Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á öðrum ársfjórðungi ársins 2025 Rekstur í takt við áætlanir Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 25. ágúst 2025. Heildartekjur á öðrum ársfjórðungi (2F) 2025 námu 5.357 m.kr. samanborið við 5.286 m.kr. á sama tímabili 2024 og jukust um 1,4%. Tekjur af fjölmiðlun, interneti og farsímaþjónustu (án IoT) jukust um 3,4% á milli tímabila. EBITDAaL nam 716 m.kr. á 2F, samanborið við 733 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Tap eftir skatta nam 174 m. kr. á 2F 2025 samanborið við 186 m.kr. tap á sama tí...
Sýn hf.: Afkomubirting 2F 2025 og uppgjörsfundur Sýn hf. ítrekar tilkynningu um breytingu á fjárhagsdagatali. Afkomubirting vegna árshlutareiknings 2F 2025 verður birt 25. ágúst og uppgjörsfundur haldinn 26. ágúst kl. 8:30 í höfuðstöðvum Sýnar að Suðurlandsbraut 8.
Sýn hf.: Nova hf. og Sýn hf. undirrita samkomulag um Sendafélag Nova hf., kt. 531205-0810, og Sýn hf., kt. 470905-1740, hafa í dag undirritað samkomulag um helstu atriði fyrirhugaðra samninga um framsal farnetsdreifikerfa Nova hf. og Sýnar hf. til Sendafélagsins ehf., kt. 440515-1850. Nova hf. og Sýn hf. eru einu hluthafarnir, í jöfnum hlutföllum, í Sendafélaginu ehf., sem var stofnað árið 2015. Sendafélagið ehf. hefur það hlutverk að reka dreifikerfi („RAN“ kerfi, e. Radio Access Network) aðilanna á landsvísu í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri og auka fjárfestingargetu í nýju...
Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 17.01.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 2F 2025. Afkoma 4F og ársuppgjör 2024 20. febrúar 2025Aðalfundur 14. mars 2025Afkoma 1F 2025 7. maí 2025Afkoma 2F 2025 25. ágúst 2025Afkoma 3F 2025 5. nóvember 2025Afkoma 4F og ársuppgjör 2025 18. febrúar ...
Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025 Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2025. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5.220 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 5.365 m.kr. á sama tímabili 2024 og dragast saman um 2,7%. Jákvæð þróun er hins vegar í kjarnastarfsemi fjarskipta, þar sem bæði tekjur og fjöldi viðskiptavina aukast á milli ársfjórðunga. Þá hafa tekjur af Stöð 2+ einnig aukist og fjöldi áskrifenda hefur aldrei verið meiri. Auglýsingatekjur lækkuðu um 110 m.kr. milli fyrs...
Sýn hf.: Framboð til stjórnar, varastjórnar og tilnefningarnefndar Aðalfundur Sýnar hf. verður haldinn föstudaginn 14. mars 2025 kl. 15:00, sbr. fundarboð sem sent var til kauphallar þann 21. febrúar 2025 Eftirtalin framboð bárust innan lögboðins framboðsfrests:Framboð til aðalstjórnar Hákon StefánssonHeiðrún Lind MarteinsdóttirPáll GíslasonPetrea Ingileif GuðmundsdóttirRagnar Páll Dyer Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í skýrslu tilnefningarnefndar félagsins, sem birt var með aðalfundarboði þann 21. febrúar 2025. Framboð til varastjórnar: Daði KristjánssonIngibjörg Ásdí...
Sýn hf.: Uppfærð dagskrá og endanlegar tillögur til aðalfundar Meðfylgjandi er: 1. Uppfærð dagskrá og endanlegar tillögur til aðalfundar Sýnar hf. 2. Að beiðni eins hluthafa hefur verið bætt við dagskrárlið 13 með tillögu um reglulega birtingu fjárfestingaráætlunar, sbr. nánari rökstuðningur hluthafans í viðhengi. Viðhengi
Sýn hf.: Boðun aðalfundar Aðalfundur Sýnar hf. verður haldinn föstudaginn 14. mars kl. 15:00. Meðfylgjandi er fundarboð, dagskrá og tillögur stjórnar, skýrsla tilnefningarnefndar, skýrsla starfskjaranefndar og tillaga að breyttri starfskjarastefnu með auðkenndum breytingum. Allar frekari upplýsingar varðandi aðalfundinn auk fundargagna er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins: Viðhengi
Unfortunately, this report is not available for the investor type or country you selected.
Report is subscription only.
Thank you, your report is ready.
Thank you, your report is ready.