SKEL Skeljungur hf.

SKEL fjárfestingafélag hf.: Horn IV fjárfestir í Styrkás, eignarhaldsfélagi Skeljungs og Kletts - sölu og þjónustu.

SKEL fjárfestingafélag hf.: Horn IV fjárfestir í Styrkás, eignarhaldsfélagi Skeljungs og Kletts - sölu og þjónustu.

Horn IV slhf., framtakssjóður í stýringu Landsbréfa hf. („Horn“) og SKEL fjárfestingafélag hf. („SKEL“) hafa gert áskriftarsamning að nýju hlutafé í Styrkás ehf. („Styrkás“), eignarhaldsfélagi Skeljungs ehf. og Kletts – sölu og þjónustu ehf. Í samningnum skuldbindur Horn sig til að skrá sig fyrir hlutafé að andvirði 3.500.000.000 kr. og verður við það eigandi að  29,54% af heildarhlutafé félagsins. Kaupverð og fjöldi hluta í viðskiptunum byggir á því að fyrir hlutafjáraukninguna sé samanlagt virði eigna Styrkáss 8.350.000.000 kr. og heildarvirði („Enterprise Value“) 11.200.000.000 kr. Samningurinn er gerður með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Samhliða áskriftarsamningi hafa aðilar undirritað hluthafasamkomulag þar sem kveðið er á um að framtíðarsýn hluthafa Styrkáss sé að félagið verði leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði. Sameiginlegt markmið hluthafa sé að byggja upp samstæðuna þar sem horft verður til ytri vaxtatækifæra á sviði orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfi, iðnaði og eignaumsýslu.

Í hluthafasamkomulagi er ennfremur kveðið á um markmið aðila að skrá alla hluti í félaginu á skipulegan markað í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027. Í hluthafasamkomulagi er einnig kveðið á um að stjórn Styrkáss verði skipuð fimm aðilum og tveimur til vara. Tveir stjórnarmenn verða tilnefndir af Horni og tveir tilnefndir af SKEL.

Hlutafjáraukningin verður nýtt til að hrinda framtíðarsýn og markmiðum hlutahafa í framkvæmd, þ.e. að byggja Styrkás upp sem enn öflugri samstæðu sem þjónustar ólík svið atvinnulífsins.

Hjá Skeljungi eru að jafnaði 60 starfsmenn og hjá Kletti 120. Forstjóri Skeljungs er Þórður Guðjónsson og forstjóri Kletts er Kristján Már Atlason.

Ráðgjafar Horns í ferlinu eru fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og LOGOS. Lögfræðilegur ráðgjafi SKEL í ferlinu er BBA // Fjeldco.

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL:

Skel hf. er umbreytingafjárfestir. Við kynntum hugmynd að þjónustufyrirtæki við atvinnulífið á grunni Skeljungs og Kletts fyrir u.þ.b. ári síðan og höfum síðan þá unnið að þróun þeirra hugmynda og viðræðna við mögulega samstarfsaðila. Við erum ákaflega ánægð og stolt að hefja samstarf með Horni og Landsbréfum sem hafa reynst farsæl í rekstri framtaksfjárfestingasjóða. Við höfum gefið félaginu heitið Styrkás og munum halda áfram að byggja upp félag sem einbeitir sér að þjónustu við íslenskt atvinnulíf. Við teljum að þar sé  tækifæri vegna þess að atvinnulífið allt stendur frammi fyrir miklum áskorunum í uppbyggingu innviða og á sviði orkuskipta.

Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns IV

Horn sér mikil tækifæri til frekari innri og ytri vaxtar fyrirtækja á þessum markaði. Framundan er uppbygging innviða og frekari atvinnuvegafjárfesting. Samstarf félaganna í gegnum Styrkás sem hefur það markmið að fjárfesta í og byggja upp fyrirtæki og efla þjónustu við atvinnulífið er spennandi vegferð. Styrkás á tvö öflug og vel rekin félög með sterka innviði og reynslumikið stjórnendateymi með skýra framtíðarsýn. Við hlökkum til samstarfsins með starfsfólki SKEL og Styrkáss á komandi árum.



EN
04/07/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Sa...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Samkaup Reference is made to the press releases dated May 22, June 3, June 16, and July 15, 2025, announcing that certain conditions in the share purchase agreement had been fulfilled concerning Orkan IS ehf.’s (“Orkan”) acquisition of share capital in Samkaup hf. (“Samkaup”). Today, the companies Samkaup and Atlaga ehf. (formerly Heimkaup) were formally merged. Concurrently, the settlement of Orkan’s share purchase agreement with the former shareholders of Samkaup was finalized. The shareholders of Samkaup received 582,548...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lo...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lokið Vísað er til fréttatilkynninga dags. 22. maí, 3. júní, 16. júní og 15. júlí 2025 þar sem kom fram að tiltekin skilyrði samkvæmt kaupsamningi hefðu verið uppfyllt vegna kaupa Orkunnar IS ehf. („Orkan“), á hlutafé í Samkaupum hf. („Samkaup“). Í dag voru félögin Samkaup og Atlaga ehf. (áður Heimkaup) sameinuð lögformlega Þá fór fram uppgjör á kaupsamningi Orkunnar við fyrrum hluthafa Samkaupa. Hluthafar Samkaupa fengu afhenta 582.548.510 hluti í Dröngum hf. ("Drangar") eða því sem nemur 28,7% hlutafjár, gegn afhendingu 9...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: The Competition Authority approves the mer...

SKEL fjárfestingafélag hf.: The Competition Authority approves the merger of Orkan and Samkaup Reference is made to press releases dated May 22, June 3, and June 16, 2025, which stated that certain conditions under the share purchase agreement had been fulfilled in relation to Orkan IS ehf.’s (“Orkan”) acquisition of shares in Samkaup hf. (“Samkaup”). The remaining condition for the transaction was that the Icelandic Competition Authority approved that the transaction does not constitute a merger that should be annulled or made subject to conditions under Article 17 of the Competition Act ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Ork...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Orkunnar og Samkaupa Vísað er til fréttatilkynninga dags. 22. maí, 3. júní og 16. júní 2025 þar sem sagði að tiltekin skilyrði samkvæmt kaupsamningi hefðu verið uppfyllt vegna kaupa Orkunnar IS ehf. („Orkan“), á hlutafé í Samkaupum hf. („Samkaup“). Eftirstandandi skilyrði vegna kaupanna var að Samkeppniseftirlitið samþykkti að í viðskiptunum felist ekki samruni sem beri að ógilda eða setja skilyrði fyrir samkvæmt 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samkeppniseftirlitið hefur nú lokið rannsókn. En það leit til upplýsinga í ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Underwriting of subscription for new share...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Underwriting of subscription for new share capital in the Orkan and Samkaup group Reference is made to the press release dated 3 June 2025, which stated that certain conditions under the purchase agreement had been fulfilled regarding the acquisition by Orkan IS ehf. (“Orkan”) of all shares held by Kaupfélag Suðurnesja (“KSK”) in Samkaup, with a nominal value of ISK 221,386,719, corresponding to 51.3% of the share capital in Samkaup. The announcement also stated that Orkan had signed purchase agreements with other shareholders of Samkaup for the acquisition of a...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch