SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Tekjuvöxtur í upphafi árs

Síminn hf. - Tekjuvöxtur í upphafi árs

Helstu niðurstöður úr rekstri á 1F 2023

  • Tekjur á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2023 námu 6.298 m.kr. samanborið við 6.093 m.kr. á sama tímabili 2022 og jukust um 3,4%. Sé horft fram hjá einskiptisliðum á 1F 2022 jukust tekjur Símans um 5,2%. Stöðugur vöxtur er í kjarnaþjónustu Símans, mest í sjónvarpsþjónustu, eða tæplega 10%.
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.315 m.kr. á 1F 2023 og lækkar því um 12 m.kr. eða 0,9%. EBITDA hlutfallið er 20,9% fyrir 1F 2023 en var 21,8% á sama tímabili 2022. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 318 m.kr. á 1F 2023 samanborið við 574 m.kr. á sama tímabili 2022.
  • Hrein fjármagnsgjöld námu 1 m.kr. á 1F 2023 en voru jákvæð sem nam 92 m.kr. á sama tímabili 2022. Fjármagnsgjöld námu 249 m.kr., fjármunatekjur voru 260 m.kr. og gengistap nam 12 m.kr.
  • Hagnaður á 1F 2023 nam 246 m.kr. samanborið við 553 m.kr. hagnað af áframhaldandi starfsemi á sama tímabili 2022.
  • Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 8,8 ma.kr. í lok 1F 2023, en voru 8,9 ma.kr. í árslok 2022. Handbært fé í lok 1F 2023 nam 1,8 ma.kr., en var 3,7 ma.kr. í árslok 2022. Staða útlána hjá Símanum Pay var 1,9 ma.kr. í lok 1F 2023, en var 1,7 ma.kr. í árslok 2022.
  • Eiginfjárhlutfall Símans var 55,3% í lok 1F 2023 og eigið fé 18,8 ma.kr.



Orri Hauksson, forstjóri:

„Árið hefst af krafti. Það var ánægjulegt að sjá að Síminn heldur áfram að laða að ánægða viðskiptavini með heildstæðu vöruframboði. Tekjur jukust milli ára í arðbærustu vörum félagsins; neti, síma og sjónvarpi. Fjártækni heldur einnig áfram örum vexti með útgáfu nýs kreditkorts, sem er aðgengilegt fyrir alla landsmenn. Kostnaður Símans eykst einnig milli ára með samningsbundnum launahækkunum, hröðum afskriftum af fjárfestingum og birgjasamningum sem flestir hafa einhvers konar tengingu við gengi eða verðlag. Þannig skilar gengisveiking og verðbólga sér á endanum inn í kostnað Símans og í núverandi ástandi erum við því afar sátt með að ná að halda EBITDA óbreyttu milli ára.

Farsímakerfi félagsins er í stöðugri uppbyggingu um allt land, í samvinnu félagsins við helstu birgja, Neyðarlínuna og fleiri aðila. Ekkert land í heiminum er betur tengt en Ísland samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna og slík uppbygging kemur ekki af sjálfri sér. Innan fárra ára verður hvert heimili landsins tengt ljósleiðara og í 5G sambandi, en í kjölfar nýrra tíðniúthlutana er Síminn öflugasti samstarfsaðili yfirvalda í að byggja upp farsímanet sem mun ná til allra stofnvega og fjölförnustu hálendisvega landsins á næstu árum.

Við höldum áfram að fjárfesta í hágæða sjónvarpsefni, erlendu og innlendu. Sjónvarpsþjónusta okkar hefur vaxið hratt að burðum og nýgerður samningur við HBO hefur valdið sprengingu í notkun Sjónvarps Símans Premium. Meira en 5 milljónir spilana á mánuði þýða að hver áskrifandi notar þjónustuna að meðaltali meira en fjórum sinnum hvern einasta sólarhring. Slíkar tölur þekkjast ekki hjá öðrum efnisveitum í heiminum.

Stafræn umbreyting Símans er á áætlun og einfaldari rekstur í kjölfar sölu á Mílu mun skila sér markvisst til viðskiptavina okkar í liprari þjónustu, aukinni sjálfsafgreiðslu og örari vöruþróun. Framtíðin er björt nú þegar fyrirtækið getur byrjað að keppa á jafnræðisgrundvelli, í stað þess að um það gildi sérstök og aukin reglustýring. Á síðasta degi fyrsta fjórðungs ársins greiddi Síminn ríflega 16 milljarða króna til eigenda sinna og hefur á tveimur árum greitt þeim yfir 55 milljarða króna ásamt því að kaupa eigin bréf að virði 6,6 milljarða króna.“

 

Kynningarfundur 26. apríl 2023

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl 2023 kl. 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Hluthafar, fjárfestar og markaðsaðilar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Á fundinum munu Orri Hauksson forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Símans .

Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í netstreymi á vefslóðinni: .

Þeir sem vilja bera upp spurningar geta sent þær á og verður þeim svarað í lok fundarins.

 

Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Orri Hauksson, forstjóri Símans ( )

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans ( )

Viðhengi



EN
25/04/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Afkoma annars ársfjórðungs 2025

Síminn hf. - Afkoma annars ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr rekstri á 2F 2025 Tekjur á öðrum ársfjórðungi (2F) 2025 námu 7.196 m.kr. samanborið við 6.871 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 4,7%. Tekjur af farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust um 2,5% milli tímabila. Tekjur af auglýsingamiðlun námu 604 m.kr. samanborið við 535 m.kr. á sama tíma í fyrra, aukning um 12,9%.Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.924 m.kr. á 2F 2025 og hækkaði um 198 m.kr. eða 11,5% frá sama tímabili fyrra árs. EBITDA hlutfallið er 26,7% á 2F 2025 en var 25,1%...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025

Síminn hf. - Results for the second quarter of 2025 Financial highlights Q2 2025 Revenues in Q2 2025 amounted to ISK 7,196 million, up from ISK 6,871 million Q2 2024, an increase of 4.7%. Revenue from mobile, data transmission, and television services grew by 2.5% year-on-year. Advertising revenues amounted to ISK 604 million compared with ISK 535 million in the same period last year, an increase of 12.9%.EBITDA amounted to ISK 1,924 million in Q2 2025, up by ISK 198 million or 11.5% from Q2 2024. EBITDA margin improved to 26.7% from 25.1% in the prior year. EBIT rose to ISK 931 million, a...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um 6. júní sl. er nú lokið. Í 33. viku 2025 keypti Síminn hf. 1.638.059 eigin hluti að kaupverði 21.949.991 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti11.8.202509:521.000.00013,4013.400.00096.342.46212.8.202510:27638.05913,408.549.99196.980.521  1.638.059 21.949.99196.980.521 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 6. júní...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun mark...

Síminn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaðar 19. ágúst Síminn hf. mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung 2025 þriðjudaginn 19. ágúst næstkomandi. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og eru fjárfestar og markaðsaðilar sérstaklega boðnir velkomnir. Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Kynningarefni fundarins verður aðgengilegt á  og...

 PRESS RELEASE

Óskar Hauksson lætur af störfum hjá Símanum

Óskar Hauksson lætur af störfum hjá Símanum Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Óskar hefur starfað hjá Símanum frá árinu 2005, en sem fjármálastjóri frá 2011. Hann mun láta af störfum þann 1. október næstkomandi og verður forstjóra innan handar þar til ráðið hefur verið í starfið. María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans: “Fjármál Símans hafa verið í traustum höndum Óskars í rúmlega fjórtán ár. Eins og fjárfestar þekkja hefur sá tími einkennst af stöðugleika, ábyrgð og vel ígrunduðum ákvörðunum í rekstrinum.  Ég vil þakka Óskari fyrir...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch