A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025

Góður taktur í grunnrekstri en neikvæð afkoma fjárfestinga litar niðurstöður

Afkoma 1F 2025 hjá samstæðu Skaga hf.

Helstu lykiltölur 1F 2025

  • Tap eftir skatta nam 1.353 mkr. (1F 2024:+136 mkr.).
  • Neikvæðar fjárfestingatekjur og fjármagnsliðir draga afkomu samanlagt niður um 1.019 mkr. Þar af voru fjárfestingatekjur neikvæðar um 497 mkr., sem kemur til að mestu vegna lækkunar skráðra hlutabréfa um 1.063 m.kr.
  • Áframhaldandi góður taktur í tryggingastarfsemi með 10,9% tekjuvöxt á milli ára. Samsett hlutfall 100,7% (1F 2024: 103,6%) og batnar um 2,9 prósentustig á milli ára.
  • Afkoma af vátryggingasamningum nam –51 mkr. og batnar um 192 mkr. milli ára.
  • Hreinar tekjur í fjármálastarfsemi nema 780 m.kr. á tímabilinu (1F 2024: 626 m.kr.) og vaxa um 25% á milli ára.
  • Afkoma fjármálastarfsemi fyrir skatta er neikvæð um 34 mkr., en kostnaður að fjárhæð um 60 mkr. fellur til í fjórðungnum vegna fækkunar stöðugilda og kostnaðar vegna sameiningar Íslenskra verðbréfa við fjármálastarfsemi samstæðunnar.
  • Eignir í stýringu nema 225 ma.kr. og minnka um 2 ma.kr. milli fjórðunga vegna lækkana á eignamörkuðum.
  • Tap á hlut nam 0,71 kr. á fjórðungnum (1F 2024: +0,07).
  • Eigið fé samstæðu nemur 20,9 ma.kr.
  • Gjaldþol samstæðu er 1,19 í lok tímabilsins, eftir arðgreiðslu og lækkanir í hlutabréfasafni á sama tíma og kröfur um eiginfjárbindingu hækkuðu vegna mikillar hækkunar evrópskra hlutabréfavísitalna á sama tímabili.

Haraldur I. Þórðarson, forstjóri

„Það var áfram jákvæð þróun í grunnrekstri Skaga á fyrsta fjórðungi ársins og frekari skref voru tekin í samþættingu á milli rekstrareininga í samstæðunni. Verðlækkanir skráðra hlutabréfa drógu niður afkomu fjárfestinga og krefjandi markaðsaðstæður höfðu því töluverð áhrif á rekstrarafkomu samstæðunnar á tímabilinu.

Tryggingarekstur VÍS er í góðum farvegi og iðgjaldavöxtur er áfram sterkur. Kostnaðarhlutfall lækkar enn og afkoma af tryggingarekstri batnar nokkuð á milli ára þrátt fyrir að árstíðarbundinn tjónaþungi hafi í för með sér neikvæða afkomu af vátryggingasamningum.

Afkoma fjárfestingasafns VÍS litaðist talsvert af erfiðum aðstæðum og miklum sveiflum á eignamörkuðum, sér í lagi vegna verðlækkana á skráðum hlutabréfum á tímabilinu. Virk stýring safnsins skilaði þó árangri umfram viðmið en safnið lækkaði um 1,1% til samanburðar við 1,6% lækkun viðmiðunarvísitölu. Á fjórðungnum var dregið nokkuð úr vægi skráðra hlutabréfa og aukið á vægi skuldabréfa.

Starfsemi Fossa fjárfestingarbanka heldur áfram að vaxa og reglulegar tekjur af bankastarfsemi, s.s. vaxtamunur og samningsbundnar þóknanatekjur, og aðrir vaxandi tekjustraumar spiluðu stórt hlutverk á fyrsta ársfjórðungi.

Sameining SIV eignastýringar og ÍV sjóða undir nafni Íslenskra verðbréfa kláraðist formlega undir lok fyrsta ársfjórðungs. Sameinað félag Íslenskra verðbréfa telur nú 15 starfsmenn í Reykjavík og á Akureyri sem stýra eignasöfnum og sjóðum fyrir stofnanafjárfesta, fagfjárfesta og einstaklinga. Fjölbreytt sjóðaframboð félagsins, sem telur 25 sjóði og þar af 16 sjóði fyrir almenna fjárfesta, er nú aðgengilegt viðskiptavinum innan samstæðunnar sem og nýjum viðskiptavinum í gegnum heimasíðu félagsins . Nú þegar sameiningu félaganna er lokið má búast við að samlegðaráhrif komi fram strax á öðrum ársfjórðungi.

Afkoma af fjármálastarfsemi samstæðu Skaga fyrir skatta var neikvæð um 34 milljónir á tímabilinu og litast að hluta af kostnaði í tengslum við sameiningu Fossa og Íslenskra verðbréfa annars vegar og SIV og ÍV sjóða hins vegar.

