SKEL Skeljungur hf.

Skeljungur hf.: Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Skeljungur hf.: Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Á aðalfundi Skeljungs hf., sem haldinn var 5. mars 2020, var stjórn félagsins veitt heimild til að kaupa hlutabréf í félaginu, fram að næsta aðalfundi, þó þannig að Skeljungur hf. ásamt dótturfélögum þess mega einungis eiga mest 10% hlutafjár félagsins.

Stjórn Skeljungs hf. hefur tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar á grundvelli gildandi heimildar. Áætlað er að kaupa allt að 24.820.946 eigin hluti í félaginu eða sem samsvarar 1,25% af útgefnu hlutafé, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 250.000.000 kr. Markmið áætlunarinnar er að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Kaupin verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags verða að hámarki 3.585.505 hlutir sem jafngildir 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands í febrúar 2020. Endurgjald fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra.

Gert er ráð fyrir að endurkaup samkvæmt áætluninni hefjist 19. mars 2020 og mun áætlunin vera í gildi fram að aðalfundi félagsins 2021, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Skeljungur á nú 166.356.181 eigin hluti, eða sem nemur 7,7% af útgefnu hlutafé í félaginu. Á aðalfundi félagsins 5. mars 2020 var samþykkt að lækka hlutafé félagsins úr kr. 2.152.031.847 að nafnvirði í kr. 1.985.675.666 að nafnverði, með þeim hætti að hlutir félagsins að nafnverði kr. 166.356.181 yrðu ógiltir. Sú lækkun hefur ekki enn verið skráð í fyrirtækjaskrá RSK. Félagið vonar að lækkunin verði skráð á næstu dögum hjá RSK. Tilkynnt verður þegar lækkunin hefur verið skráð.

Endurkaupaáætlun verður framkvæmd af Arion banka hf. sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna, óháð félaginu. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlun verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, .

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum og smásala. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, Kvikk og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

EN
18/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q1 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q1 2025 Enclosed is the trading statement of Skel fjárfestingafélag hf. for the first quarter of 2025.  For further information, or to request a meeting, please contact    Attachment

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir fyrsta ársfjórðung 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir fyrsta ársfjórðung 2025 Meðfylgjandi er tilkynning Skel fjárfestingafélags hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2025.  Sé óskað eftir nánari upplýsingum eða fundi vinsamlegast sendið tölvupóst . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Results of AGM 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Results of AGM 2025 Enclosed are the results of the Annual General Meeting of SKEL fjárfestingafélag hf. held today, Thursday 6 March 2025. For further information please contact Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, CEO,  Attachment

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: AGM 6 March 2025 - Candidates to the Board...

SKEL fjárfestingafélag hf.: AGM 6 March 2025 - Candidates to the Board of Directors and Nomination Committee SKEL fjárfestingafélag hf.'s Annual General Meeting will be held on Thursday, 6 March 2025 at 16:00 in the Ballroom at the Reykjavík Edition, Austurbakki 2, 101 Reykjavík. The deadline for declaring candidacy for the Board of Directors has passed. The following are the candidates for the Board of Directors of SKEL: Birna EinarsdóttirBirna Ósk EinarsdóttirGuðni Rafn EiríkssonJón Ásgeir JóhannessonSigurður Ásgeir Bollason Further information on each candida...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Aðalfundur 6. mars 2025 – framboð til stjó...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Aðalfundur 6. mars 2025 – framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar Aðalfundur SKEL fjárfestingafélags hf. verður haldinn þann 6. mars 2025 kl. 16:00 í Ballroom salnum í Reykjavík Edition, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. Framboðsfrestur til stjórnar er runninn út. Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í stjórn félagsins: Birna EinarsdóttirBirna Ósk EinarsdóttirGuðni Rafn EiríkssonJón Ásgeir JóhannessonSigurður Ásgeir Bollason Nánari upplýsingar um frambjóðendur og tillögu tilnefninganefndar er að finna í viðhengi og á heimasíðu SKEL:  Framboðsfrestur til ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch