A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

VÍS stofnar SIV eignastýringu

VÍS stofnar SIV eignastýringu

VÍS hefur ákveðið að útvíkka starfsemi sína og bjóða upp á sjóða- og eignastýringu. Stofnað verður nýtt dótturfélag undir starfsemina sem hlýtur nafnið SIV eignastýring ( Félagið mun í framhaldi sækja um starfsleyfi til eignastýringar og rekstrar sjóða ─ en stefnt er að því að starfsemi félagsins hefjist um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir.

Góður árangur í fjárfestingum VÍS

Árangur VÍS í fjárfestingum hefur verið mjög góður á undanförnum árum. Fjárfestingartekjur félagsins frá árinu 2018 nema um 21 milljarði króna og telja fjárfestingareignir þess nú um 45 milljarða króna. Fjárfestingar eru önnur af tveimur grunnstoðum í starfsemi VÍS ─ og því fellur eignastýring vel að starfsemi félagsins. VÍS mun fela SIV eignastýringu að stýra fjárfestingareignum sínum.

Reynsla í lykilhlutverki

VÍS mun eiga ráðandi hlut í SIV eignastýringu ─ og mun eitt fara með virkan eignarhlut í félaginu. Aðrir helstu hluthafar verða Arnór Gunnarsson, nú forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, og Þorkell Magnússon, sem starfað hefur sem forstöðumaður sjóðastýringar Kviku banka ─ en þeir munu jafnframt starfa hjá félaginu. Arnór Gunnarsson verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar, en hann hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði síðan 2001. Þorkell verður forstöðumaður sjóðastýringar hjá SIV eignastýringu, en reynsla hans á fjármálamarkaði nær aftur til ársins 1998. Áður störfuðu Arnór og Þorkell saman hjá Öldu sjóðum, Stefni og Kaupþingi.

Tækifæri á íslenskum fjármálamarkaði

Örar samfélagsbreytingar kalla á stöðuga endurskoðun á þjónustuframboði, ekki síst í trygginga- og fjármálaþjónustu. Þessi útvíkkun á starfsemi VÍS endurspeglar þá þróun sem hefur átt sér stað víða í Evrópu þar sem tryggingafélög hafa boðið  upp á fjölbreyttari trygginga-og fjármálaþjónustu. Á undanförnum árum hefur verðbréfamarkaður verið að byggjast upp hér á landi og hefur fjárfestingakostum í skráðum verðbréfum fjölgað til muna. Á sama tíma hefur þátttakendum á markaði fjölgað talsvert með aukinni þátttöku almennings á skráðum hlutabréfamarkaði og uppfærslu Íslands í flokk nýmarkaðsríkja hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Því er ljóst að spennandi tækifæri eru til staðar á íslenskum fjármálamarkaði.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS:

„Við leggjum ríka áherslu á að VÍS þróist í takt við samfélagið og horfum til þess að bjóða upp á fjölbreyttari trygginga- og fjármálaþjónustu. Sterk staða á tryggingamarkaði, breiður viðskiptavinagrunnur, fjárhagslegur styrkur, öflugur tæknilegur grunnur og góður árangur í fjárfestingum ─ eru styrkleikar sem við viljum byggja á. Við höfum góðan grunn og afar sterka innviði til þess að taka næstu skref. Ég trúi því að árangur hins nýja félags muni byggja á umtalsverðri þekkingu og reynslu öflugs starfsfólks í fjárfestingum og eignastýringu. Ég tel að þetta skref í útvíkkun starfseminnar, sem eignastýringin felur í sér, sé mikið heillaskref ─ og auðvitað mikil tímamót í sögu félagsins.“

Nánari upplýsingar veitir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS,

í síma 660-5140 og með tölvupósti



EN
21/09/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppgjör Skaga á 2. ársfjórðungi 2025

Skagi: Uppgjör Skaga á 2. ársfjórðungi 2025         17. júlí 2025 Besti fjórðungur tryggingastarfsemi VÍS frá skráningu Fjárfestingartekjur lita áfram afkomu Afkoma 2F og H1 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 2F 2025 Samstæðan Hagnaður eftir skatta nam 972 m.kr. (2F 2024: 137 m.kr.).Hagnaður á hlut nam 0,51 kr. á tímabilinu.Arðsemi eigin fjár var 18,4% á ársgrundvelli (2F 2024: 2,7%) og gjaldþol samstæðu var 1,28 í lok tímabilsins.Eigið fé samstæðu nam 21.393 m.kr. við lok tímabilsins. Tryggingastarfsemi Áframhaldandi tekjuvöxtur í tryggingastarfsemi VÍS sem óx um 8,9% á ...

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025

Skagi: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025 Drög að uppgjöri fyrri árshelmings ársins 2025 benda til þess að samsett hlutfall í tryggingastarfsemi VÍS á tímabilinu sé 90,6% sem er talsvert betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í áður birtum rekstrahorfum fyrir árið 2025 í heild var áætlað að samsett hlutfall yrði á bilinu 93-96% með markmið um að vera undir 94%. Með vísan til þessa telur félagið rétt að uppfæra rekstrarhorfur í tryggingastarfsemi þannig að áætlað er að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 92-95%. Áhrifaþættir á samsett hlutfall fyrri árshelmings eru m.a. eftirfa...

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppfært fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025

Skagi: Uppfært fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025 Fjárhagsdagatali Skaga sem birt var þann 18. desember 2024 hefur verið breytt og er uppfært dagatal með eftirfarandi hætti: Fjárhagsdagatal: 2. ársfjórðungur 2025 (árshlutareikningur)             fimmtudagur 17. júlí 2025 3. ársfjórðungur 2025 (árshlutareikningur)             miðvikudagur 29. október 2025          Ársuppgjör 2025                                                     miðvikudagur 18. febrúar 2026          Aðalfundur 2026                                                     þriðjudagur 17. mars 2026 Vakin er athy...

 PRESS RELEASE

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt vi...

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf. Skagi hf. hefur gert nýja samninga við Arion banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningarnir taka gildi frá og með 2. maí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Kviku banka hf. um viðskiptavakt. Uppsögnin tekur gildi í lok dags þann 30. apríl 2025. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla seljanleika hlutabréfa Skaga hf., stuðla að virku og gagnsæju viðskiptaumhverfi og bæta verðmyndun hlutabréfanna. ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025 Góður taktur í grunnrekstri en neikvæð afkoma fjárfestinga litar niðurstöðurAfkoma 1F 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 1F 2025 Tap eftir skatta nam 1.353 mkr. (1F 2024:+136 mkr.).Neikvæðar fjárfestingatekjur og fjármagnsliðir draga afkomu samanlagt niður um 1.019 mkr. Þar af voru fjárfestingatekjur neikvæðar um 497 mkr., sem kemur til að mestu vegna lækkunar skráðra hlutabréfa um 1.063 m.kr.Áframhaldandi góður taktur í tryggingastarfsemi með 10,9% tekjuvöxt á milli ára. Samsett hlutfall 100,7% (1F 2024: 103,6%) og batnar um 2,9 ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch