A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

VÍS: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2020

VÍS: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2020



Árshlutareikningur félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 var staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 29. apríl 2020.



Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs 2020.

- Tap tímabilsins eftir skatta nam 1.963 m.kr. samanborið við hagnað upp á 936 m.kr. á sama tímabili 2019.

- Iðgjöld tímabilsins voru 5.592 m.kr. en voru 5.572 m.kr. á sama tímabili í fyrra.

- Fjárfestingatekjur voru neikvæðar um 162 milljónir en jákvæðar um 1.367 m.kr. á sama tímabili í fyrra.

- Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 13,8% en jákvæð um 6,5% á sama tímabili 2019.

- Tap  á hlut var 1,04 krónur samanborið við hagnað á hlut upp á 0,49 krónur á sama tímabili 2019.



Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.



Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS:

„Fyrsti fjórðungur ársins var einn sá versti í sögu félagsins og nam tap tímabilsins 1.963 milljónum kr. Óveður, snjóflóð og alvarleg bílslys settu mark sitt á þessa tjónaþungu mánuði. Matsþróun og styrking tjónaskuldar hafði einnig áhrif á fjórðunginn. Samsett hlutfall fjórðungsins var 125,8%. Vakin er athygli á því að samsetta hlutfallið er nú reiknað samkvæmt leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem birt voru þann 18. mars 2020, en samkvæmt tilmælunum skal ekki taka tillit til vaxta- og gengisbreytinga í samsettu hlutfalli. Áhrifin eru 8,2% til lækkunar á samsettu hlutfalli í fjórðungnum.

Aðferðafræði við að reikna mat á tjónaskuld var aðlöguð í fjórðungnum þar sem matsbreytingar síðustu ára hafa viðvarandi verið neikvæðar, sér í lagi í líkamstjónum. Vegna þessa hefur félagið styrkt tjónaskuldina samantekið um 700 milljónir króna í fjórðungnum.

 

Óvissa á fjármálamörkuðum

Ársfjórðungurinn var erfiður á verðbréfamörkuðum sem skilaði sér í neikvæðum fjárfestingatekjum að fjárhæð 162 m.kr. eða 0,5% neikvæðri ávöxtun fjárfestingaeigna. Lækkun skráðra hlutabréfa hafði þar mest áhrif en auk þess hafði virðislækkun framtakssjóða og erlendra skuldabréfasjóða neikvæð áhrif. Á móti skiluðu fjárfestingar félagsins í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og sértryggðum skuldabréfum jákvæðri afkomu. Þess má geta að eignarhlutur félagsins í ferðaþjónustu beint og óbeint í gegnum sjóði er um 580 m.kr., þar af eign í Bláa lóninu um 470 m.kr.



Til staðar fyrir viðskiptavini á erfiðum tímum

Mikil óvissa er framundan vegna COVID-19 og erfitt er að meta hversu lengi hún varir. Erfiðar horfur í efnahagslífinu og á vinnumarkaði gera það að verkum að við höfum ákveðið að leggja alla áherslu á að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar, bæði fyrirtæki og einstaklinga. Í því felst t.a.m. að veita viðskiptavinum okkar greiðslufresti og ráðgjöf um tryggingavernd í breyttum aðstæðum. Stærsta verkefni okkar og annarra samfélagslega ábyrgra fyrirtækja er að bregðast við þessum fordæmalausu aðstæðum á ábyrgan hátt því óvissunni í íslensku efnahagslífi er því miður hvergi nærri lokið.



Þjónustan færð á netið

Sú stafræna umbylting sem hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum tveimur árum gerði það að verkum að við gátum brugðist hratt við breyttu landslagi vegna COVID-19. Við færðum þjónustuna okkar alfarið á netið um miðjan marsmánuð  og langar mig að þakka viðskiptavinum okkar fyrir að bregðast vel við þeirri breytingu. Þeir hafa óhikað nýtt sér stafrænar lausnir félagsins og er nú annað árið í röð nær 100% aukning á innskráningum í þjónustugáttina okkar. Þá var einnig sett met í hlutfalli rafrænna tjónstilkynninga í fjórðungnum en um helmingur allra tjóna eru nú tilkynnt rafrænt.



Viðskiptavinir styrkja góð málefni

Ég er stoltur af því að viðskiptavinir okkar hafa nú val um að styrkja góðgerðarfélög þegar þeir kaupa líf- og sjúkdómatryggingar hjá okkur á netinu. Valið stendur milli þriggja góðgerðarfélaga sem eru Kraftur, MS félag Íslands og Hjartaheill. Á skömmum tíma hafa þeir viðskiptavinir okkar sem velja þessa leið við að tryggja líf og heilsu safnað myndarlegri upphæð fyrir þessi góðgerðarfélög.



Þrátt fyrir fordæmalaust ástand í byrjun árs hef ég fulla trú á því að sumarið hafi í för með sér bjartari tíma fyrir okkur og samfélagið í heild.“



Horfur

Félagið hefur ekki gefið út nýja spá fyrir heildarafkomu ársins þar sem mikil óvissa ríkir í íslensku efnahagslífi. Félagið gerir nú ráð fyrir því að samsett hlutfall ársins 2020 verði á bilinu 102% - 105%.



Kynningarfundur

Rafrænn fundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl kl. 08.30. Helgi Bjarnason, forstjóri félagsins, kynnir uppgjör félagsins og svarar spurningum.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku að honum loknum á vefslóðinni:

Fundurinn verður í beinni útsendingu með fjarfundarbúnaði Cisco Webex. Hægt er að tengjast fundinum með vafra eða hlaða niður hugbúnaði frá Cisco. Nánari leiðbeiningar um hvernig eigi að tengjast fundinum má finna á vefslóðinni:

Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast hér:

Fjárhagsdagatal

Viðburður  Dagsetning

2. ársfjórðungur  20. ágúst 2020

3. ársfjórðungur  22. október 2020

Ársuppgjör 2020 25. febrúar 2021



Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660 5260 eða með netfanginu

Viðhengi

EN
29/04/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppgjör Skaga á 2. ársfjórðungi 2025

Skagi: Uppgjör Skaga á 2. ársfjórðungi 2025         17. júlí 2025 Besti fjórðungur tryggingastarfsemi VÍS frá skráningu Fjárfestingartekjur lita áfram afkomu Afkoma 2F og H1 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 2F 2025 Samstæðan Hagnaður eftir skatta nam 972 m.kr. (2F 2024: 137 m.kr.).Hagnaður á hlut nam 0,51 kr. á tímabilinu.Arðsemi eigin fjár var 18,4% á ársgrundvelli (2F 2024: 2,7%) og gjaldþol samstæðu var 1,28 í lok tímabilsins.Eigið fé samstæðu nam 21.393 m.kr. við lok tímabilsins. Tryggingastarfsemi Áframhaldandi tekjuvöxtur í tryggingastarfsemi VÍS sem óx um 8,9% á ...

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025

Skagi: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025 Drög að uppgjöri fyrri árshelmings ársins 2025 benda til þess að samsett hlutfall í tryggingastarfsemi VÍS á tímabilinu sé 90,6% sem er talsvert betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í áður birtum rekstrahorfum fyrir árið 2025 í heild var áætlað að samsett hlutfall yrði á bilinu 93-96% með markmið um að vera undir 94%. Með vísan til þessa telur félagið rétt að uppfæra rekstrarhorfur í tryggingastarfsemi þannig að áætlað er að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 92-95%. Áhrifaþættir á samsett hlutfall fyrri árshelmings eru m.a. eftirfa...

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppfært fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025

Skagi: Uppfært fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025 Fjárhagsdagatali Skaga sem birt var þann 18. desember 2024 hefur verið breytt og er uppfært dagatal með eftirfarandi hætti: Fjárhagsdagatal: 2. ársfjórðungur 2025 (árshlutareikningur)             fimmtudagur 17. júlí 2025 3. ársfjórðungur 2025 (árshlutareikningur)             miðvikudagur 29. október 2025          Ársuppgjör 2025                                                     miðvikudagur 18. febrúar 2026          Aðalfundur 2026                                                     þriðjudagur 17. mars 2026 Vakin er athy...

 PRESS RELEASE

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt vi...

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf. Skagi hf. hefur gert nýja samninga við Arion banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningarnir taka gildi frá og með 2. maí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Kviku banka hf. um viðskiptavakt. Uppsögnin tekur gildi í lok dags þann 30. apríl 2025. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla seljanleika hlutabréfa Skaga hf., stuðla að virku og gagnsæju viðskiptaumhverfi og bæta verðmyndun hlutabréfanna. ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025 Góður taktur í grunnrekstri en neikvæð afkoma fjárfestinga litar niðurstöðurAfkoma 1F 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 1F 2025 Tap eftir skatta nam 1.353 mkr. (1F 2024:+136 mkr.).Neikvæðar fjárfestingatekjur og fjármagnsliðir draga afkomu samanlagt niður um 1.019 mkr. Þar af voru fjárfestingatekjur neikvæðar um 497 mkr., sem kemur til að mestu vegna lækkunar skráðra hlutabréfa um 1.063 m.kr.Áframhaldandi góður taktur í tryggingastarfsemi með 10,9% tekjuvöxt á milli ára. Samsett hlutfall 100,7% (1F 2024: 103,6%) og batnar um 2,9 ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch