SKEL Skeljungur hf.

Skeljungur hf.:Nýir samningar um viðskiptavakt við Íslandsbanka hf. og Arion banka hf.

Skeljungur hf.:Nýir samningar um viðskiptavakt við Íslandsbanka hf. og Arion banka hf.

Skeljungur hf. hefur gert nýja samninga um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Skeljungi hf. við Íslandsbanka hf. og Arion Banka hf. og taka þeir gildi 4. mars 2020. Þessir samningar koma í stað eldri samninga um viðskiptavakt sem gerðir voru við sömu aðila í lok árs 2016. Samningarnir eru í samræmi við ákvæði 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Skeljungur hf. hefur hins vegar sagt upp samningi sínum við Landsbankann hf. um viðskiptavakt með hlutabréf í Skeljungi hf., sem var einnig frá lok 2016, og tekur uppsögnin gildi frá og með 4. mars 2020.

Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Kauphöll Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Íslandsbanki hf. og Arion Banki hf. skuldbinda sig sem viðskiptavakar til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð á Nasdaq Iceland í hlutabréf Skeljungs hf. Báðir samningarnir við bankana kveða á um að lágmarksfjárhæð kaup- og sölutilboða sé 1.000.000 hlutir að nafnvirði og hámarksfjárhæð heildarviðskipta bankanna, dag hvern, 75.000.000 kr.

Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum er 1,5% og skal frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki vera meira en 3% .

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, .

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum og smásala. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, Kvikk og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

EN
03/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Orkan signs purchase agreement for shares ...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Orkan signs purchase agreement for shares in Samkaup Following previous discussions between SKEL fjárfestingafélag hf. (“SKEL”) and Samkaup hf. (“Samkaup”) regarding a merger of Samkaup with Orkan IS ehf. (“Orkan”) and Atlaga ehf. (formerly Heimkaup), further discussions took place with Kaupfélag Suðurnesja svf. (“KSK”), the largest shareholder in Samkaup, about resuming the dialogue under new terms. This past December, the parties reached an agreement on a merger between Atlaga and Samkaup, a transaction that received competition authority approval in April. To...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Orkan undirritar kaupsamning um hlutafé í ...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Orkan undirritar kaupsamning um hlutafé í Samkaupum Í framhaldi af fyrri viðræðum SKEL fjárfestingarfélags hf. („SKEL“) og Samkaupa hf. („Samkaup“) um sameiningu Samkaupa við Orkuna IS ehf. („Orkan“) og Atlögu ehf. (áður Heimkaup ehf.), áttu sér stað viðræður við Kaupfélag Suðurnesja svf. („KSK“), stærsta eiganda Samkaupa, um að taka upp þráðinn undir nýjum formerkjum. Síðastliðinn desember komust aðilar að samkomulagi um samruna Atlögu og Samkaupa, en þau viðskipti hlutu samþykki samkeppnisyfirvalda í apríl. Í dag var undirritaður kaupsamningur milli Orkunnar s...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q1 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q1 2025 Enclosed is the trading statement of Skel fjárfestingafélag hf. for the first quarter of 2025.  For further information, or to request a meeting, please contact    Attachment

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir fyrsta ársfjórðung 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir fyrsta ársfjórðung 2025 Meðfylgjandi er tilkynning Skel fjárfestingafélags hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2025.  Sé óskað eftir nánari upplýsingum eða fundi vinsamlegast sendið tölvupóst . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Results of AGM 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Results of AGM 2025 Enclosed are the results of the Annual General Meeting of SKEL fjárfestingafélag hf. held today, Thursday 6 March 2025. For further information please contact Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, CEO,  Attachment

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch