SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Nýtt skipurit og uppfærð stefna

Síminn hf. - Nýtt skipurit og uppfærð stefna

Í dag tekur gildi nýtt skipurit Símans hf. en breytingunum er ætlað að leggja aukna áherslu á vöruþróun og upplifun viðskiptavina á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði með því að skerpa á starfsemi sviða og samvinnu þeirra á milli. 

Sviðinu Sala og þjónusta hefur verið skipt upp og tvö öflug tekjusvið verða til, Einstaklingssvið og Fyrirtækjasvið. Á báðum sviðum verða teymi viðskiptaþróunar og vörustýringar en þau munu gegna lykilhlutverki við þróun og vörustýringu fjarskipta- og tæknilausna sem mæta þörfum einstaklinga og fyrirtækja. Áður tilheyrði vörustýring sviði Tækniþróunar.

Fyrirtækjasvið verður leitt af Vésteini Gauta Haukssyni sem stýrði sviðinu Auglýsingamiðlun sem nú sameinast hinu nýja Fyrirtækjasviði. Þar með verða allar einingar innan Símans hf. sem starfa á fyrirtækjamarkaði undir einum hatti sem mun styðja við skilvirkni og samræmda nálgun í sölu og þjónustu. Lögð verður aukin áhersla á samvinnu Fyrirtækjasviðs og dótturfélagsins Radíómiðunar, en Radíómiðun hefur um árabil verið leiðandi í þróun fjarskiptalausna fyrir sjávarútveg og sérhæfðra lausna á sviði hlutaneta (e. IoT) fyrir aðrar atvinnugreinar, til að mynda fiskeldi, iðnað og flutninga.

Einstaklingssvið verður leitt af Berglindi Björgu Harðardóttur sem áður stýrði Sölu og þjónustu. Með tilkomu Einstaklingssviðs verður ríkari áhersla lögð á fjölbreytt vöruframboð sem mætir þörfum viðskiptavina Símans á einstaklingsmarkaði. Þá verður sérstök áhersla lögð á upplifun viðskiptavina með bættum þjónustuferlum, umbótum og nýjum vörum sem munu byggja á gagnadrifinni nálgun.

Samhliða uppfærðu skipuriti tekur einnig gildi ný og uppfærð stefna þar sem framtíðarsýn, hlutverk og lykilmarkmið félagsins hafa verið uppfærð og er uppfærðu skipuriti ætlað að styðja við þau markmið sem þar eru sett fram. Kjarni nýrrar stefnu er að marka framtíð Símans sem stafræns þjónustufyrirtækis sem skapar verðmætar tengingar fyrir fólk og fyrirtæki á hinum ýmsu sviðum daglegs lífs.

María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans hf.:

„Markmið þessara breytinga eru skýr, að mæta þörfum viðskiptavina okkar á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði enn betur með skapandi lausnum og þjónustu, auk þess að leggja aukna áherslu á viðskiptavinamiðaða nálgun í vöruþróun og upplifun. Við búum yfir einstökum mannauði og höfum staðið fyrir stöðugri nýsköpun í 119 ár. Þessar breytingar og þær metnaðarfullu áherslur sem við höfum sett okkur í kjölfar stefnumótunar síðustu mánuði gera okkur vel í stakk búin fyrir næsta kafla í sögu félagsins.“



EN
29/01/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 19. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 68.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti5.5.202509:541.000.00013,7513.750.00048.172.4626.5.202511:261.000.00013,7013.700.00049.172.4627.5.202509:561.000.00013,5513.550.00050.172.4628.5.202512:291.000.00013,6013.600.00051.172.4629.5.202510:411.000.00013,6013.600.00052.172.462  5.000.000 68.200.00052.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 18. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 41.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti28.4.202509:431.000.00013,6013.600.00045.172.46230.4.202509:381.000.00013,8013.800.00046.172.4622.5.202510:481.000.00013,8013.800.00047.172.462  3.000.000 41.200.00047.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 17. mars 2025. Endurkaup núna samkvæ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Útgáfa á nýjum víxlaflokki

Síminn hf. - Útgáfa á nýjum víxlaflokki Síminn hf. hefur lokið sölu á nýjum víxlaflokki, SIMINN251015 2. Seldir voru víxlar að nafnverði 600 m.kr. á kjörum sem samsvara 8,20% flötum vöxtum með lokagjalddaga þann 15. október 2025. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14/2020 um sama efni. Stefnt er að töku víxlann...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali Síminn hf. tilkynnir um breytingu á fjárhagsdagatali fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025. Áætlaðar dagsetningar eru eftirfarandi: Uppgjör 2F 2025    19. ágúst 2025Uppgjör 3F 2025    22. október 2025 (var 28. október 2025)Ársuppgjör 2025    17. febrúar 2026Aðalfundur 2026    12. mars 2026 Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Results for the first quarter of 2025

Síminn hf. - Results for the first quarter of 2025 Financial highlights of Q1 2025Revenue in the first quarter (Q1) of 2025 amounted to ISK 7,173 million compared to ISK 6,575 million in the same period 2024 and increased by 9.1%. Revenue from Síminn's main telecommunications services, mobile, data and TV services increases by 2.3% from Q1 2024.EBITDA amounted to ISK 1,272 million in Q1 2025, down by ISK 163 million or 11.4% compared to the same period 2024. The EBITDA ratio was 17.7% in Q1 2025, compared to 21.8% in the same period of 2024. Operating profit EBIT amounted to ISK 189 million...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch