SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Breytingar á hlutafé

Síminn hf. - Breytingar á hlutafé

Í 19. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu segir að ef útgefandi lækkar hlutafé skuli hann við fyrsta tækifæri og í síðasta lagi á síðasta viðskiptadegi þess mánaðar er breytingar eiga sér stað, birta opinberlega heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða.

Á aðalfundi Símans hf. þann 13. mars sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins um kr. 175.000.000 að nafnverði en eftir lækkun yrði hlutafé samtals kr. 2.475.000.000. Lækkunin tekur til eigin hluta sem félagið hefur eignast með kaupum á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlunum.

Þann 20. mars sl. var tilkynnt um að beiðni hafi verið send á Nasdaq CSD Iceland um lækkun hlutafjárins og að hún myndi koma til framkvæmdar mánudaginn 24. mars 2025.

Framangreind lækkun hefur nú komið til framkvæmdar og tilkynnist því hér með að heildarfjöldi hluta í Símanum hf. er í dag, 24. mars 2025, kr. 2.475.000.000 að nafnverði og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu. Félagið á 25.172.462 eigin hluti að teknu tilliti til lækkunarinnar.

Að öðru leyti er vísað til fyrri tilkynninga félagsins um niðurstöður aðalfundar frá 13. mars 2025 og um lækkun hlutafjár frá 20. mars 2025.



EN
24/03/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Uppgjör 3. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun mark...

Síminn hf. - Uppgjör 3. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaðar 21. október Síminn hf. mun birta uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung 2025 þriðjudaginn 21. október næstkomandi.Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 22. október í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og eru fjárfestar og markaðsaðilar sérstaklega boðnir velkomnir.Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Hjörtur Þór Steindórsson fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Kynningarefni fundarins verður aðge...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 41. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 64.650.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti6.10.202511:501.000.00013,0013.000.000101.019.2237.10.202512:341.000.00012,9012.900.000102.019.2238.10.202510:151.000.00012,9012.900.000103.019.2239.10.202510:271.000.00012,8012.800.000104.019.22310.10.202510:331.000.00013,0513.050.000105.019.223  5.000.000 64.650.000105.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endu...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Niðurstaða víxlaútboðs 8. október

Síminn hf. - Niðurstaða víxlaútboðs 8. október Síminn hf. lauk í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki SIMINN260422. Heildartilboð í flokkinn námu samtals 1.300 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 7,90-8,09%. Tilboðum að fjárhæð 1.220 m.kr. að nafnvirði var tekið á 8,05% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 15. október 2025. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland í kjölfarið. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar veita:Ásgrímur Gunnarsson, markaðsviðs...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali Síminn hf. tilkynnir um breytingu á fjárhagsdagatali fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025. Áætlaðar dagsetningar eru eftirfarandi:Uppgjör 3F 2025    21. október 2025 (var 22. október 2025)Ársuppgjör 2025    17. febrúar 2026Aðalfundur 2026    12. mars 2026Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 40. viku 2025 keypti Síminn hf. 1.000.000 eigin hluti að kaupverði 13.050.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti2.10.202514:041.000.00013,0513.050.000100.019.223  1.000.000 13.050.000100.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 21. ágúst 2025. Endurkaup núna samkvæmt áætluninni munu að hámarki nema 500 milljónum króna. Endurkaupaáætlunin er í gildi í 18 m...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch