Skeljungur hf.: Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Lyfsalans ehf. á öllu hlutafé í Lyfjavali ehf. Skeljungur eignast samhliða því 56% í Lyfsalanum
Þann 25. júní 2021 var kauptilboði Lyfsalans ehf. í 100% hlutafé Lyfjavals ehf. og Landakots fasteignafélags ehf. samþykkt. Samhliða samþykktu kauptilboði og hlutafjáraukningu verður Skeljungur 56% hluthafi í Lyfsalanum ehf.
Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag kaupin og telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna samrunans og er hann heimilaður án allra skilyrða.
Að öðru leyti er vísað til tilkynningar Skeljungs um kaupin þann 25. júní 2021.
Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, .