Áhrifa aukinnar óvissu í alþjóðamálum gætir enn á fjármálamörkuðum en neikvæð afkoma á fyrsta ársfjórðungi, skýrist að mestu af neikvæðri afkomu af fjárfestingum og árstíðarbundnum tjónaþunga í tryggingastarfsemi. Á fjórðungnum er afkoma af vátryggingastarfsemi umfram áætlun og vöxtur í fjármálastarfsemi er í takti við markmið. Rekstrarhorfur fyrir árið eru því óbreyttar.“

Rekstrarhorfur 2025

Horfur fyrir rekstrarárið 2025, sem við kynntum í uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2024 eru1:

  • Tryggingastarfsemi: Samsett hlutfall verði á bilinu 93% – 96%. Markmið <94%.
  • Fjármálastarfsemi: Hreinar fjármálatekjur2 nemi á bilinu 2.900 – 3.500 milljónir. Markmið >3.100 milljónir.
  • Fjárfestingartekjur: Áætluð ávöxtun fjárfestingareigna á árinu er 10% en það er byggt á forsendum miðað við vaxtastig í upphafi árs og fjárfestingarstefnu.3



Kynningarfundur

Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl, klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins í Ármúla 3, Reykjavík. Haraldur Þórðarson, forstjóri, og Brynjar Þór Hreinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Hægt verður að fylgjast með fundinum í og nálgast má upptöku af honum á félagsins. Þar verður einnig hægt að nálgast kynningarefni fundarins.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Skaga. Netfang:     


1 Upplýst verður um afkomuhorfur í trygginga- og fjármálastarfsemi ef þær breytast frá þeim vikmörkum sem kynntar eru.

2 Hreinar fjármálatekjur eru allar tekjur í fjármálastarfsemi, þ.m.t. hreinar vaxta- og þóknanatekjur, fjármunatekjur og aðrar tekjur.

3 Um er að ræða áætlaða ávöxtun fjárfestingareigna VÍS. Ekki verður upplýst um frávik frá áætlaðri ávöxtun fjárfestingareigna. Félagið birtir upplýsingar um stærstu eignir í fjárfestingarstarfsemi í fjárfestakynningum ársfjórðungslega.

Viðhengi



EN
29/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt vi...

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf. Skagi hf. hefur gert nýja samninga við Arion banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningarnir taka gildi frá og með 2. maí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Kviku banka hf. um viðskiptavakt. Uppsögnin tekur gildi í lok dags þann 30. apríl 2025. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla seljanleika hlutabréfa Skaga hf., stuðla að virku og gagnsæju viðskiptaumhverfi og bæta verðmyndun hlutabréfanna. ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025 Góður taktur í grunnrekstri en neikvæð afkoma fjárfestinga litar niðurstöðurAfkoma 1F 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 1F 2025 Tap eftir skatta nam 1.353 mkr. (1F 2024:+136 mkr.).Neikvæðar fjárfestingatekjur og fjármagnsliðir draga afkomu samanlagt niður um 1.019 mkr. Þar af voru fjárfestingatekjur neikvæðar um 497 mkr., sem kemur til að mestu vegna lækkunar skráðra hlutabréfa um 1.063 m.kr.Áframhaldandi góður taktur í tryggingastarfsemi með 10,9% tekjuvöxt á milli ára. Samsett hlutfall 100,7% (1F 2024: 103,6%) og batnar um 2,9 ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 og kynningarfundur

SKAGI: Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 og kynningarfundur Skagi mun birta uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða þann 29. apríl næstkomandi. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn samdægurs 29. apríl, klukkan 16:30 í húsnæði félagsins Ármúla 3 þar sem Haraldur I. Þórðarson, forstjóri félagsins, mun kynna uppgjör fjórðungsins.   Hægt verður að fylgjast með fundinum á . Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast á sömu slóð.    

 PRESS RELEASE

SKAGI: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) 2024

SKAGI: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) 2024 Skagi (áður Vátryggingafélag Íslands) hefur  gefið út skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu vegna vátryggingastarfsemi á árinu 2024. Í skýrslunni eru ítarlegar upplýsingar um starfsemi félagsins, gjaldþol og fjárhagslega stöðu. Skýrslan er gefin út í samræmi við kröfur laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016. Í skýrslunni eru veittar upplýsingar sem er ætlað að auka skilning á starfsemi félagsins. Fjallað er um stjórnkerfi félagsins, rekstur og afkomu af vátryggingastarfsemi og fjármálastarfsemi, skipulag og framkvæmd áhæt...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Niðurstöður aðalfundar þann 27. mars 2025

SKAGI: Niðurstöður aðalfundar þann 27. mars 2025 Aðalfundur Skaga hf. var haldinn fimmtudaginn 27. mars 2025. Meðfylgjandi er samantekt á niðurstöðum fundarins. Jafnframt eru meðfylgjandi uppfærðar samþykktir og samþykkt starfskjarastefna vegna ársins 2025. Eftirfarandi aðilar voru kjörnir í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár og hafa stjórnarmenn skipt með sér verkum.  Stjórnin er skipuð með eftirfarandi hætti: Aðalstjórn: Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður Vilhjálmur Egilsson, varaformaður stjórnar Hrund Rudolfsdóttir Marta Guðrún Blöndal Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch