Skeljungur hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun – kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun lokið
Í 16. og 17. viku 2020, keypti félagið 3.405.235 eigin hluti fyrir 26.495.310 kr. eins og hér segir:
Dagsetning | Tímasetning viðskipta | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð (gengi) | Kaupverð (kr) |
17.4.2020 | 14:09:36 | 1.500.000 | 7,80 | 11.700.000 |
20.4.2020 | 11:33:05 | 1.000.000 | 7,80 | 7.800.000 |
20.4.2020 | 14:44:19 | 500.000 | 7,75 | 3.875.000 |
21.4.2020 | 09:31:43 | 405.235 | 7,70 | 3.120.310 |
Samtals | 3.405.235 | 26.495.310 |
Um er að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins, sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 18. mars 2020.
Skeljungur hefur nú keypt samtals 24.820.946 hluti í félaginu sem samsvarar 100% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt núgildandi áætlun. Kaupum samkvæmt endurkaupaáætluninni er því nú lokið. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals 185.584.828 krónum. Skeljungur á nú samtals 24.820.946 hluti eða 1,25% af heildarhlutafé félagsins.
Samkvæmt endurkaupaáætluninni mátti heildarkaupverð ekki vera hærra en kr. 250.000.000, með þeim fyrirvara að félagið ásamt dótturfélögum þess mátti mest eiga 10% hlutafjár þess. Þar sem skilyrðum um hámarkskaup var náð í dag er gildistíma áætlunarinnar lokið. Endurkaupaáætlunin var framkvæmd í samræmi við lög nr. 2/1995 um hlutafélög og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, ,
Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum og smásala. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, Kvikk og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.