SIMINN Siminn HF

Síminn hf. – Sala á Sensa ehf. til Crayon A.S.

Síminn hf. – Sala á Sensa ehf. til Crayon A.S.

Þann 2. desember sl. undirritaði Síminn hf. skuldbindandi samning um sölu félagsins á dótturfélaginu Sensa ehf. til Crayon. Þann 17. mars sl. tilkynnti Samkeppniseftirlitið að það gerði ekki athugasemd við söluna og í framhaldi af því var farið í að ganga frá viðskiptunum. Salan á Sensa ehf. verður í uppgjöri Símans hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Eins og hefðbundið er í viðskiptum sem þessum fer í framhaldinu fram aðlögun kaupverðs sem byggist á fjárhagsstöðu Sensa ehf. eins og hún var 31. mars sl., en reiknað er með því að aðlögun kaupverðs, hvort sem það verði til hækkunar eða lækkunar, verði óveruleg.

Síminn hf. fékk í dag greitt að fullu fyrir Sensa ehf., annars vegar 2.333 m.kr. í peningum og hins vegar 699.635 hlutabréf í Crayon Group Holding ASA. Sá hluti kaupverðsins sem greiddur var með bréfum í Crayon er bundinn til tólf mánaða frá undirritun kaupsamnings. Einn tólfti hluti bréfanna er laus til sölu um hver mánaðamót sem líða frá undirritun kaupsamnings þann 2. desember 2020.

Endanlegur söluhagnaður er rúmlega 2 ma.kr. en hann var upphaflega áætlaður um 1,7 ma.kr. Mismunurinn stafar af jákvæðri þróun veltufjármuna Sensa ehf. og jákvæðri þróun hlutabréfaverðs Crayon frá undirritun kaupsamnings í desember sl.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Fjalar Helgason, Stefnumótun og stjórnun hjá Símanum, í síma 859 8888.



EN
08/04/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Útboð á víxlum 8. október 2025

Síminn hf. - Útboð á víxlum 8. október 2025 Síminn hf. efnir til útboðs á víxlum miðvikudaginn 8. október 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki SIMINN260422. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 39. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 52.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti22.9.202512:021.000.00013,0013.000.00096.019.22323.9.202510:451.000.00013,0513.050.00097.019.22325.9.202514:101.000.00013,0513.050.00098.019.22326.9.202510:421.000.00013,1013.100.00099.019.223  4.000.000 52.200.00099.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Ísla...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Birting grunnlýsingar

Síminn hf. - Birting grunnlýsingar Síminn hf., kt. 460207-0880, Ármúla 25, 108 Reykjavík hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma skuldaskjala. Grunnlýsingin er dagsett 22. september 2025 og hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Grunnlýsingin er gefin út á íslensku og birt á vefsíðu félagsins . Nánari upplýsingar um Símann hf. og útgáfurammann má finna í framangreindri grunnlýsingu og á vefsíðu félagsins. Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar. Fossar fjárfestingarbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá grunnlýsingu...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Hjörtur og Sæunn í framkvæmdastjórn Símans

Síminn hf. - Hjörtur og Sæunn í framkvæmdastjórn Símans Hjörtur Þór Steindórsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Símans. Hann tekur við starfinu af Óskari Haukssyni sem hefur ákveðið að láta af störfum í lok september.Hjörtur hefur starfað hjá Íslandsbanka í nítján ár, árin 2013-2019 sem forstöðumaður á fyrirtækjasviði og svo frá árinu 2019 sem forstöðumaður á sviði fyrirtækja og fjárfesta. Áður starfaði hann í fimm ár sem lána- og fjárfestingastjóri hjá UPS Capital í Bandaríkjunum.Hjörtur hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Hartford háskóla í Connecticut og M.A. gráðu í hagfræði...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 38. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 66.150.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti15.9.202515:031.000.00013,3013.300.00091.019.22316.9.202514:221.000.00013,3013.300.00092.019.22317.9.202510:371.000.00013,2513.250.00093.019.22318.9.202514:171.000.00013,1513.150.00094.019.22319.9.202511:041.000.00013,1513.150.00095.019.223  5.000.000 66.150.00095.019.223 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaá...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch