór gegna stöðu staðgengils forstjóra en áður gegndi Már Erlingsson þeirri stöðu.

Meðfylgjandi er nýtt skipurit sem tekur gildi 1. mars 2021.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, .

Viðhengi



EN
26/02/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Interim financial summary H1 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Interim financial summary H1 2025 Attached is an announcement, investor presentation and financial summary of SKEL for the first half of 2025. An open presentation will be held on 15 August, 08:30 am, at Parliament Hotel, Þorvaldsstræti 2-6, 101 Reykjavík (entrance via the old Nasa building). At the meeting, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, CEO, and Magnús Ingi Einarsson, CFO, will present the results and highlights of the Company’s operations. For further information, please contact Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, . Attachments ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Árshlutauppgjör 1H 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Árshlutauppgjör 1H 2025 Meðfylgjandi er fréttatilkynning, fjárfestakynning og árshlutareikningur SKEL vegna fyrri árshelmings 2025. Opinn kynningarfundur verður haldinn 15. ágúst, kl. 08:30 á Parliament Hótelinu við Þorvaldsstræti 2-6, 101 Reykjavík. Gengið er inn um innganginn að gamla Nasa. Á fundinum munu Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri og Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri kynna afkomuna og helstu þætti úr rekstrinum. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, . Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Sa...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Samkaup Reference is made to the press releases dated May 22, June 3, June 16, and July 15, 2025, announcing that certain conditions in the share purchase agreement had been fulfilled concerning Orkan IS ehf.’s (“Orkan”) acquisition of share capital in Samkaup hf. (“Samkaup”). Today, the companies Samkaup and Atlaga ehf. (formerly Heimkaup) were formally merged. Concurrently, the settlement of Orkan’s share purchase agreement with the former shareholders of Samkaup was finalized. The shareholders of Samkaup received 582,548...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lo...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lokið Vísað er til fréttatilkynninga dags. 22. maí, 3. júní, 16. júní og 15. júlí 2025 þar sem kom fram að tiltekin skilyrði samkvæmt kaupsamningi hefðu verið uppfyllt vegna kaupa Orkunnar IS ehf. („Orkan“), á hlutafé í Samkaupum hf. („Samkaup“). Í dag voru félögin Samkaup og Atlaga ehf. (áður Heimkaup) sameinuð lögformlega Þá fór fram uppgjör á kaupsamningi Orkunnar við fyrrum hluthafa Samkaupa. Hluthafar Samkaupa fengu afhenta 582.548.510 hluti í Dröngum hf. ("Drangar") eða því sem nemur 28,7% hlutafjár, gegn afhendingu 9...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: The Competition Authority approves the mer...

SKEL fjárfestingafélag hf.: The Competition Authority approves the merger of Orkan and Samkaup Reference is made to press releases dated May 22, June 3, and June 16, 2025, which stated that certain conditions under the share purchase agreement had been fulfilled in relation to Orkan IS ehf.’s (“Orkan”) acquisition of shares in Samkaup hf. (“Samkaup”). The remaining condition for the transaction was that the Icelandic Competition Authority approved that the transaction does not constitute a merger that should be annulled or made subject to conditions under Article 17 of the Competition Act ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch