SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Nýtt skipurit og uppfærð stefna

Síminn hf. - Nýtt skipurit og uppfærð stefna

Í dag tekur gildi nýtt skipurit Símans hf. en breytingunum er ætlað að leggja aukna áherslu á vöruþróun og upplifun viðskiptavina á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði með því að skerpa á starfsemi sviða og samvinnu þeirra á milli. 

Sviðinu Sala og þjónusta hefur verið skipt upp og tvö öflug tekjusvið verða til, Einstaklingssvið og Fyrirtækjasvið. Á báðum sviðum verða teymi viðskiptaþróunar og vörustýringar en þau munu gegna lykilhlutverki við þróun og vörustýringu fjarskipta- og tæknilausna sem mæta þörfum einstaklinga og fyrirtækja. Áður tilheyrði vörustýring sviði Tækniþróunar.

Fyrirtækjasvið verður leitt af Vésteini Gauta Haukssyni sem stýrði sviðinu Auglýsingamiðlun sem nú sameinast hinu nýja Fyrirtækjasviði. Þar með verða allar einingar innan Símans hf. sem starfa á fyrirtækjamarkaði undir einum hatti sem mun styðja við skilvirkni og samræmda nálgun í sölu og þjónustu. Lögð verður aukin áhersla á samvinnu Fyrirtækjasviðs og dótturfélagsins Radíómiðunar, en Radíómiðun hefur um árabil verið leiðandi í þróun fjarskiptalausna fyrir sjávarútveg og sérhæfðra lausna á sviði hlutaneta (e. IoT) fyrir aðrar atvinnugreinar, til að mynda fiskeldi, iðnað og flutninga.

Einstaklingssvið verður leitt af Berglindi Björgu Harðardóttur sem áður stýrði Sölu og þjónustu. Með tilkomu Einstaklingssviðs verður ríkari áhersla lögð á fjölbreytt vöruframboð sem mætir þörfum viðskiptavina Símans á einstaklingsmarkaði. Þá verður sérstök áhersla lögð á upplifun viðskiptavina með bættum þjónustuferlum, umbótum og nýjum vörum sem munu byggja á gagnadrifinni nálgun.

Samhliða uppfærðu skipuriti tekur einnig gildi ný og uppfærð stefna þar sem framtíðarsýn, hlutverk og lykilmarkmið félagsins hafa verið uppfærð og er uppfærðu skipuriti ætlað að styðja við þau markmið sem þar eru sett fram. Kjarni nýrrar stefnu er að marka framtíð Símans sem stafræns þjónustufyrirtækis sem skapar verðmætar tengingar fyrir fólk og fyrirtæki á hinum ýmsu sviðum daglegs lífs.

María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans hf.:

„Markmið þessara breytinga eru skýr, að mæta þörfum viðskiptavina okkar á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði enn betur með skapandi lausnum og þjónustu, auk þess að leggja aukna áherslu á viðskiptavinamiðaða nálgun í vöruþróun og upplifun. Við búum yfir einstökum mannauði og höfum staðið fyrir stöðugri nýsköpun í 119 ár. Þessar breytingar og þær metnaðarfullu áherslur sem við höfum sett okkur í kjölfar stefnumótunar síðustu mánuði gera okkur vel í stakk búin fyrir næsta kafla í sögu félagsins.“



EN
29/01/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 37. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 65.700.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti8.9.202511:141.000.00013,2013.200.00086.019.2239.9.202510:431.000.00012,9012.900.00087.019.22310.9.202510:081.000.00013,0013.000.00088.019.22311.9.202511:361.000.00013,3513.350.00089.019.22312.9.202511:581.000.00013,2513.250.00090.019.223  5.000.000 65.700.00090.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlu...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. – Breyting á fjölda eigin hluta félagsins

Síminn hf. – Breyting á fjölda eigin hluta félagsins Á aðalfundi Símans hf. þann 10. mars 2022 var stjórn Símans veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og gera kaupréttarsamninga við starfsfólk félagsins um kaup á hlutum í félaginu. Í kjölfar nýtingar kaupréttar samkvæmt kaupréttaráætluninni voru 18.961.298 hlutir afhentir til 135 starfsmanna. Þann 4. september 2025 voru afhentir 14.551.046 hlutir á genginu 10,58Þann 8. september 2025 voru afhentir 4.410.252 hlutir á genginu 9,75 Síminn á eftir afhendingu framangreindra hluta sam...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 36. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 40.000.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti1.9.202511:441.000.00013,4013.400.000101.980.5213.9.202513:261.000.00013,4013.400.000102.980.5215.9.202511:041.000.00013,2013.200.00089.429.475  3.000.000 40.000.00089.429.475 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 21. ágúst 2025. Endurkaup núna samkvæm...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 35. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 40.150.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti27.8.202510:431.000.00013,4013.400.00098.980.52128.8.202511:401.000.00013,3513.350.00099.980.52129.8.202514:481.000.00013,4013.400.000100.980.521  3.000.000 40.150.000100.980.521 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 21. ágúst 2025. Endurkaup núna sa...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Staðfesting staðfestingaraðila á fjárhagslegum kvöðum sku...

Síminn hf. - Staðfesting staðfestingaraðila á fjárhagslegum kvöðum skuldabréfaflokkanna SIMINN 26 1 og SIMINN 28 1 KPMG ehf. er staðfestingaraðili skuldabréfaflokkanna SIMINN 26 1 og SIMINN 28 1. Hlutverk staðfestingaraðila er að yfirfara forsendur og útreikninga útgefanda í tengslum við hálfsárs- og ársreikninga útgefanda. Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum skilyrðum miðað við 30.06.2025 samræmist mati útgefanda og skýrsla um fjárhagsleg skilyrði því staðfest. Meðfylgjandi er staðfesting staðfestingaraðila á skýrslu um fjárhagsleg skilyrði. Viðhengi ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch